Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 27
Hallfreður Guðmundsson:
ÖRYGGISMÁL
Hinn 10. febrúar síðastl. verður einn af hinum of
mörgu, minnisstæðu sorgardögum íslenzku þjóðarinnar.
Þann dag hlutu 20 röskir sjómenn hvíld í hinni votu
gröf. Þennan dag, eins og oft áður, kom margt í ljós,
sem ábótavant er um aðbúnað og öryggi sjómanna. Tel
ég skyldu okkar, sem eftir lifum, að benda á það, sem
til umbóta horfir. Mun ég drepa á nokkur atriði hér
á eftir.
Veðurfregnir.
Um veðurspána þennan áminnsta dag hefur margt
verið rætt' og ritað og er ef til vill litlu þar við að
bæta.
Við vitum það vel, að stundum getur verið afar erfitt
að segja fyrir nákvæmlega um veðurfar, einkum þegar
um margar lægðir er að ræða, því ekki er auðvelt að
sjá hver líklegust muni verða til að ráða vindstöðunni.
Hitt er annað mál, að það er lítt skiljanlegt, hvernig
á því stendur, að veðurfregnir skuli ekki vera komn-
ar í jafngott horf og þær voru fyrir stríð.
Hvernig stendur á því, að ekki eru sendar upplýs-
ingar um veðurfar á hinum ýmsu stöðum á landinu?
Ef menn fylgjast með loftvog og veðurspá frá degi
til dags og fá svo umgetnar upplýsingar, þá munu sjó-
menn almennt fara nokkuð nærri um hvað í aðsigi er,
þótt út af geti borið.
í skýrslu þeirri, er veðurfræðingarnir sömdu, segir
frá því, að allar upplýsingar hafi vantað frá Græn-
landi, en það er sá staður, sem mest ríður á í slíku
veðurfari. Manni er spurn: Hvers vegna var þessi til-
kynning ekki lesin með birtingu veðurfregna?
Ófyrirgefanlegt er það með öllu, að svo hroðvirknis-
legur frágangur skuli stundum vera á skrift veður-
fregna, að þulir verði að biðja afsökunar og geta þess,
að nú geti þeir ekki lesið lengur. Maður freistast til
að halda, að hroðvirkninnar kunni þá að gæta í fleiri
greinum en skriftinni. Það hafa komið fyrir atvik í
sambandi við veðurfregnir, sém hvergi hafa haft stoð
í veruleikanum.
Frá því er sagt í umgetinni skýrslu, að mikilsvarð-
andi fregnir hafi oft borizt eftir birtingu veðurfregna.
Hví ekki að senda þær út, þótt síðar sé? Ég hefi heyrt
það, bæði í norskum og enskum veðurfregnum í vetur,
að tilkynnt hefur verið að mikilsvarðandi upplýsingar
væru væntanlegar og mönnum sagt að hlusta á næsta
klukkutíma.
Þjóðin öll á heimtingu á því, að veðurfregnirnar séu
hafðar sem öruggastar og bezt undirbyggðar. Þeir
menn, sem að þeim starfa, verða að þola réttmæta
gagnrýni á gjörðum sínum, og laga sig eftir bendingum,
ef þeir sjá að það má betur fara.
Aðbúnaður sjómanna.
Aðurnefndan slysadag voru flestir bátar á sjó úr
verstöðvum við Faxaflóa. Margir þeirra, sem að landi
komust, misstu meira og minna út af þilfari. Sumir
urðu fyrir stórfelldum áföllum og hálf-hvolfdi. Urðu
þeir að fá hjálp til að komast að landi, einkum bátar,
sem þurftu fyrir Garðsskaga og leituðu lands í Kefla-
vík. Það er hægt að hugsa sér hvernig ástandið hefur
verið um borð í þessum fleytum, þegar undir land
kom. En þar tóku við önnur vandræði, — algert hafn-
leysi, svo að til stórvandræða horfði hjá hinum sjó-
hröktu mönnum. Var ærnum erfiðleikum bundið að ná
sambandi við land, þrátt fyrir góðan vilja þeirra
manna, sem fyrir voru, því flestir áttu fullt í fangi
með sig og sína fleytu.
Á Akranesi urðu sumir bátanna að halda sjó á leg-
unni alla nóttina, vegna brims.
Það þarf engan að undra þótt treglega gangi að
fá menn til sjóvinnu við slíka aðstöðu.
Það er skilyrðislaus ki-afa, að hafnarskilyrði við
Faxaflóa verði stórbætt hið fyrsta, og komið upp ör-
uggri landshöfn á hentugum stað. Hefur heyrzt, að
Iíeflavík muni verða fyrir valinu.
Akurnesingum hefur tekizt með miklum dugnaði og
einbeittni að koma hafnarmálum sínum í það horf, að
úr mun rætast á þessu ári. Vænta sjómenn þess, að
valdhafar taki á hafnarmálunum með skilningi og
stórhug.
Bj örgunarm úl.
Eitt ófullkomið skip hefur verið til aðstoðar skipum í
Faxaflóa í vetur. Enda þótt starf þess hafi borið miklu
meiri árangur en nokkur gat gert sér vonir um, ein-
göngu fyrir dugnað þeirra manná, sem á þvi eru, dylst
engum, að ástandið í björgunarmálum þjóðarinnar er
nú fyrir neðan allar hellur.
Það glaðnaði yfir mörgum er það fréttist, að von
væri hingað á þrem skipum til strandgæzlu- og björg-
unarstarfa. Satt var það, að Islendingar höfðu stigið
mörg víxlsporin, ekki sízt í skipakaupum. Það mátti
jafnvel vænta þess, að þeir hefðu lært af reynslunni.
En svo fór þó, að aldrei mun íslenzkri sjómannastétt
hafa verið rekinn stærri löðrungur en með kaupum á
þessum skipum. Og þessi ósköp eru framkvæmd af
manni, sem einu sinni taldist til sjómannastéttar. Hvílik
smán!
Ég trúi því naumast að Pálmi Loftsson hafi séð
þesar fleytur áður en hann festi kaup á þeim. Þrátt
fyrir allt, álít ég hann meiri dómgreindarmann en
svo, að slíkt geti komið til mála.
En hvað sem sagt verður um Pálma Loftsson, er
það afdi-áttarlaus krafa okkar sjómanna að ekki vei'ði
viðhafðar neinar vífilengjur í þessu máli lengur. Við
krefjumst nýrra og fullkominna björgunarskipa. Engar
undanfærslur, ekkert baktjaldamakk, ekkert eiginhags-
muna-laumuspil.
Þeir menn verða að hverfa úr opinberum stöðum,
sem ekki geta staðið reikningsskap ráðsmennsku sinn-
ar frammi fyrri alþjóð, í þeim málum, sem hún hefur
trúað þeim fyrir.
V I K I N □ U R
• 91