Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 26
„Líklega furðar yður á því, að ég skuli koma hingað?“ — Músaraugun í Jacobson hvíldu á whiskyglasinu tómu, á skálinni með ísmoiun- um. M\ „Vissulega er ég hissa á því“, sagði Bill. „Má ég bjóða yður í staupinu ?“ „Nei, þakka yður fyrir. Siíkt kemur aldrei inn fyrir mínar varir“. „Ekki það. Einmitt“. „Það, sem ég vildi yður, er þetta: Hr. Self- ridge bað mig að tala nokkur orð við yður í allri vinsemd“. Jacobson var mjög blíður á manninn. Bill leit á hann: Þetta var ljótt. — „Já, ein- mitt“, sagði hann svo. „Það er um vinnu yðar. Vingjarnleg aðvör- un, eða ráðlegging". „Nú, hefi ég staðið mig illa. Ætli þeir hugsi sér að segja mér upp?“ „Nei, nei, alls ekki það. En þér hafið kannske ekki staðið yður alveg eins og æskilegt væri. Þér eruð kannske í helzt til mörgum boðum og veizlum. Hr. Selfridge hélt að hógvær ráðlegg- ing frá vini . . . .“. Bill fannst maðurinn brosa eins og höggorm- ur. „Ég skil“, sagði hann. „Þakka yður fyrir“. „Ekkert, alls ekkert að þakka. Þetta er mér ánægja“. „Ekki efast ég um það“. „0, ég meinti það nú ekki þannig! Jæja, mér er bezt að hypja mig. Þetta er allra laglegasta stofa, sem þér búið í“. „Já“, sagði Bill. „Þetta er ágætis kompa“. (Mikið skelfing var honum illa við manninn. Því fór hann ekki að snauta burtu?) „Jæja, það er bezt að koma sér. Ég er á nýju bifhjóli, og þar sem ég er óvanur, þá þarf ég að fara hægt Ég á heima fyrir utan borgina, eins og þér kannske vitið“. „Einmitt það. Og eigið bifhjól. Hvernig likar yður það farartæki?“ „Prýðilega. Þér getið séð það hér úr glugg- anum“. „Ég skal gá út. Góða nótt. Hittumst á morg- un“. „Góða nótt!“ — Jacobson var farinn. „Þessi asni og bifhjólið hans“, hugsaði Bill. „Ég vildi að sú . . . .“. Hann gekk út að glugganum og leit út. Rétt á eftir sá hann Jacobson koma út, setja bif- hjólið í gang og aka af stað. Um leið kom stór vörubifreið fyrir götuhornið, og beint á hana ók Jacobson á allmikilli ferð. Það heyrðist brot- hljóð og urg. „Guð minn góður“, sagði Bill. Hann beið þangað til fólkið var farið að flykkjast að, þá sneri hann frá glugganum, 90 hellti whisky í glasið sitt og setti ísmola út í. Aftur hafði þetta komið fyrir. Og rétt eftir að honum hafði verið sagt, hvernig honum færist vinnan úr hendi. Allt, sem hann gerði, virtist skakkt. Og þetta var allt sjálfum honum að kenna. Hann lauk úr glasinu og fyllti það aft- ur, — sterkari blöndu. Ljósin virtust svo bjórt. Þau gerðu herbergið svo tómlegt, með þessum tveim svörtu gluggum, og hann slökkti Ijósið og sat í skímunni sem kom innan úr baðher- berginu. Þegar ljósin voru slökkt, breyttist herbergið. Svartir gluggarnir urðu smám saman bláleitir. Blærinn hlýr og mjúkur á litinn. Frá þeim staf- aði þýður bjarmi. Það var herbergið, sem var dimmt. En Bill sat kyrr og vaggaði liöfðinu eftir hljóðfalli einhvers lags, sem barst inn um opinn gluggann einhversstaðar frá. Svo sagði hann hátt: „Ég hefi andstyggð á sjálfum mér“. Þá opnaðist hurðin og gráldædda konan kom inn. — Það var ekki neinn, sem hafði búið sig svona til þess að hræða hann, né heldur systir hans, komin í heimsókn. Það var gráklædda konan, og Bill vissi það. Hann horfði rólegur á hana nálgast, hægt með fíngerðum hreyfing- um. Honum fannst heilinn vera að bráðna í höfðinu á sér, herbergið fór að rugga, og svo að snúast hraðar og hraðar. Að lokum átti hún skammt eftir til hans. Hann henti glasinu í hana. Það kom í vegginn hinumegin. Bill stóð upp og snerist í hring. Honum fannst grátt mistur vera í öllu herberginu. Hann sneri út að glugganum. Þeir fundu hann morguninn eftir niðri í steinlögðum húsagarðinum. Fallið var hátt.--- V í K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.