Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Qupperneq 45
Þegar Þormóður rammi fórst Skýrsla formanns björgunarsveitarinnar. Sunnudaginn 26. nóvember 1950, rétt fyrir kl. 13, var ég staddur hjá Þórhalli Björnssyni einum af út- gerðarmönnum m.b. „Nóa“, og sagði hann mér að hann væri á sjó og einhverjir fleiri bátar. Sjór var þá orðinn mikill og veður ískyggilegt. Hringdi ég því til Þórarins Dúasonar, formanns slysavarnadeildarinnar á Siglu- firði til að spyrja hann, hvort hann hefði kynnt sér hve margir bátar væru á sjó. Þórarinn lá veikur og bað mig að kynna mér þetta. Fór ég þá samstundis að athuga þetta, og kom þá í ljós, að róið hefðu um nóttina 3 mótorbátar og 3 trillubátar. Hringdi ég þá í talstöðina og bað hana að kalla í mótor- bátana og biðja þá að líta eftir trillunum. Voru gerðar margar tilraunir til að ná sambandi við bátana, en þeir svöruðu ekki. Um kl. 13,20 kom fyrsta trillan og um sama leyti fyrsti mótorbátur. Hafði ég þá tal af þeim, og tjáðu þeir mér að sjór væri að verða ófær trillum og mikill stormur. Fór ég þá á símstöðina og hringdi í skipstjórann á m.s. „Sigurði", og spurði hvort hann væri fáanlegur til að fara að leita að trillunum tveim, sem vantaði, og var hann fús til þess. Einnig náði ég tali af skipstjóranum á m. b. „Særúnu“, og bað hann þess sama og gaf hann mér sömu svör. í þennan mund var „Nói“ að koma að landi. Fór ég því og hafði tal af skipstjóranum og sagðist hann ekkert hafa orðið var við trillurnar, en kvaðst hafa séð m. b. „Þormóð“, þegar hann var að leggja af stað til lands. Hafði hann þá verið að draga lóðiiía. Rétt í þessu kom önnur trillan og lét illa af veðrinu, sem vonlegt var, enda þótti það ganga kraftaverki næst, að þessu litla horni skyldi takast að ná Siglufirði í slíku veðri. Ekkert hafði enn frétzt af hinni trillunni. Hringdi ég þá á Haganesvík, ef ske kynni, að hún hefði hleypt undan veðrinu, og freistað að taka land þar. Reyndist það rétt, því að trillan var þá á sveimi úti á víkinni og voru menn í landi reiðubúnir að taka á móti henni. Gekk landtakan að óskum. Bátarnir, sem beðnir höfðu verið að leita, voru nú stöðvaðir, og ekkert hafst að um sinn, þar sem m.b. „Þormóður" var eigi talinn í hættu og tæplega sá tími kominn, að hann væri væntanlegur að landi. Þetta var um kl. 15. Kom ég nú við á talstöðinni og dvaldist þar æði lengi, vegna þess að alltaf var verið að kalla á „Þormóð“ öðru hvoru, en hann svaraði aldrei. Fór ég þá heim, en er báturinn var ekki kominn kl. 17 og ekkert til hans spurzt, hringdi ég í vitavörðinn á Sauðanesi, Jón Helgason, og sagði honum að við værum farnir að óttast um „Þormóð". Spurði ég Jón hvort hann héldi, að þeir hefðu tekið fjörðinn. Taldi hann það vafasamt, að vitaljóst væri. Bað ég hann þá að gá að, hvort hann sæi nokkurs staðar ljós og láta mig vita. Rétt í því að ég var að kveðja, bað hann mig að bíða, því að Sveinn sonur sinn væri að koma hlaup- andi neðan úr vita. Hann kom með þær fréttir, að hann sæi ljós á bát, sem væri rétt að 'segja kominn upp í brotið fram af Sauðanestánni. Spurði ég hann, hvort hann teldi það líklegt, að báturinn væri með vél í gangi, og taldi hann það útilokað, því að bátinn hrekti óðfluga að brotinu. Við slitum nú samtalinu og fór ég strax að kalla saman björgunarsveitina, og gekk það mjög greiðlega. Sagði ég að þeir yrðu að vera mættir í björgunarskýlinu innan hálftíma. Kl. 17,30 voru flestir mættir í skýlinu og var þá strax hafizt handa um að útbúa byrðarnar. er sumar hverjar voru allþungar. Þegar þessu var lokið og byrðarnar komnar á hvern og einn var kl. um 17,50. Vegna þess hvað veður var ískyggilegt hafði ég feugið Sigurð Jakobsson, fyrrum bónda á Dalbæ, til að vera leiðsögumann sveiarinnar vestur yfir fjöllin. Brást hann skjótt og vel við, og var kominn í björgunarskýlið í tæka tíð. Var nú allt tilbúið til fararinnar. í sveitinni voru þessir menn: Sigurður Jakobsson, sem var leið- sögumaður eins og áður segir, Þórir Konráðsson, Erlendu Stefánsson, Sigurgeir Þórðarson, Stefán Guð- mundsson, Jón Sveinsson, Bragi Magnússon, Alfreð Jónsson, Ásgrímur Stefánsson, Haraldur Pálsson, Oddur Oddsson, Sigtryggur Flóventsson, Jóhann Sigurðsson, Þormóður Stefánsson og undirritaður. Var nú lagt af stað í bíl frá skýlinu fram á Hafnar- hæð. Veðurhæðin var um 8 vindstig, mikil snjólcoma en lítið frost. Þegar við fórum úr bílnum var kl. 18,05. Var nú haldið á brattann, Sigurður fyrstur og svo hver af öðrum í slóð hans upp svokallaðan Strengshrygg. Það er melhryggur, sem liggur frá Hafnarhæð og upp undir Fífladalsbrún. Leið þessa valdi Sigurður með það fyrir augum að losna við mestu ófærðina vestur yfir fjöllin, en þessi leið er nokkru lengri en önnur, sem farin er í góðri færð. Af hrygg þessum hafði skafið vegna hvassveðurs, en þar gætti hins vegar nokkurrar klakastorku og hálku. Þegar við vorum komnir í um það bil 1000 feta hæð var komin iðulaus hríð, hörkufrost og veðurhæðin um 10 vindstig. Upp er samt haldið hægt og sígandi og skriðið á köflum þegar mestu hryðjumar gengu yfir. Ég get ekki annað en rómað stillingu mannanna og æðruleysi á leiðinni yfir f jöllin í roki, hríð og náttmyrkri. Það sást ekki handa skil, en enginn mælti æðruorð, en það þakka ég mest þvi, að allir treystu leiðsögn Sigurðar VIKINEUR 327

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.