Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Side 34
Það er vítavert gáleysi að liafa eigur sínar óvátryggðar. Brunadeild - Eimskip 3. hæð Sími 1700. Ég hefi nú rætt við ykkur um ýmislegt, sem mætir ykkur, þegar komið er út á sjóinn, og hvernig þið eigið að bregðast við því. Ég hefi einnig bent á nokkur kenniheiti, sem munu verða á leið sjómannsins. Við þessi kenniheiti skal numið staðar og litið í eigin barm, og at- hugað, hvort sjómaðurinn hafi verið trúr þeirri stefnu, sem hann setti sér í upphafi, og ef svo er, þá er öruggt að halda áfram til næsta áfanga og að leiðarenda. Það mun alltaf reynast affarsælast að halda sig í námunda við veruleikann og færa sér í nyt þá menntun, sem menn kunna að hafa hlotið og „offra“ henni það verðugu sæti í hugskoti inu, að henni verði ekki þaðan burtu kippt, heldur sé alltaf við hendina þegar á þarf að halda. Enginn skyldi láta sig henda það sama og manninn, sem var að fara frá bryggju á Oddeyri. (Það skal tekið fram, að hann var ekki íslendingur). Hann þurfti að gefa merki, þegar hann „bakkaði" frá, og ætlaði að flauta 3 stutt, en þau urðu óvart 4, og sá hann þá mistök sín og sagði: Þetta var nú víst einu of mikið, ég dreg bara eitt frá, og flautaði það fimmta. Góðir áheyrendur. Við erum öll í stórri skuld við fósturjörðina fyrir allt það, sem hún hefur veitt okkur frá blautu barnsbeini. Nú krefst hún endurgjalds, sem ég veit að allir eru fúsir að inna af hendi. Enginn getur lyppast niður undir skyldustörfunum, svo að minning hans fjúki í burtu með vetrarmjöllinni í gleymsk- unnar djúp, nei, þið ætlið „að standa eins og foldgnátt fjall, í frerum alla stund, hve mörg, sem á því skrugga skall, sú skyldi karlmanns lund“, svo að nöfn ykkar verði greypt á spjöld sög- unnar sem dugmikilla og framsækinna braut- ryðjenda á sviði fjárhags- og menningarmála þjóðarinnar, bæði í orði og á borði, manna, sem alltaf hafa hugfast, að: Guð í hjarta, guð í stafni, gefur fararheill. 316 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.