Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 32
Gizur rengir ekki heimildirnar um sending Jónsbókar
til Grænlands. Hann hefur héldur ekki g-etað bent á
nokkuð í henni, er breyta hafi þurft vegna staðhátta
á Grænlandi, enda er slíkt ekki til, og það, að til er
sægur af réttarminjum úr Jónsbók frá Grænlandi, all-
ar réttarminjar, sem þekkjast þaðan eftir 1281, gerir
það efalaust, að Jónsbók hafi gilt á Grænlandi eftir
1281. Lögþingið í sínu umdæmi segir hún vera á Þing-
velli við Öxará, og um slíka hluti er Jónsbók órengjan-
leg, enda eru fleira en eitt lögþing í einum lögum óhugs-
anlegur ómöguleiki eins og þessum málum var háttað
þá, sbr. A. Taranger: Udsigt over d. n. Rets Hist. I,
39). Og í ofanálag á þetta höfum við í norsku stjórnar-
skjali frá 1389 upplýsingar um Garðaþing. Það var
lögréttulaust dómþing, er ekki gat sett lög.
Nniðurlag næst.
'Jtá hafi til katfhat
Þrátt fyrir hinar miklu skipabyggingar er geysifjöldi
skipa, sem lagt hefur verið upp og legið hafa mánuð-
um saman iðjulaus. í Skandinavíu, að Finnlandi með-
töldu, liggja um 200 skip, samtals um 550 d.w.t. í Banda-
ríkjunum liggja 1680 Liberty-skip, samtals um 17%
millj tonn.
Eftir lauslegri áætlun er talið, að skip að stærð sam-
tals 200 millj. tonn liggi nú iðjulaus í höfnum víðsvegar
í heiminum.
Minningarorð:
BJÖRN JÖNSSON,
HOFSÓSI
Einn af velunnurum og útsölumönnum Vík-
ingsins, Björn Jónsson á Hofsósi, er nýlátinn.
Björn var fæddur að Grindum í Hofshreppi 11.
september 1892, hóf snemma sjómennsku og var
lengi á hákarlaskipum, en síðan í þjónustu
Kveldúlfs á Siglufirði.
Björn var einn af brautryðjendum í smábáta-
útgerð á Hofsósi og var oft aflakóngur þar.
Björn Jónsson var alla tíð hlynntur sjómanna-
samtökunum og vann þar mikið og óeigingjarnt
starf, bæði að slysavarnarmálum og öðrum
hagsmuna- og velferðarmálum sjómanna.
Hann fól skömmu fyrir andlát sitt sonarsyni
sínum, Ævari Rafni ívarssyni, 13 ára, að taka
við útsölumannsstarfi Víkingsins, og bjóðum
við þennan unga, áhugasama liðsmann hjartan-
lega velkominn.
Einkaumboðsmenn
hér á landi fyrir
Hin heimsþekktu Walker’s ”LION“ vélaþétti
126
V I K I N □ U R