Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Síða 35
BAGA EFTIR FRANCD IS CGPPÉE Ungi greifinn af Hardimont hafði nýlokið að snæða miðdegisverð í Aix-les-Bains, þar sem hann var staddur, þegar hann las í blöðunum um hrakfarirnar við Reichshoffen, einn af fyrstu sigrum Prússa í fransk-prússneska stríðinu. Hann tæmdi vínglasið sitt, lagði frá sér pentu- dúkinn á veitingahúsborðið, gaf þjóni sínum skipun um að pakka niður farangrinum, náði í Parísarhraðlestina tveimur stundum síðar og flýtti sér til nýliðaskráningarstöðvar. Þannig stóð á því, að Henri de Hardimont, liðsmaður í þriðju sveit annarar herdeildar, gegndi varðstöðu dag einn, snemma í nóvember, þegar sveit hans var stödd framan við Bicetre- virkið, Þetta var drungalegur staður, meðfram veg- inum stóðu nakin tré, allstaðar var aur og djúp hjólför. Við vegarbrúnina stóð yfirgefin krá, og þar höfðust nokkrir hermenn við nú. Þarna hafði verið barizt fyrir nokkrum dög- um. Nokkur af ungu trjánum höfðu brotnað í tvennt af skothríðinni og á sérhverjum stofni gat að líta kúlnaför. Húsið var sérstaklega ó- hugnanlegt, sprengja hafði eyðilagt þakið og rauðir veggirnir litu út eins og þeir hefðu verið þvegnir upp úr blóði. Yfir öllu grúfði drunga- legur vetrarhiminn, kafinn þungum, hraðfara skýjum — lágur, dimmur og illilegur himinn. Úngi greifinn stóð úti fyrir krárdyrunum með riffilinn um öxl, húfuna niður í augum og dofnar hendurnar í buxnavösunum. Hann skalf í sauðskinnsúlpunni og hugsanir hans voru allt annað en bjartar, þegar hann horfði til hæð- ardraganna, sem hurfu í þokumistri, þaðan, sem stöðugt gusu upp hvítir reykjarmekkir, fylgt af sprengjudunum: Kruppfallbyssurnar. Hann var svangur. Hann kraup á annað hnéð og tók upp úr mal sínum, sem lá hjá honum, sneið af brauðskammtinum sínum. Hann beit í brauðið og tuggði hægt. En eftir fáeina munnbita var hann búinn að fá nóg; brauðið var hart og súrt á bragðið. Hann hugsaði með beiskju, að hann myndi ekki fá ferskt bi'auð fyrr en því yrði útdeilt daginn eftir, svo fremi nokkuð yrði úr því. Hermennsk- an var ekkert sældarlíf, og hann minntist þess, sem hann kallaði „heilsuárbít“, sem hann var vanur að borða á morgnana eftir sérlega íburð- armikla kvöldverði. Þá sat hann við gluggann í Café Anglais og pantaði næstum ekkert — nú, máske einn bita af rifjasteik og nokkur pönnuegg með aspargus. Vínþjónninn vissi hvað honum kom og færði honum, og opnaði flösku af gömlu rauðvíni. Ó, þetta voru góðir tímar, og hann myndi aldrei venjast þessu hræðilega brauði! Og í andartaks óþolinmæði fleygði ungi mað- urinn afganginum af brauðinu í forina. I sama vetfangi kom hermaður út úr kránni, laut niður og tók upp brauðið, þurrkaði af því á ermi sinni og tók síðan að eta það græðgis- lega. Henri de Hardimont skammaðist sín fyrir það, sem hann hafði gert og horfði með samúð á vesalings manninn seðja hungur sitt. Hann var stór náungi, fremur luralegur, augun voru eins og í manni með hitasótt og skeggið benti til, að hann væri nýkominn úr sjúkralegu. Hann var svo magur, að herðablöðin stóðu út í slitna úlpuna. „Þú hlýtur að vera fjandi svangur“, sagði greifinn, og gekk til hans. „Lítur út fyrir það, finnst þér ekki?“ svar- aði hann með fullan munninn. „Fyrirgefðu — ef ég hefði vitað, að þú vildir það, hefði ég ekki fleygt því“. „Enginn skaði skeður“, sagði hinn, „ég er ekki svo kræsinn". „Það er sama“, sagði greifinn. „Eg átti ekki að fleygja brauðinu, og ég sé eftir að gera það. En þú mátt ekki fara burt með slæmt álit á mér — ég á dálítið af gömlu brennivíni í flösku og við skulum fá okkur sopa saman“. Maðurinn var búinn með brauðið. Hann og gi’eifinn fengu sér báðir nokkra sopa úr flösk- unni og vináttan var innsigluð. „Hvað heitir þú?“ spurði hermaðurinn. VÍ KIN □ U R 317

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.