Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 10
togarasjómanna, þá verðum við líklega að færa okkur út fyrir landgrunnið. Ég er hræddur um að vélstjóranum sé ókunn- ugt um, að togarasjómaðurinn verður að vinna við hin erfiðustu skilyrði 12 tíma á sólarhring, alla daga jafnt, og hefir þó sjaldan eins mikið upp og verkamaður, sem vinnur almenna dag- launavinnu í landi. Og á þó verkamaðurinn alla helgidaga fría, en sjómaðurinn engan. Veit vél- stj. ekki að togarasjómaðurinn fær að dvelja einn, segi og skrifa einn sólarhring heima hjá sínum nánustu að lokinni hverri veiðiferð, sem tekur frá 12—18 daga, eftir því á hvað veiðum skipið er. Og það er kunnugra en frá þurfi að segja, að ef togarasjómaður ætlar að fá sér frí einn túr, liggur við að hann þurfi að segja upp skiprúminu, vegna þess að skipstjórarnir geta ekki misst neinn mann í land vegna manneklu. Veit vélstjórinn ekki heldur, að ef ekki hefðu fengist hundruð af færeyskum sjómönnum á togara- og bátaflotann, myndi mikið af fiski- flotanum liggja bundinn í höfn? Ekki vegna þess, að Islendingar vilji ekki stunda sjó, heldur vegna þess, að starfið á fiskiskipunum er það illa launað (þegar undan eru tekin örfá afla- skip), að flest önnur vinna í landi er betur launuð. Fyrir svo utan það, hvað þægilegra það er í alla staði fyrir fjölskyldumenn að vera að staðaldri heima. 1 ýmsum blöðum, þar á meðal okkar eigin blaði, „Víkingi", eru ungir menn og reyndar aðrir líka, eggjaðir lögeggjan að duga nú vel og stunda sjó, því oft sé þörf, en nú sé nauðsyn. En við skulum aðeins athuga það, að um leið og við biðjum menn um þetta, erum við að segja þeim að yfirgefa góða og þægilega vinnu í landi, og fá þeim í staðinn hið erfiða, hættulega og illa launaða starf fiskimannsins. Enda er útkoman eftir því. Menn eru nú einu sinni þannig gerðir, að þeir taka því bezta, sem býðst. Og hver vill lá mönnum það ? Og ef menn vilja halda því fram, að menn vilji ekki lengur stunda sjó, ættu þeir hinir sömu að kynna sér biðlistana hjá útgerðum strandferða- og flutningaskipanna, og þar munu þeir finna nöfn hundraða af kornungum dugn- aðarmönnum, sem vilja komast í skiprúm hjá þessum félögum. Þess vegna er það augljóst mál, að Islendingar vilja ennþá stunda sjó, eins og forfeður þeirra hafa gert mann fram af manni, en þeir loka ekki augunum fyrir því, að þegar fiskimannsstarfið er orðið verr launað en næst- um hvaða dútl sem er í landi, þá er tímabært að fara í land, og það hafa sjómennimir gert, og af sömu ástæðu koma ungu mennirnir ekki á sjóinn. Júlíus Ólafsson saknar ungu mannanna úr fylkingum sjómannadagsins, en það er ekki fyr- ir það, að ungu mennirnir séu vaxnir upp úr að standa við hlið félaga sinna, heldur vegna þess, aS ungu mennirnir eru eklci lengur sjó- menn, nema að mjög litlu leyti, heldur tilheyra þeir nú þeim stéttum, sem taka sitt á þurru. Svo við snúum okkur aftur að sjómannadeg- inum, þá held ég að ekki væri úr vegi að nota þann dag til að reyna að koma ráðamönnum þjóðarinnar í skilning um hvað það er, sem er hin raunverulega ástæða fyrir því, að ekki fást menn á fiskiskipin. Þó togararnir okkar séu nú með glæsilegustu fiskiskipum, sem sjást á höfn- unum, hafa þeir þó einn ókost. Það þarf menn á þau. Og glæsileg skip verða ekki neinar gull- kistur, hvorki eigendum né þjóðfélaginu, þegar þau liggja bundin við hafnargarðana. Og þótt. . vandanum væri að nokkru bægt frá dyrum þessa vertíð, með erlendu vinnuafli, þá er það ekki nein lausn málanna. Við getum ekki treyst því, að alltaf ári það illa hjá Færeyingum, að þeir séu alltaf tilbúnir að manna skipin. Hvernig væri að fá eins og tvo bátsmenn af togurunum á sjómannadaginn, til að lýsa vinnubrögðum um borð, þegar fara þurfti út með 24 menn í staðinn fyrir 32, og helmingurinn eða meira ó- vaningar? Eg er hræddur um, að það yrðu svo- lítið öðruvísi ræður en þær, sem fluttar hafa verið undanfarna sjómannadaga. Það yrðu kannske ekki eins mörg falleg orð, en það gæti verið að margir fengju að heyra ýmislegt, sem þeir hafa ekki heyrt áður, og menn yrðu ef til vill aðeins fróðari um kjör og starf fiskimanns- ins en þeir áður voru. Við verðum að gera okkur ljóst, að það, sem þarf að gera er að gera fiskimannsstarfið að bezt launaða og eftirsóttasta starfinu, sem ungir menn geta stundað. Þá fyrst kemst jafnvægi á hlutina að nýju, og þá munu ungir menn aftur streyma um borð í skipin og una glaðir við sitt. Og það á að vera verkefni sjómannadagsins að berjast fyrir að svo geti orðið, og þá fyrst hefur hann náð tilgangi sínum. Smœlki — Mikill g'etur hitinn verið nálægt miðjarðarlín- unni. Síðast þegar ég sigldi þar um var svo heitt, að brennivínsglösin bráðnuðu milli fingranna á okkur, en matsveinn stóð úti við borðstokkinn með færið sitt og veiddi mauksoðinn fiskinn upp úr sjónum. ★ — Þið talið um storm. Einu sinni vorum við á sigl- ingu á Kyrrahafi. Þá blés hann hressilega, drengir. Hann var svo hvass, að skonnorta fyrir fullum segl- um, sem hafði verið „tattoveruð" á brjóst skipstjórans, sigldi hraðbyri yfir á bakið á honum. 1D4 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.