Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 55
Botnvörpungurmn Lammermuir Verið er að ljúka við smíði á nýjum togara hjá John Lewis & Son, Ltd., skipasmíðastöð í Hull. Þessi nýsmíði er mjög eftirtektarverð fyrir það m. a., að aðalvél togar- ans er af nýrri gerð, sem ekki hefur verið notuð í togara fyrr. Hún er smíðuð af William Doxford & Sons, í Sunderland Aðalmál skipsins eru: Lengd bp. 185 fet Breidd 32 — Dýpt 16 — 9 þuml. , Rými 1400 tonn Aðalvél 1100 vinnuhestöfl Meðalhraði 13 sjómílur Togvindan er af Robertson gerð, knúin af Hyland vökvadrifi. Akkerisvinda er einnig vökvadrifin. Aðal- vélin er, sem fyrr segir, smíðuð af Doxford og er ein sú minnsta, sem Doxford hefur smíðað. Vélin er þriggja strokka tvígengisvél, með mótstæðum stimplum. Strokk- vídd er 440 mm. og slaglengd á efri stimpli 820 mm., slaglengd á neðri stimpli 620 mm., eða 1440 mm. samtals. Orka vélarinnar er 1100 v. h. ö. með 145 s. á mín. Hún er af venjulegri Doxford gerð í smækkaðri mynd, olíueyðsla hennar er 0,37—0,38 lbs. á hestafístímann. Þyngd hennar er, með stigum, pöllum, pípum og öðru, 85 tonn eða 172 lbs. á hvert virkt hestafl. Lengdin er 20 fet 914 þuml., hæðin 21 fet 3 þuml. og breidd í gólf- hæð 8 fet og 11% þuml. í reynslukeyrslu kom í ljós, að vélin gekk reglulega og óaðfinnanlega með regluleguei sprengingum á svo lágum snúningshraða sem 36 s. á mín. — þrjátíu og sex snúningum á mínútu. Rafmagn er framleitt af 250 kw. 110 volta McLaren Diesel ljósavélum, snúningshraði' 750 s. á mín. Eru þessar ljósavélar á sérstökum palli, ofarlega aftast í vélarúminu. Dælur eru m. a. ein 30 tonna „General ser- vice‘^ Drysdale dæla, 2 stk. 10 tonna Slothert og Pilt smurolíudæla og 2 stk. 65 tonna sjódælur. Einnig er 30 tonna Drysdale lensidæla. í vélarúminu er einnigj Cochrane-ketill, hitaflötur 140 ferfet og sjóeimari, sem eimar 1000 gallon af vatni á dag. (Aðalvél er kæld með eimuðu vatni).: Skipstjóri og aðrir yfirmenn búa miðskips, en aðrir skipsmenn afturí, ofan og neðan þilja.fEngar íbúðir eru frammí, en í þess stað koma fiskimjölsvélar og neta- geymsla. Skipið hefur brennsluolíuforða til 40 daga og stærð fiskilestarinnar er 18000 rúmfet. Kælitækjum með sjálf- virkum; hitastilli er komið fyrir á lestarloftinu, milli þil- farsbitanna. Togvindudrifið samanstendur af 3 aðalhlutum, þ. e. 8 strokka Hyland vökvahreyfli, 32 strokka vökvadælu ogjhraða- og skiptitæki. Orka dælunnar er 243 vinnu h. ö. og snúningshr. 600 á mín. Snúningshraði mótorsins er sem hér segir, með áttföldu skiptitæki: 31,25 snún. á mín. 62,50 — - — 93,75 — - — 125,00 — - — 165,25 — - — 187,50 — - — 218,75 — - — 250,00 — - — Lengd vökvadælunnar er 6 fet, 8% þuml. Breidd hennar er 3 fet 314 þumlj Lengd vökvahreyfilsins er 4 fet 7% þuml. Breidd hans er 4 fet, 914 þuml. Skipið er smíðað í fyrsta flokki Lloyds, fyrir mótor- togara. Því var hleypt af stokkunum 22. okt. sl. í skipa- smíðastöð John Lewis & Sons oj^ dregið þaðan til Sund- erland, vegna niðursetningar á vélinni. Nafn þess er „Lammermuir". V I K I N G L) R 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.