Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 35
Alvöruorð frá sjómanni Merkur skipstjóri á Suðuruesjum hefur skrifað rit- stjóra blaðs þessa athyglisvert bréf í tilefni af slysför- unum miklu í febrúar. Er þar drepið á ýmis mál, sem varðar sjómenn við Faxaflóa og krefjast skörulegra aðgerða. Hér kemur meginhluti bréfsins: „Ég held, að við sjómenn höfum fulian rétt til að gera þá kröfu, að hið opinbera beiti sér fyrir raun- hæfari aðgerðum í slysavarnamálum en gert hefur ver- ið fram til þessa. Verður að segja það eins og er, að af hálfu stjórnarvalda hefur mjög skort á að unnið hafi verið að þeim verkefnum með viðunandi hætti. Það er óhætt að segja, að þróunin hefur verið hægfara í öryggismálunum að undanförnu. Brýna nauðsyn ber til þess, að veðurfregnir séu eins ábyggilegar og föng eru á, en þar finnst okkur sjómönnum mikið á vanta, ekki sízt þennan slysadag. Við trúum því naumast að veðurstofan geti ekki aflað sér upplýsinga um slíkt áhlaupaveður sem þetta, ef allt er gert til þess, sem hægt er. Eitt öryggistækið, sem bátar hafa, er talstöð- in. Því miður er oft svo ástatt, að þegar eitthvað er að veðri, er hún í ólagi, og kemur það sér oft illa. Þá er ekki hægt að fá gert við þessi tæki nema senda þau til Reykjavíkur, sem er erfiðleikum bundið og afar óþægilegt; auk þess tekur það lengri tima en þyrfti. Það minnsta, sem við förum fram á, er að Landssím- inn hafi viðgerðarmann hér í verstöðvunum yfir ver- tíðina, fyrst hann er með þetta einræðisbrölt á þessum tækjum. Annars er það eitt af því, sem þyrfti að vera frjálst, því það er vitað mál, að hægt er að fá mikið betri tæki og öruggari annarsstaðar, t. d. frá Ameríku, að mér hefur .verið sagt af mönnum, sem það hafa reynt, en ekki fengið, vegna einokunar Landssímans á tækjum þessum. Gjarnan mega þau vera smíðuð hér ef þau eru gerð eins örugg og hægt er. Þá vil ég minn- eru, endast takmarkaðan tíma. Með einni út- sendingu á klukkutíma fresti, hefur sendirinn fullan styrkleika í 48 klst., en dofnar síðan jafnt og þétt. Mörg hundruð slíkra tækja eru nú í notkun, og þau hafa þegar sannað notagildi sitt með því, að skipshafnir skipa, sem orðið hafa fyrir tundurskeytum, hafa fundizt með hjálp þeirra. Þær hagsbætur, sem byggjast á hinum sjálf- virku loftskeytatækjum eru svo þýðingarmikl- ar, að tæki þessi verða varanleg viðbót við björgunarútbúnað skipa, einnig nú að stríðmu Inknu. ast á miðunarstöð á Garðsskaga og talstöð í sambandi við hana. Það teljum við alveg ómetanlegt öryggi fyrir alla sjófarendur, sem þar eiga leið um, og er það skil- yrðislaus ki'afa okkar, að stöðin verði sett upp strax, því beinagrindur skipanna, sem þar liggja, tala sínu máli. Ég ræði ekki um kostnaðai'hliðina á þessu nauð- synjamáli. Þó mætti benda á það, að sá maður, eða þeir menn, sem þar störfuðu, gætu verið viðgerðarmenn talstöðvabáta hér syðra. Ég býst við að það gæti eitt- hvað dregið úr kostnaði við þessar sjálfsögðu fram- kvæmdir. Þá má minnast á innsiglinguna til Sandgerðis. Hún var mikið bætt í fyrra, en ekki gat það orðið nóg, þótt lítið vantaði á. Leiðai'merkin inn á höfnina þarf að hækka, svo að þau beri vel yfir landið og séu sýnileg ókunnugum sem kunnugum. Þá eru rauð ljós ekki heppileg eins og sakir standa, því nú eru mörg rauð ljós við Keflavíkurflugvöllinn, sem bera við þessi um- ræddu leiðarljós, og er mjög vont að greina þau sundur í vondu skyggni. Svo er eitt í sambandi við þessi leið- arljós. Það er ekki kostað upp á að láta loga ljós á þeim á haustin, og er það ófyrirgefanlegt kæruleysi, því þarna eiga margir leið um, þó ekki sé þorskfiski- vertíð. Þaðan róa bátar með reknet á haustin í skamm- deginu, og er þetta mjög bagalegt fyrir þá. Síðastliðið haust strandaði bátur þarna bara vegna þess að ekki logaði á umræddum leiðarljósum. Loks væri ekki úr vegi að sett yrði góð flaggstöng á Sandgerðisvitann, svo að hægt væri að gefa glöggt dagmerki, ef sundið er talið ófært, því þau dagmerki, sem notuð hafa verið, eru ekki sjáanleg í því skyggni, sem vanalega er við þær aðstæður. Svona mætti lengi telja, en þetta er víst nóg í bili. Það lagaðist mikið, ef þetta kæmi allt. Læt ég þetta nægja núna og vænti góðra undirtekta.“ V I K I N G U R 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.