Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 59
við vorum að leita að. Ég lét flytja vopnin upp á þilfar
og skipta þeim milli hásetanna. Sólin brenndi allt og
bakaði alveg eins og hún hefir gert í dag. Við fengum
okkur glas af groggi, og brátt komumst við svo nærri
skipsskrokknum, að við gátum greint allt þar utan-
borðs og ofan þilja með berum augum. Jú, þetta var
skipið, sem við leituðum að, en nú skuluð þérbara heyra,
hvernig það leit út. Það lá djúpt í sjó og flaut auðsjá-
anlega aðeins á timburfarminum. Allt ofan þilja var
brotið og bramiað, og sjórinn skolaði stöðugt yfir fram-
þiljurnar. Skuturinn reis hátt úr sjó, en stefnið mar-
aði í kafi. Brandauki og brandaukastoð voru brotin
burt. Annað akkerið hékk enn þá undir vindubjálkan-
um, en hitt var horfið. Framsiglan var brotin eina eða
tvær álnir fyrir ofan þiljur, og aliur framsiglureiðinn
liékk í bendu út af reiðastéttinni á bakborða, þar sem
aktaumar og stög höfðu krækzt föst. Hræið af skips-
hundinum var flækt í reiðaþvælunni. Við sigldum fram
með hliðinni á flakinu. Þar sást hvorki maður né mús.
Ollu lauslegu var sópað burt af þljunum. Mér þótti lík-
legast, að hvirfilbylur hefði sópað þilfarið í einum svip,
og þá auðvitað tekið skipsbátana með. En hvar var
skipshöfnin? Vara gat talizt líklegt, að hana hefði alla
tekið út. Stórsiglan stóð enn þá óbrotin. Á milli reiða-
staganna, miðja vegu frá þilfari að siglutoppi, hafði
verið útbúinn einhver kynlegur poki úr seglum. Enn
hærra uppi í siglunni hafði verið komið fyrir rám. Á
þessum rám héngu ýmsar flíkur, svo sem frakkar og
skyrtur, einnig skjólur og skaftpottar og smápokar, sem
vafalaust höfðu haft að geyma skipskex á sínum tíma.
Við gátum ekki séð ofan í seglpokann, sem útbúinn
hafði verið þarna í reiðanum, en utan á honum sást
glöggt að eitthvað var niðri í honum.
Þér meg'ið trúa því, að þetta- var óhugnaðarfull sjón.
Enginn okkar mælti orð, en allir ólum við sama grun
í brjósti. Um leið og við sigldum fram hjá skipsskrokkn-
um sló vindurinn andstyggilegum óþef fyrir vit okkar.
„Þetta er siglandi líkkistá', hrópaði pilturinn, sem stóð
við hlið mína, og um leið lagði hann byssuna að vang-
anum og spurði hvort við ættum ekki að sjá hvað væri
í pokanum. Ég kinkaði kolli, svo miðaði hann byssunni
og hleypti af. Um leið og skotið reið, slitnaði fúinn
seglpokinn niður úr reiðanum, og einn, tveir, þrír, fjór-
ir líkamar féllu niður á þilfarið. Þrátt fyrir það að
líkin voru orðin mjög skemmd, þekktum við samt
glöggt vöxt Svarta skógarmannsins á einu þeirra.
Við höfðum séð nóg. Manngarmarnir höfðu ekki get-
að yfirgefið skipið, og þau matvæli, sem þeim hafði
tekizt að bjarga með sér upp í reiðann, höfðu brátt
gengið til þurrðar. Skógarmaðuiúnn hafði máske ekki
átt annað skilið en að svelta þannig í hel, en það var
illa farið með hina vesalings mennina, sem i rauninni
voi'u heiðarlegir piltar.
Ég get fullyrt, að enginn á skipi okkar mun hafa
gleymt þessari sjón. Margar sögur hafa verið sagðar
um þessa siglandi líkkistu, og áðan, þegar ég kom auga
á svörtu skútuna, flugu mér í hug þessi f.iögur rotn-
andi lik, og það er sjón, sem ég vil ógjarna sjá aftur.
