Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 30
bréfið hefði úr því ekkert gildi á Mön, Lálandi eða Falstri, og Jótlandsbréfið ekkert gildi haft á Sámsey, Fjóni, Langalandi eða Schleswig Mundi Gizur dæma svo, að þar sem konungur nefni aðeins alla menn í þess- um höfuðlöndum, er gáfu þjóðfélaginu stimpilinn, sé það sönnun fyrir því, að þessi höfuðlönd hafi engar hjá- lendur eða nýlendur átt. Við skulum vona, að við nán- ari yfirvegun muni Gizur skipta um skoðun, og því látum við þetta skraf niður falla. í 3. kap. í Konungs þegsk. rekst Gizur enn á einn ásleytingarsteininn. Þar stendur: „Ef útlendir menn vanvirða menn eða skemma eða frændkonur manna, ok ef sá er fyrir vanvirðu verðr ok með hverjum hætti sem landsmenn eigu sitt at krefja af útlendum mönnum . .. “. „Eðlilegasti skilningur þessa ákvæðis", segir Gizur, „er sá, að allir, sem heimili eiga erlendis, teljist útlend- ingar“. Segir Gizur, að „önnur ákvæði Jónsbókar styðji þenna skilning!" Sá skilningur er ekki til í Jónsbók, og í engum forngermönskum lögum. Það leikur aldrei efi á því í fornum lögum, hver sé útlendur og hver inn- lendur. Útlendur er sá, sem ekki er í lögunum, en inn- lendur er sá, sem er í lögunum. Búsetan kemur ,ekki til greina í þessu sambandi. Og mannlegt eðli mun gefa hugboð um það, að svona lagaákvæði hafi ekki verið með öllu óþarft á Grænlandi fremur en á íslandi. Torvelt virðist einnig að komast í skilning á því, að þessi orð í 17. kap. í Kvennag. mæli gegn því, að Grænland hafi verið í várum lögum: „Nú andaz ut- lenzkrmaðr hér af Nóregs konungs ríki, þá skal þann arf taka hér til brottflutnings ... “. Á Grænlandi var íslenzkur maður, en á íslandi grænlenzkur maður inn- lendur maður af Noregskonungs ríki. Ákvæðið tekur því ekki til þeirra. „Svá skal ok fara um arf sænskra manna ok danskra, ef þeir andaz hér. En af öllum tungum öðrum en danskri tungu skal engi maðr at frændsemi taka arf hér, nema... “. Hér eru íslend- ingar á íslandi og Grænlandi settir í mótsetning við alla aðra menn. Er „hér“ vísar til yfirráðasvæðis í Jónsbók, vísar það ætíð til alls gildissvæðis Jónsbókar, þ. e. íslands ofj alls hins vestræna svæðis. í Jónsbók merkir það aldrei ísland eitt eða Alþingi eins og ein- stöku sinnum í Grágás. Svo hnýtur Gizur um þessi lög í 28. kap. í Kvennag.: „Ef sá maðr á barn umaga frilluborinn út hér, er hann er norrænn eða hjaltlenzkr eða orkneyskr eða færeyskr, ok hvaðan sem hann er ór Noregs konungs veldi... þá skal rita í þann kaupstað, er sá maðr sigdi af er barn á, ok skal sýslumaðr eða gjaldkeri ok ráðsmenn í þeim kaupstað . . . “. „Út hér“ merkir hér eins og alls staðar nnars staðar í Jónsbók allt gildissvæði hennar, allt af og land vestan miðhafslínunnar við Noreg. Vestan þeirrar línu voru engir kaupstaðir, engir ráðsmenn eða gjaldkerar (bæjarfógetar) og engin fylki, eins og stend- ur í frumheimild laganna í Grágás. Skýrist textinn við samanburð við frumheimildina í Grágás, því ekki var Grænland þá hluti úr Noregskonungs veldi, og ekki náðu lög vor skemmra í vestur 1281 en í tíð Grágásar. Gizur fullyrðir, að á þessum stað í Jónsbók séu „allir menn úr Noregskonungs veldi, sem ekki eiga heimili hér, settir á andstöðu við menn búsetta hér“. En þarna er alls ekki um búsetu að