Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 25
sem bar ættarnafnið Quarry. Hún lenti í bíl-
slysi og fórst víst öll, — fimm manns held ég“.
„En sú tilviljun", sagði Bill og bætti við:
„Þetta er einkennileg saga“.
Hann var ekki lengi að segja söguna hverjum
sem hafa vildi. Þetta var góð saga, rétt mátu-
lega hryllileg, en ekki um of. Enginn þekkti
Quarryfjölskylduna, svo sagan vakti mestu
ánægju allsstaðar, bæði hroll og hlátra.
Hálfum mánuði síðar var Bill í kvöldverðar-
boði á heimili Corinne Garmans, — það var
ágætur gamaldags kvöldverður með gamaldags
vínblöndu á undan, en harla nýmóðins whisky-
drykkju á eftir, og miklu masi og hlátrum a)lan
tímann. Bill sat hjá Corinne, stuttklippt hár
hennar var búið gullhlaði, og hún var í rauðum
flauelskjól. Hún leit á hann og benti á tvo auða
stóla við borðið.
„Mikið hata ég þetta fólk“, sagði Corinne.
„Það kemur alltaf mörgum klukkustundum of
seint, og að lokum hringir það frá Winnetka
og segir að bíllinn hafi bilað“. Hún malaði vindl-
inginn sinn í mél í öskubikarnum. „Af hverju
sigarðu ekki gráklæddu konunni þinni á þau
fyrir mig?“
„Ég myndi nú geta það, en mér er ekkert illa
við þau. Ég kæri mig ekki um að það fari fyrir
þeim eins og Quarrys-fólkinu“, svaraði Bill.
„Þekkirðu þau vel?“ spurði Corinne.
„Onei, ekki get ég sagt það“.
„Jæja„þá skal ég segja þér dálítið um þau.
Þau láta skíra böi’nin sín eintómum skrípanöfn-
um, hafa skírt bílinn sinn eitthvað líka. Þau
fara í fjölleikahús á hverju ári og eru alltaf að
hlægja og éta hnetur. Svona fólk eru þau nú“.
„Nú, jæja“, sagði Bill. „Ekki lízt mér nú á
þau. Ætli það sé ekki bezt að ég sendi þá gráu
á þau. En þá er betra fyrir þau að vara sig“.
Þau létu talið niður falla og hugsuðu ekki
meira um þetta, þar til nærri var búið að borða,
og Corinne var kölluð í símann. Hún var náföl
þegar hún kom aftur.
„Það var um þau“, hvíslaði hún. „Hryllilegt
slys, það rakst á þau vörubíll. Segðu engum það
að svo stöddu“.
„Meiddust þau mikið?“ spurði Bill.
„Já“.
Hann fór allt í einu að hugsa um, hvort hann
ætti að láta viðræðnanna um gráklæddu konuna
að nokkru getið. Hann ákvað að gera það ekki.
Tvær tilviljanir voru heldur mikið af því góða.
Hann vissi að þetta var bara uppspuni, sem
hann hafði búið til, til þess að skemmta gesti
Söru Carter, — eða var það kannske ekki? En
það var sama, það var helzt til mikið af svo góðru
að fara að tala um það núna. En Corinne bjarg-
aði honum frá frekari bollaleggingum.
„Minnstu aldrei á þessa gráklæddu konu aft-
ur“, sagði hún. „Nefndu hana aldrei nokkurn-
tíma á nafn framar“.
„O, þetta var nú ekki henni að kenna, eins
og þú veizt“, sagði Bill.
„Já, ég veit það. En ég get ekki gert að því,
að mér finnist þetta skrítið. Það er eins og jóla-
sveinninn kæmi allt í einu með pokann sinn
alveg inn í stofu á jólunum, eða niður um reyk-
háfinn“.
„Eða að storkurinn kæmi með nýfæddu börn-
in“.
„Það væri nú hentug ráðstöfun“, sagði Cor-
inne, „en nú er ekki stund né staður að gera
að gamni sínu. Ég verð að segja fólkinu frá
slysinu, og þá held ég verði nú skrækir“.
Og svo varð sagan um gráklæddu konuna
hans Bill enn frægari. „Þetta er alveg dæma-
laust“, sagði fólk, „það ætti að setja svona í
blöðin. — Og vitið þið hvernig Bill er, hann er
dauðhræddur við það að honum sé eða verði
kannske illa við einhvern eða einhverja og svo
ráðist sú gráa á þá, — og í næsta stríði ætlar
hann að leigja herstjórninni hana“.
En Bill fannst hann ekkert gamansamur, hon-
um fannst þetta allt saman vera hálfgerð smekk-
leysa, ef ekki blátt áfram að leika sér að eld-
inum. Hann var hálf leiður á sjálfum sér, því
að sjö síðustu kvöldin hafði hann verið að
drekka og flækjast milli skemmtistaða og gefa
út ávísanir, og hafði alltaf á tilfinningunni,
meðan hann talaði um ómerkilega hluti við ó-
merkilegt fólk, að stund reikningsskilanna væri
að nálgast. — Og í skrifstofunni varð hver dag-
urinn öðrum drungalegri. Alltaf að vera að fara
fram í snyrtiklefann til að drekka vatn, með
aspiringlasið í hendinni, og stara út um glugg-
ann sinnulaus af höfuðverk. En hann vissi ekki
hvað hann átti að taka til bragðs, því honum
fannst ekki lífið hafa mikið gildi hvort sem
var, og hann var orðinn rígbundinn skemmt-
analífinu.
Eitt hlýtt kvöld, — það var næsta mánudag,
— sat hann aleinn í herbergi sínu. Glugginn
var opinn út í svart myrkrið og ljósdeplana í
því. Gluggatjöldin hengu beint niður, rafmagns-
veifan snerist í sífellu og gaf örlítinn svala.
Dyrabjallan hringdi. Hann fór og lauk upp.
„Maður að nafni Jacobson vill hitta yður“.
„Segið honum að koma upp“.
Hvað skyldi hann vilja, hann Jacobson af
skrifstofunni, maður sem hann varla þekkti,
sjálfsánægður og leiðinlegur?“
„Kom inn, gott kvöld, gott kvöld“.
Jakobson kom inn og settist niður: „Ósköp
er heitt“.
„Já, það er nú meira“.
V I K I N G U R
E39