Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 1
SJÓHf AIMIMABLAÐIÐ UÍKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XVI. árg. 4. tbl. Reykjavík, apríl 1954 Björgunarskip Norðurlands Starf Slysavarnafélags íslands þann röska aldarfjóröung, sem li'Sinn er frá stofnun þess, hefur orSið okkur Islendingum og öllum sjófarendum hér viö land til ómetanlegrar blessunar. Eftir því sem tímar liöu fram og félaginu óx fiskur um hrygg, ják þaö starfsemi sína. Þar hefur aldrei orðiS lát á. En þó aS félagiö hafi þegar mörgu til leíSar komi'S, er sízt skortur á nýjum verk- efnum á þessu svifii. Eitt stœrsta framkvæmdamáliS, sem félagió hefur undirbúiS síSustu árin, er að láta smíSa stórt og gott björgunarskip fyrir NorSurland. Allmórg undanfarin ár hafa slysa- varnasveitirnar á NorSurlandi safnafi fé til byggingar björgunarskips. Hefur þeim orðtð vel ágengt og eiga nú í björgunarskútusjóSi nálœgt 1 milljón króna. Undirbúningurinn hefur einkum hvílt á herSum 9 manna nefndar, sem kjörin er af slysavarnadeildunum á NorSurlandi. Nú er mál þetta komiS á öruggan rekspöl. Um þaS hefur veriS samifi, að landhelgisgœzlan sjái um smítH bjórgunarskipsins og rekstur þess, en slysavarnadeildir á Nor'Surlandi leggja fram 1 milljón kr. til byggingarinnar. Landhelgisgœzlan leggur fram þaö, sem á vantar, enda er svo til œtlazt, að björgunarskipiö stundi jafnframt landhelgisgœzlu. Hinn 8. maí voru undirritaöir samningar milli' stálsmiöjunnar í Reykjavík og Landhelgisgœzl- unnar um smíöi björgunarskipsins. Er þar meS tryggt, að skipiö veröur smíöaö hér á landi. Hefur Hjálmar BárSarson, verkfrœöingur Slálsmiöjunnar, teiknaö skipiö. Er þetta anndS stal- skipiS, sem smíSaS verSur hér á landi. HiS fyrsta var dráttarbátur Reykjavíkurhafnar, sem nú er í smíSum hjá StálsmiSjunni. Björgunarskip NorSurlands verSur rösk 200 tonn aS stœrS, lengd 36,53 metrai', breidd 7 m. og dýpt af aSalþilfari 3,2 m. StálsmiSjan mun sjá um smíSi bols og yfirbyggingar, en Lands- smiSjan annast niSursetningu véla. Vinna viS skipiS verSur hafin þegar á þessu vori. Þess er aS vœnta, aS smíSi skips þessa geti gengiS greiSlega, svo aS NorSlendingar sjái sem fyrst rœtast draum sinn um fullkomiS björgunarskip. Þess er hin mesta þörf, fyrst og fremst til björgunar- og eftirlitsstarfa, en einnig meS tilliti til landhelgisgœzlunnar. MeS byggingu stálskipa hér á landi er hafin merkileg starfsemi, sem vœnta má aS megi dafna. Er þaS í senn hagsmuna- og metnaSarmál fyrir okkur íslendinga, aS viS verSum sem fyrst fœrir um aS smíSa sjálfir sem flest þeirra skipa, er viS þurfum aS eignast til viShalds og aukningar flotanum. VerSur aS stefna aS því, aS hér megi þegar á nœstu árum hefja togarasmíSar. Hin nauSsynlegustu skilyrSi þess eru þegar fyrir hendi, þar sem dugandi og vel menntir fagmenn eru til aS inna störfin af höndum. VÍKIN □ U R 95

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.