ræða, heldur þjóðerni, þótt rita eigi til þess staðar, er þeir sigldu frá. Væri faðirinn „vár landi“, Grænlendingur eða íslendingur, átti alls ekki að hafa þessa málsmeðferð, heldur sækja manninn að lögum innanlands. Þá telur Gizur kap. 18 í Kvennag. andstæðan því, að Grænland hafi verið í vorum lögum. Textinn er svona: „Ef várr landi vill fara af landi á brott, þá skal hann fá umboðsmann til allra mála sinna svara ok sækja, ok svá at varðveita fé sína, því er hann á hér eptir... Nú andaz várr landi utan lands, hvar sem þat er, þá skal sá maðr taka þat fé, er þar er honum skyldastr þeira er útferð eigu. Nú er eigi frændi til, þá skal taka til úthafnar mötunautr hans sá er út ætli... ok hafi fyrir starf sitt, þá er hann kemr út. .. “. Fyrirsögn kapitulans er: „Ef várr landi andaz utan lands". Land merkis hér gildissvæði Jónsbókar allt, og „hér“ er sömu merkingar. Orðin „hér“ og „utan lands hvar sem það er“ tekur samanlagt yfir öll lönd. En stefnan frá öllurn löndum, livar sem það er, til gildissvæðis Jóns- bókar, er út. Þetta er endurtekið fjórum sinnum í þess- um sama kapitula, og margvíða annars staðar í Jóns- bók, en í Grágás á næstum því óteljandi stöðum. Fleiri orð og orðasambönd í kaflanum um þessi útlönd gefa bendingu um, hvar þau séu. Þar er talað um garð og garðsbónda og að virða féð til „gangsilfr slíks sem fellr af konungs steðja, og að verja fénu „til þeira“ hluta er hingat er vart“. Ekkert af þessu getur átt við Grænland eða lönd í vestur frá Islandi, heldur lönd í austri. En Gizur segir: „Óheimilt er að leggja annan skilning hér í orðin „vár landi“, en að þau tákni mann búsettan á íslandi", en orðin „vár landi“ segja aldrei neitt um búsetu, hvorki í Grágás, lögbókunum eða nokkr- um norrænum lagatextum. Þau merkja alltaf hið sama: lögunaut eða samþegn í þjóðfélaginu, án tillits til bú- setu. Svo segir Gizur: „Orðin „hér eptir“ merkja ís- land eitt“, en gleymir að sanna það. Orðið „hér“ merkir aldrei Alþingi eða ísland eitt í Jónsbók. En þegar það merkir þar yfirráðasvæði eða landsvæði, merkir það alls staðar í Jónsbók gildissvæði hennar allt, án undan- tekningar. Getur hver og einn sannfært sig um, að þetta er rétt með því, að lesa Jónsbók sjálfa, sem ekki er nema um 300 bls. Og loks segir Gizur: „en orðin utan lands hvar sem þat er“ taka yfir öll lönd önnur en ísland“. En svo vill nú til, að þessi fullyrðing hans stangast á við sjálfa sig og kapitulann, svo lengra þarf ekki að leita. Samkvæmt textanum sjálfum er stefnan frá öllum útlöndum hvar sem það er, til gildissvæðis Jónsbókar: út (vestur). Þétta er endurtekið fjórum sinnum í kapitulanum, og á ótal stöðum kemur þetta fram í lögbókunum, Grágás og öðrum lagatextum, ein- róma og samróma, svo enginn lagastaður votta á móti. En stefnan frá löndunum fyrir vestan ísland til ís- lands var ekki út, heldur utan. Þau geta því með engu móti útlönd verið, enda fundin numin og byggð af Islendingum einum, og eftir öllum lagareglum þeirra eign og yfirráðasvæði. Svo rekur Gizur tærnar í 8. kapitula í Farmanna- lögum. Hann hljóðar svo: „Nú ef háseti rýfr skipan undir stýrimanni, ok verðr hann at því vitnissannr, rýfr hann skipan innan lands, þá er hann sekr mörk 124 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.