Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 7
vísindalegum rannsóknum miðar betur og betur áfram. Sjórinn hylur % hluta af yfirborði jarðar- innar, þurrlendið aðeins 14 hluta. Það land, sem gnæfir yfir sjávarmál, er aðeins yxl hluti af rúmmáli hafsins. Þó að gert væri ráð fyrir, að öllu þurrlendi væri sökkt í sjó, mundi það ekki nándar nærri fylla hafið. 2400 metra dýpi mundi hylja allan jarðarhnöttinn. Af þessu má ráða, hve geysistórt hafið er, miðað við þurrlendið. 1 sjónum eru öll þau frumefni, sem nauðsyn- leg eru öllum lífverum. Allt hið gífurlega, víð- áttumikla haf er samkynja og stafar það af sífelldri hreyfingu þess. Það sogar sí og æ nær- ingu í sig frá þurrlendinu. 1 sjónum eru öll efni jarðarinnar. f honum lifa hartnær % hlutar af öllum lifandi verum, svo að ástæða er til að skoða hann sem eðlilegt aðsetur lífveranna, þar sem allt er miðað við þarfir þeirra, en hins vegar verða lífverurnar á þurrlendinu að aka seglum eftir vindi, og er tilvera þeirra eins kon- ar viðauki við lífið í sjónum með ófullkomnari lífsskilyrðum. Þekking vor á sjónum er mjög af skornum skammti, og hefur það ekl.i alls fyrir löngu verið gert að rannsóknarefni, hve mikilvæg efni finnast í sjónum til framfærslu lífinu. Til Golfstraumsins þekktu menn fyrst fyrir rúmurn 100 árum. Fyrir 50 árum tóku menn fyrst að skipuleggja hafrannsóknir, og það er ekki lengra en rúmlega 40 ár síðan menn urðu þess varir, að til væri fjörefni, en aðei.ns fáum árum áður hafði verið gengið úr skugga um, að eggjahvítuefni væri í ýmis konar matvælum. Margir hlutir eru enn á fyrsta rannsóknar- stigi. Vísindin fara hamförum. Á nálega öllum sviðum eiga sér næstum því daglega ótrúlegar uppgötvanir stað. En verkefnið er geysilegt, og stórkostleg viðfangsefni, svo að þúsundum skipt- ir, bíða ennþá úrlausnar. II. Lífið á jörðinni er fyrst kviknað í sjónum. Vppruni mannsins og allra dýra jarðarinnar er i sjónum. Svo langt sem mannleg þekking nær, er lífið takmarkað við yfirborð jarðarinnar og spotta- korn yfir og undir því. Á tindum hinna hæstu fjalla og við botninn á hinu mesta dýpi sjávar- ins er ekkert líf. Menn álíta að lengra en 4—5 km niður í sædýpið, sem aðeins er örlítill hluti af hinni 6000 km fjarlægð að miðdepli jarðar- innar, finnist ekkert líf, og heldur ekki upp yfir jörðinni, — yfirborði sjávarins — hærra en 7—8 km. Fyrir utan þessi takmörk, hér um bil 12 km, álíta menn, að ekkert líf sé til. Við nákvæmar rannsóknir á því, hvað finnst í fjöllum og klettum, fær maður vitneskju um lífið á jörðinni fyrir löngu liðnum tíma. 1 fjöll- unum finnast leyfar af ýmsum tegundum í hin- um hörðu steina- og klettalögum. f ýmsum stein- tegundum finnast þræðir, stönglar, skeljar, fót- spor, merki eftir ofsaregn, sjávaröldur og fleira þess háttar, og má þakka þá vitneskju fræði- mönnum, er varið hafa ævi sinni til að þýða þær rúnir, sem þessar leyfar gefa til kynna, eða klettamir skýra frá. Þessar menjar, sem klett- arnir geyma og sýna með hægfara breytingum á óralöngu tímabili, greina frá því, svo ekki verður um villst, að lífið er kviknað af einu frumefni á morgni tilverunnar. Af óþekktri frumu virðist lífið hafa kviknað við strendur hinna heitu hafa fyrir hundrað milljónum ára síðan, er urðu upptökin að hinum stóru höfum á síðasta þriðjungi þroskaaldurs jarðarinnar, og þessi lífsneisti hafi svo lyft sér og þroskast til meðvitundar og sjálfstæðis á óralöngum tíma, allt ráðgáta, óskiljanlegt mannlegri vitund. Það er því skoðun vísindamanna, að lífið sé kviknað í hafinu fyrir hér um bil 650 milljón- um ára. Fyrir hér um bil 500 milljónum ára hafa menn fundið veru með augum, tönnum og sundfærum. Það er hið fyrsta hryggdýr, sem þekkist. Allar lifandi verur, sem nú eru kunnar, benda til þess að þær séu komnar úr sjónum. Þess vegna er það skoðun vísinda- manna, að hafiö hafi fyrst veriö heimkynni lífs- ins á jörðinni, þar næst jörðin. „Bakhlutinn á mannlegu fóstri á byrjunar- stiginu er ekki eins og hin örmjóa framleng- ing af hryggnum á fullvöxnum apa eða á mús“, skrifar H. G. Wells í „The Science of Life“ (Vísindin um lífið), hann líkist miklu fremur breiðum og sterkum fisksporði. Athugi maður hálsinn á fóstri á byrjunarstiginu, kemur ann- að einkennilegt í ljós. Á hálsinum sitt hvoru megin eru fjórar rákir, sem nákvæmlega líkjast tálknmyndunum á fiski. Við uppskurð á fóstr- um á þessu stigi verður vart við önnur ein- kenni, sem líkjast þeim, sem eru á hinum lægri hryggdýrum. Skipulagning höfuðæða fósturs- ins líkist fisksins. Fóstrið hefur ósamansett hjarta með einni loku og einu hylki eins og fiskur. Ennfremur hefur fóstrið svipað fiskin- um einfaldan hryggstreng, sem hverfur síðar og í stað hans koma hryggjaliðir. Þetta allt ætti að vera nægilegt til þess að sannfæra oss um fiskeðlið í frumþróun okkar mannanna. Mann- legar verur og öll önnur hryggdýr, sem anda með lungum, eru öll fiskeðlis, þannig að þau hafa byrjað tilveru sína eins og fiskur, en breytt svo stefnu og haldið áfram á fullkomnara til- VÍKINGUR 1D1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.