Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 16
henni fram við hvaða sérfræðing, sem í hlut ætti, án tillits til kostnaðar. Afleiðing þess er svo það, að sérhver ný gerð orrustuskipa er gjörólík þeirri næstu á undan — þar til loks að bryndreki frá fyrra ári virðist jafn gamaldags og bíll frá sama tíma. Setjum nú svo, að hollenzk skipasmíðastöð ætli að smíða geysistóran bryndreka með 80 fall- byssum. Til þess að þetta færi vel þyrfti byssunum að vera komið fyrir í þrem röðum hverri upp af annari. Nú skulum við hugsa okkur, að áður en þeir væru hálfnaðir með smíðina fréttu þeir það eftir enskum skipstjóra, sem fengið hefði sér hressilega neðan í því á ölkrá í Amst- erdam, að skip sömu gerðar hefði fyrir skömmu verið reynt í Englandi, og verið fullkomlega óhæft. — Nú, herrar mínir — þetta hefi ég sjálfur séð: Neðsta byssuröðin kemur ekki að gagni, nema sjórinn sé sléttur eins og myllu- tjörn; skotaugun eru of nærri vatnsborðinu. — Ef nokkuð blæs, er líklegast að skipið fylli — og í öllum þessum nýju skipum hefir orðið að loka neðri skotaugunum — og bera á tjöru — og þau verða ekki opnuð svo lengi sem skipin fljóta. Hvað myndu hollenzku skipasmiðirnir nú gera? Þeir myndu þegar í stað hætta við neðstu byssuröðina en auka við þær í efri röðunum. Þetta myndi líkast til hafa í för með sér algjöra breytingu á seglaútbúnaði skipsins — því að sá gamli gæti verið orðinn óhæfur. Englendingar myndu frétta þetta í vikulokin — því að þannig löguð tíðindi berast fljótt. — En áður en þeir hefðu breytt áformum sínum í samræmi við þennan óvænta fyrirburð í her- búðum óvina, væri kominn sá kvittur á kreik frá ströndum Zuyder Zee, að forkólfar flota- málaráðuneytisins í Amsterdam hefðu látið uppi þá skoðun á hinu nýja fyrirkomulagi á segla- búnaði, að hann gerði skipið valt og þungt í vöfum. n □ Líkan af herskipi frá fyrri hluta 1G. aldar. V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.