Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Síða 10
Línurit frá mótorum (diagram) Þriðja grein. Það er rétt að minnast þess, að línuritin eru mjög mismunandi og ólík að útliti eftir því hver mótor- gerðin er. 22. mynd sýnir línurit frá tvígengis mótor, mestur hluti þess er eðlilegur, en útþensiulínan sýnir, að rétt áður en útblásturinn byrjar, feilur þrýstingurinn i strokknum snögglega. Þetta er þó enginn galli. Línu- ritið er tekið af Sulzer -mótornum, sem sýndur er á 23. mynd. Þegar bullan er á niður leið, opnar hún fyrst fyrir efri skolloftsgöngin, en þar sem einstefnu- lokarnir eru lokaðir, fellur þrýstingurinn snögglega, aðins lítið eitt, og útþenslan heldur svo áfram með eðlilegum hætti. Dálítið seinna opnast útblástursgöngin og þrýstingurinn í strokknum fellur, þegar hann er fallinn dálítið niður fyrir skolloftsþrýstinginn, opnast einstefnulokarnir og skolloftið streymir inn í strokkinn gegnum efri og neðri opin. Þegar bullan er á uppleið, eftir að útblásturinn er hættur, heldur skoiloftið áfram að streyma inn í strokkinn, gegnum efri einstefnulokann og eykst loftmagnið í strokknum við það. JOjit*- r fláfc Önnur mótortegund, Doxford, hefur þjöppunarþrýst- ing um 20 ato ag brunaþrýsting um 40 ato, af þessum mótor er auðvita sérstætt línurit. Þriðja mótortegundin, Nordberg, vinnur með þrýsti- hleðslu. Þegar bullan er í hámarki, sog og útblásturs- lokar báðir opnir er strokkurinn skolaður með hreinu lofti sem hefur 1,7 ato þrýsting. Þegar sveifarásinn hefur snúist 120° lokast soglokinn og loftið þenst út þar til þrýstingurinn er falinn niður í 1,3 ato. Þessi mótorgerð hefur einnig mjög sérstætt línurit. Þjöpp- unarínan er „polytrop" þ. e. bjúglína, sem myndast samkvæmt jöfnunni: Pi Vj >i = p„ • Vo » n hefur mismunandi gildi, sem fer eftir innihaldi og hita loftsins. Ef n=k, er þjöppunin (eða útþenslan) „adiabatisk" þ. e. loftið er hvorki hitað né kælt, meðan þjöppunin eða útþenslan stendur yfir. Línurnar þrjár á 24. mynd sýna hvernig k breytist við mismunandi hitastig. Efsta línan er fyrir andrúmsloftið, en sú neðsta fyrir reyk frá fullkominni oliubrennslu og loftmagnið er hvorki of mikið né of lítið þegar brennslan fer fram, aukaloftsstuðullinn \ (landa) = 1. K Samsetning olíunnar hefur einnig áhrif á innihald reyksins, því innihald reyksins er næstum alltaf eins við fullkomna brennslu af hvaða olíutegund sem er. Línan í miðjunni hefur \ — 2 • \ er hægt að finna við efnarannsókn á reyknum og er oftast dálítið minni en 2 við fullt álag mótorsins, gildið á k verður að áætla af línuritinu. 25. mynd sýnir „koordinatsystem" (hnitakerfi), þrýstingurinn p er „ordinat“ (lóðhnit) og rúmtakið v er „absibsse“ (láhnit), teiknaðar eru fjórar línur, sam- kvæmt jöfnunni: 146 VÍKINGUH

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.