Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Síða 38
fjarðardjúp, eftir áttum og veðurútliti. Það er gaman að koma á fyrri stöðvar, ekki sízt þeg- ar við brosir ,,líf og björg á báðar hendur“. En svo mátti að orði kveða um Súgandafjörð og Önundarfjörð. Ég kom frá höfuðstað landsins, þar sem víl og vonleysi grúfði yfir þorra manna, fjöldi manns var skráður atvinnulaus um hábjargræð- Suðureyri. Myndin er tekin innnn viö kduptúwið og sér út fjörðinn. istímann og iðnaðarvinna í kalda koli. (Ég vil geta þess, að um þær mundir sá ekki hilla undir Bretavinnuna, sem síðar bjargaði mörgum Reykvíkingum frá bæjarkassanum). En í fjörð- unum vestra var annríki hið mesta til lands og sjávar. Allir, sem vettling gátu valdið, höfðu ærið að starfa og þó vantaði menn til vegagerð- ar, í skiprúm og hafnarvinnu. Allur þorri fólks var í hinni lífrænu framleiðslu, sem færir björg í hið litla bú hverrar fjölskyldu, en leggur jafn- framt drjúgan skerf inn í hið stóra, sameigin- lega bú allra landsmanna. Fólkið á allt sitt und- ir sól og regni og býr sig jafnan undir hið stn'ða og hrjúfa. Blíðu náttúrunnar nýtur það þó í ríkum mæli og blíðlynd er hin vestfirzka nátt- úra oft. Veðursæld fjallaskýldu fjarðanna er alkunn, þegar þeir liggja gárulausir sem heiða- tjörn, þótt hafvindar blási norður eða vestur utan andnesja. Óviðjafnanleg eru purpurakveld- in, þegar ,,hæðir allan á aftanklæðum standa“. En svalur er veturinn. Og eftir norðangarð hlakkar hvert mannsbarn til þess að sjá lýsa undir með hafinu að kvöldi dags, eins og boð- skap um farsællega sjóferð bátaflotans, sem leggur út á miðin í nótt. IIII. Kauptúnið á Suðureyri í Súgandafirði er ungt. Það hefur fylgst með þessari öld, en er yngra þó. Fyrir aldamót var þarna því nær ó- byggð malareyri með melborgum og slægju- tækum grundum, þegar ofar dró. Til voru ver- búðir á eyrinni og þaðan róið opnum skipum af og til. Mun útræði þetta hafa verið aðallega frá höfuðbólinu Suðureyri, sem stóð á falleg- um höfða nokkru innar, þar sem hver skiki var tún. útræði var einnig annarsstaðar frá Súg- andafirði, úr Staðardal, frá Gelti og Norður- eyri. Á seinasta áratug 19. aldarinnar voru fyrstu timburhúsin byggð, þar sem nú er kauptúnið. Húsin voru lítil, veggjalág og rislág, en þó gnæfðu þau með nokkru stærilæti yfir lágkúru- legar verbúðakytrurnar, sem fyrir voru. Þessi litlu hús voru nýi tíminn, kominn siglandi utan úr heimi; — timbrið úr skógum nágrannaland- anna gerðist stoltara en sæbarið grjótið og moldarhnausarnir af ströndinni íslenzku og bráðlega átti hljómur hins erlenda málms að gjalla hér milli fjallanna. Og í gamni og al- vöru renndu menn huganum til hinna frægu borga í suðri og austri og nefndu þessi fyrstu hús Babylon og Róm. Eftir fá ár kom svo málm- hljómurinn frá vélbátunum, sem ristu hafflöt- inn, knúðir afli hins framandi leyndardóms. Skömmu eftir aldamótin voru fyrstu vélbát- arnir keyptir til Súgandafjarðar. Þeim fjölgaði ört og á fyrsta áratug aldarinnar reis þarna upp glæsileg veiðistöð. Húsum fjölgaði, fólk þusti að úr ýmsum áttum og brátt flutu 20 bátar fyrir landi. Kauptúnið hélt áfram að vaxa og nú eru þar nokkuð á fjórða hundrað manns. Þessi veiðistöð hefur á flestan hátt ver- ið happasæl og til farsældar fyrir íbúa sína. Menning aldarinnar hefur jafnframt verið menning .kauptúnsins á Suðureyri. Margskonar félagsskapur festi þar brátt rætur og óx og dafnaði. íþróttafélagið Stefnir var stofnað þar í ársbyrjun 1906 og er því eitt af elztu starf- andi íþróttafélögum landsins. Stefnir hefur get- ið sér góðan og maklegan orðstír, bæði innan sveitar og utan. Hann hefur verið bakhjarl nokkurra beztu framkvæmda sveitarinnar og auk þess getið sér frægðarorð víða urn land. Lengi framan af iðkaði Stefnir einkum glím- ur. Það var á þeim árum, sem glíman átti mestu brautargengi að fagna víðsvegar um land. Stefnir átti þá Guðna Albert Guðnason, glæsi- legan íþróttamann og glímukappa. Hafði hann getið sér mikið orð á Vestfjörðum. Stefnir sendi Guðna til Reykjavíkur til þess að keppa um íslandsbeltið, þá er vegur Tryggva Gunnars- sonar og Sigurjóns Péturssonar glímukónga var hvað mestur. Flutti Guðni sóma félags síns og vakti mikla eftirtekt fyrir vasklega og drengi- lega framgöngu. Lagði hann af velli kappana báða, Tryggva og Sigurjón, en hlaut meiðsl nokkur og lá fyrir smærri spámönnum. Auðn- aðist honum því eigi að flytja beltið til Súg- 102 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.