Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 24
Walker G. Everett: GRÁKLÆDDA KONAN JEN5 BENEDIKT5SDN ÍSLENZKAÐI Bill var í kvöldverðarboði hjá Cartersfjöl- skyldunni, þegar fyrst var rætt um þetta, — kvöldverðarboði, sem hann hefði aldrei farið í, ef hann hefði getað hugsað sér nokkra einustu almennilega afsökun. Það var einhver stúlka í heimsókn hjá Söru Carter, skólasystir hennar eða eitthvað slíkt, hugsaði Bill óljóst með sjálf- um sér. Og Bill sat hjá henni undir borðum, Og þau voru að tala um eitthvert fólk, sem þeim geðjaðist ekki að. „Og þau breiddu það út um allan bæinn“, sagði hún, „að ég hefði verið ein af þeim, sem lögreglan tók í knæpunni, og að ég hefði verið með rauða hárkollu, svo ég skyldi ekki þekkjast. — Æ, hvað ég vildi að ég gæti náð mér niðri á þessu andstyggilega fólki! — Hvernig á ég að fara að því?“ Bill virtist hugsandi. Hann var búinn að drekka þó nokkuð mörg glös af vínblöndu, sem gerðu að verkum, að það suðaði eitthvað svo skemmtilega í höfðinu á honum, og allt virtist mjög auðvelt. „Þér gætuð sagt öllum, að þau ættu vitlausa dóttur, sem þau hefðu læst inni, og enginn fengi að sjá, og það sé af því, sem þeim er illa við ungar stúlkur“. „Ómögulegt. Þau eiga þrjár dætur, allar vit- lausar, en bara ekki lokaðar inni. — Að minnsta kosti ekki enn“. „Fyrst svo er, þá veit ég ekki“, sagði Bill. „Af hverju lofarðu mér bara ekki að glíma við þau,“ Hún leit á hann. — „Hvað meinarðu? — Ertu kannske eitthvað göldróttur?“ Hananú, þar hafði hún leikið á hann, því hann ætlaði að fara að tala um galdra. Svo hann stakk upp í sig salatblaði, knúði ímyndunarafl sitt sporum og allt í einu datt honum snjallræði í hug. „Hefi ég nokkurntíma sagt þér frá gráklæddu konunni ?“ „Nei, hver er það?“ „Bara gráklædd kona“. „Nú, og hvar er hún?“ „Hún er hérna rétt við hliðina á mér núna“. „Hvar?“ sagði stúlkan og hrökk við. BB „O, góða mín“, sagði Bill og fór nú að liðk- ast um málbeinið. „Þú getur ekki séð hana. Það sér hana enginn nema ég, en hún er hérna hjá mér allan tímann. Ég hefi þekkt hana um mörg ár“. „Hamingjan góða“, sagði stúlkan. „Ertu ekki hræddur við hana?“ „Ekki aldeilis. Henni þykir vænt um mig. Þess vegna er hún hjá mér. — Er þetta ekki satt, kona góð?“ Hann sneri sér við og kinkaði kolli til ímyndaðrar veru við hlið sér. — „Auð- vitað er hún ósköp kurteis og fer út úr her- berginu þegar ég er að hátta, en annars er hún þar alltaf hjá mér. — Jafnvel í framan er hún grá“. „Jæja“, sagði stúlkan, og reyndi af fremsta megni að halda viðræðunum áfram: „Gerir hún ekki nokkurn skapaðan hlut?“ „Vissulega“, sagði Bill. „Hún ofsækir fólk, sem mér geðjast ekki að“. „Mikið er það ægilegt. — Jæja, sigaðu henni þá á Quarryfjölskylduna í Hartford. Segðu henni að gera sitt versta“. „Ég skal gera það undir eins. Heyrðirðu það, kona góð? — Það er í Hartford í Connecticut- fylki. Og það er Quarryfjölskyldan, sem þú átt að afgreiða“. „Það er þriðja húsið frá vinstri á horninu", sagði stúlkan. „Og ég vil ekki að hún ráðist á neina aðra“. „Henni skjátlast aldrei“, sagði Bill. „Og nú er kvöldverðurinn búinn, svo ég held það sé hægt að fara að hugsa um alvarlegri hluti“. Og þetta var það síðasta, sem Bill hugsaði um málið í hálfan mánuð, en svo brunaði Sara Carther til hans þvert yfir salinn í einu fyll- iríisgillinu og sagði: „Hvað er þetta um grá- klædda konu?“ „Það veit ég ekki“, sagði Bill. „Hvað mein- arðu eiginlega?" „Ég fékk bréf frá Elsu. Hún bað mig að segja þér að gráklædda konan hefði unnið verk sitt helzt til vel, og að þú skyldir fara varlega“. Bill virtist hugsandi. „Hvað annað sagði hún?“ „Hún var eithvað að minnast á fjölskyldu V í K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.