— Gættu að skautinu herra, nú fer að gola.“
★
Gjöf til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, afhent
Þorgr. Sigurðssyni. Afmælisgjöf til l’. S., 100 krónur.
IlR VÉLARÚMIIMU
Vonbrigbi vélstjóranna
í skólamálinu
Þegar Vélstjórafélag íslands með atbeina iðnaðar-
manna og Ásgeirs Ásgeirssonar alþ.m., fékk samþykkt
á alþingi 1930 lög um aukningu vélskólans (rafm.deild),
var það nýr áfangi að settu marki. En markmið Vél-
stjórafélagsins var að fá vélfræðikennsluna sem fyrst
sameinaða á einn stað. Að húsakostur vélskólans yrði
bættur, og kennslutæki og kennslukraftar aukið eins
fljótt og efni stæðu til. En þó rafmagnsdeildin tæki til
starfa og bætti mikið úr brýnni þörf, var húsnæði vél-
skólans og áhaldakostur jafn lítilfjörlegt fyrir því, og'
frá hærri stöðum örlaði ekki á miklum umbótaáhuga
á þessum efnum frekar en áður. Það var því ekki ann-
að fyrir hendi þá, en að starfandi vélstjórar með að-
stoð skólastjóra, reyndu einnig að vekja áhuga löggjaf-
anna og almennings fyrir nauðsyn nýs skólahúss. Það
var um skeið mikið bollalagt um nýtt hús fyrir vél-
skólann, einnig um viðbyggingu við stýrimannaskólann
gamla o. fl. En fátækt ríkissjóðs fyrir stríðið var ekki
uppörfandi um áform til nýsköpunar, og útgjöld til
aukinnar vélmenningar þóttu löngum' næsta óþörf í
okkar sögufræga landi. Jafnvel orðið vélamenning á
yfirleitt ekki upp á pallboi'ðið hjá okkur, og virðist
sitja eins og „draugur" í hliðinu fyrir réttum skiln-
ingi og nauðsynlegum umbótakröfum um þetta mál. En
vélskólinn varð að fá bætt húsnæði. Stýrimannaskóla-
húsið var orðið lélegt og skóli loftskeytamanna átti
engan samastað. Sannaðist hé hið fornkveðna, að
neyðin kennir naktri konu að spinna. Hugmyndin varð
til um samskóla fyrir þessar greinar sjómannastéttar-
innar og jafnvel fleiri. Farmannasambandið tók svo
málið upp á þessum grundvelli eins og kunnugt er.
Vaxandi fjármagn í landinu gerði fulltrúa sjómanna
mjög stórhuga. Þeir stefndu hátt í öllum tillögum sín-
um og óskum á hendur fjárveitingavaldinu og' ríkis-
stjórn. Þeir töldu það fullkomlega maklegt og eigi síð-
ur hyggilegt, að skólum þessarar stéttai' yrði búin góð
starfskilyrði. Þetta er undirstaðan að því, að sjómanna-
skólinn er svo stórt og veglegt hús sem raun er á.
En að því er vélfræðikennsluna snertir og aðbúð vél-
skólans, má segja að „ekki er sopið kálið þó í ausuna
sé komið.“
Vélskólinn fékk tvo fulltrúa af sjö í skólanefnd.
Lagði nefndin í veigamiklum atriðum línurnar um hús-
bygginguna, og hefir með verkfi'æðingunum veiið íáðu-
nautur ríkisstjórnarinnar um framkvæmd verksins og
er það enn. Fulltrúum vélskólans var hugleikið að hægt
yrði að sameina vélfræðikennsluna í nýja húsinu sem
fyrst. Það var ckki eftir neinu að bíða með það, að
flytja námskeið Fiskifélagsins þangað, þau myndu
V I K I N G U R
123