Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 47
„Aðmirállinn er nú enginn grænjaxl. Auðvitað hefur liann líka hugleitt þá hlið málsins. Heyrirðu.......“ Bóndi kemur til borgarinnar. Það heyrðist fjarlægur gnýr sprengj'uflugvéla, sem færðust óðum nær. Samstundis hvein í loftvarnaflaut- unum á eynni. Eyjan gat ekki verið langt burtu þótt í hana grillti ekki í myrkrinu. Skömmu síðar drundi í loftvarnabyssunum. „Nú fá þeir nóg annað a ð hugsa“ sagði Cain ánægð- ur. „Loftárásin er gerð um leið og búist var við hing- aðkomu okkar. Sennilega gleyma þeir okkur í ölium gauraganginum eða halda að við höfum verið skotnir niður.“ Þegar loftárásinni lauk og dagur rann lá Refsinorn- in örugglega í kafi á nokkru dýpi í grennd við eyna. Það leit út fyrir að spá kapteinsins ætlaði að rætast. Enginn virtist skeyta um þá. Auðvitað gat skeð að þýzk- ir flugmenn kæmi auga á kafbátinn um fjöru, en sú hætta var ekki ýkja mikil. Þær voru sem sé teljandi þýzku flugvélarnar sem sáust á lofti haustið 1944. „Nú leggjum við okkur. Og síðan fáum við þá dýr- legustu máltíð sem kokkurinn getur framreitt. Gangi allt vel, leggjum við af stað heimleiðis annað kvöld.“ Tíminn sniglaðist áfram. Þegar leið á daginn létti upp, og jókst þar með hættan á að kafbáturinn sæist úr lofti. En með kvöldinu tók að rigna. Kafbátsmenn lágu kyrrir í kojum sínum, matsveinninn tók að bisa við pottana, og þegar menn höfðu matast, sofnuðu allir á ný. Fyrir dögun næsta morgunn var Cain kapteinn ris- inn úr rekkju og bjó sig undir að framkvæma erfið- asta hluta verksins. Hægt og hægt sigldi Refsinornin svo hátt upp að sá í U-2J, 7 á heimleið frá Bordeaux. Olían þrotin og Ijós- tækin eyðilögð. turninn uppúr haffletinum. Hleri opnaðist, litlum gúmmíbát var skotið út, og einhver reri honum í átt til lands. Maðurinn í gúmmíbátnum var búinn eins og franskur bóndi. Þegar sól var risin þrammaði mannvera þessi á skyrtunni í átt til borgarinnar. A sjávarbotni, fast upp við ströndina, lá gúmmíbát- urinn, festur við nokkra steina. Enda þótt árla væri dags var torgið í bænum krökt af fólki. Loftárásin hafði haft sín áhrif. Þýzkur undirfor- ingi var á þönum við að hóa saman hinu útboðna hjálp- arliði til ruðningsstarfs. „Refsinornin“ lá á mararbotni og heið. „Flýttu þér“ sagði hann við Cain, og rétti honum skóflu. „Sprengja hæfði níunda virkið, og viðgerð verð- ur að fara fram í logandi hvelli. Hæ, bíddu dálítið . . . þú ert ungur og sterkur, hjálpaðu til hérna, þú getur haldið á þessum sementspoka.“ „Jawohl" sagði Cain, greip hinn þunga sekk og slóst í för með hinum verkamönnunum. Þeir litu á hann, en sögðu ekkert. Þetta voru aðallega Frakkar, og Cain gætti þess að tala ekki við þá nema hið allra nauðsyn- legasta, því svikarar gátu verið á meðal þeirra. En þeir álitu hann sýnilega vera rússneskan stríðsfanga. Virki nr. 9 lá fast við hafnarmynnið. Cain hafði augun hjá sér. I skjóli myrkursins. Kapteininn grunaði að fleiri hefðu augun hjá sér. Þýzkur undirforingi leit hvað eftir annað til hans, tor- tryggnu augnaráði. Allt í einu kom maður þessi fast að honum. Hann var sýnilega í þann véginn að leggja fyrir hann spurningu. Nú voru góð ráð dýr. Cain kærði sig ekki um að verða yfirheyrður. Hann talaði allt of vel þýzku til að geta verið franskur bóndi. Rússnesku eða serbnezku kunni hann ekki. Og yrði hann settur undir eftirlit, myndi verða örðugt að sleppa burt..........Hann lét skófluna skreppa úr hendi sér, þannig að skóflusl aft- ið slóst óþyrmilega í nakinn fótlegg hans. Hann gretti sig og hellti úr sér flaumi af frönskum blótsyrðum. Því næst neri hann á sér fótlegginn, leit á Þjóðverjann með gleiðu brosi og sagði: „Ach . . . Tut sehr weh!“ V í K I N □ U R 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.