Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 30
JOHANNE MARIE, flreigátan, óem Uaómuó ^J'Criótján UaóL óicjÍcli meÉ ^ftr höji Rasmus Kr. Rask er maður, sem ekki þarf að kynna fyrir íslendingum. Það er löngu viður- kennd staðreynd, að hann er sá ei'lendur maður, sem hvað mestan og beztan orðstír hefur getið sér í sögu lands vors fyrir margvíslega verð- leika. Allir íslendingar taka af heilum huga undir með Þorsteini Erlingssyni er hann kveður um Rask: „Hví mundi þó Island ei minnast á hann, sem meira en flestir því unni, sem hvatti þess drengi, sem drengur því vann og dugði því allt hvað hann kunni, og hjálpaði að reisa við helgidóm þann, sem hruninn var niður að grunni. Því lætur það börnin sín blessa þann mann og bera sér nafn hans á munni.“ Hér verður engin tilraun gerð til að lýsa ævi- starfi Rasks og afrekum þeim er hann vann, bæði í þágu íslands og almennt á sviði vísinda þeirra, er hann helgaði krafta sína. Hitt eitt skal lítillega rakið, er hann kom heim úr fræki- legri rannsóknarför um Asíu og sigldi á lítilli freigátu heim til Danmerkur, og flutti með sér svo mikil verðmæti, að þau verða ekki til fjár virt né tölum talin. Rasmus Rask hafði lagt land undir fót og kannað mörg svæði Asíu, þar sem vísindamaður og málagarpur frá Evrópu hafði aldrei lagt leið sína fyrri. Komst hann þar í kynni við leif- ar gamallar menningar, svo merkilegrar, að furðu gegndi. Tók hann að safna þar eystra fornum handritum, sem eru taldir ómet- anlegir fjársjóðir, svo dýrmætir, að nú á dög- um mætti eflaust selja þá fyrir tugi eða hundr- uð milljónir króna, ef þeir væru falir. Einkanlega voru það tvö handritasöfn, hvort öðru ágætara, sem Rask hafði komizt yfir. Hið fyrra var frá fornöld Presa. Voru þar á með- al helgar trúarbækur, er höfðu að geyma kenn- ingar Zoroasters og fylgjenda hans. — Bækur þessar keypti Rask til handa danska ríkinu og fyrir fé þess. Hafa þær síðan verið geymdar á háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn. f öðru lagi hafði Rask komizt yfir allmikið af handritum og öðrum fornmenjum, sem heyrðu til Búddhatrúnni, þar á meðal bækur er höfðu að geyma hinar mikilvægustu trúarkenn- ingar. Þessi rit keypti Rask fyrir eigið fé, en þau eru nú geymd á konunglegu bókhlöðunni dönsku. Handrit þau, sem Rask hafði tekizt að safna saman, voru ekki ákaflega fyrirferðamikil, en þeim mun ágætari og meiri dýrgripir. Einkum voru hin persnesku handrit ómetanleg. Líkar þeirra finnast hvorki í söfnum Evrópu né Ameríku. Þegar Rasmus Rask hafði lokið hinni ágætu og árangursríku vísindaför sinni um Asíu, hélt hann til Calcutta með handritin og beið þess að ferð félli heim til Danmerkur. Þá vildi svo til, að lítil, dönsk freigáta, „Jo- hanne Marie“, kom inn á höfnina í Calcutta. Rask fékk vitneskju um skipkomu þessa. Hugs- aði hann sig þá ekki lengi um, en tók sér þegar far með skipinu. Hinn fyrsta dag desembermán- 1822 klöngraðist hann um borð í Jóhönnu Maríu, með kistur sínar og kassa, sem höfðu að geyma hinn dýrmæta farangur. Var farangr- inum komið fyrir í auðri „koju“ á skipinu. Þar varð hann að veltast og velkjast hvað sem á gekk, líkt og verið hefðu gamlir dagblaða- strangar eða aðrir fánýtir hlutir. Ferðin gekk ákaflega seint, en áfallalaust. Að sjálfsögðu var haldið suður fyrir Afríku, og tók það fulla fimm mánuði að komast alla leið frá Calcutta til Kaupmannahafnar. Rask veiktist allhættulega meðan á ferðinni stóð, og gat ekkert litið eftir dýrgripum sínum. Varð hann þeirri stund harla feginn þegar Jóhanna María kom loks til Kaupmannahafnar 5. maí 1823. 94 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.