Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 34
Bjarni Hávarðarson, skipstjóri Bjarni ungur sigldi á sjó, sárnuðu lófar, týndist ró. Aldrei kvarta kunni þó, hvað sem inni-fyrir bjó. Hann lærði að róa, binda bönd, bát að stýra, forðast grönd. Um stýrið hélt hann styrkri hönd, þó styndi reiði og seglin þönd. Þó bylgjan risi himinhá, hann hristi skalla, grönum brá. Oft um nætur úti lá, því út á hafið stefndi þrá. Við Ægi karlinn kunni sláit, og hvergi honum veiði brást. Á úthafinu undi skárst, við ægistorminn vildi fást. Við Bakkus konung bræðralag hann batt, á stundum, nótt og day. Um síðir komst á sinnið lag, þá séð var strax um allra hag, Og enn fer Bjarni út á sjó, því enn er þor og kappiö nóg, og altaf verður hann afla-kló, unz æfiknór í setur hró. Nú er hann kominn á elli-dr, og ekki hræðist bylgju fár. Hetjan enn við stýri stár, þó slitni þrek og gráni hár. Heill þér, aldni hafsins kappi, heill þér bæði l vöku og blund. Þó á þig herji ægir krappi, aldrei happ þér sleppi úr mund. Gæfu-sól á kinn þér klappi, hvar sem ferð um ránar-grund. Hetjan slynga, hátt skal reisa, heiðursmerki, fram við sjó. Þegar léstu gamminn geisa, yamanið af stundum dró. Fána skal við húna heysa, heim er siglir þú í ró. Helgi frá Súðavík Friður hópur. Frá Vestmannaeyjum 170 VÍKINBUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.