Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Side 28
Dr. juris Jón Dúason: Nýlendustaða Grœnlands undir Jónsbók og Gamla sáttmála Gizur Bergsteinsson rengir ekki (sjá bls. 104—105) heimildirnar um sending Járnsíðu og Jónsbókar til Grænlands. Það leiddí af nýlendustöðu Grænlands í tíð Grágás- ar, að öll ný íslenzk lög og lagabreytingar hljóta eftir því, sem geta vannst til, að hafa verið send strax til Grænlands og birt þar. Er þingfararbálkur Járnsíðu og tveir kapítular úr Erfðatali hennar höfðu náð sam- þykki á Alþingi sem nýmæli við Grágás 1271, hlutu þeir samkvæmt framanskráðu að hafa verið sendir til Grænlands síðsumars 1271 og birtir þar, og það þess frekar, sem ferð féll með Ólafi biskupi, er mun hafa verið orðinn mikið riðinn við þessi mál. Oddverja-annáll segir svo frá þessu: „Anno 1271 Magnus konungur — með logbok — þa war tekin i log — Grænlandz". Síðustu eyðuna virðist eiga að út- fylla með því, sem lögtekið var, og sending þess með Ólafi biskupi. Claus Christophersen Lyschander var mikils virtur Heiðursmaður á sinni tíð og sagnaritari hins norsk- danska konungs. Aðstaða Lyschanders til að gagnrýna íslenzkar heimildir var hin erfiðasta, og sú fræðigrein enda varla til í hans tíð. Að upplagi virðist Lyschander heldur ekki hafa verið lagaður fyrir þann starfa. Við gagnskoðun á íslenzkum heimildum stóð Lyschander því uppi hart nær getulaus. En ósannsögull er hann ekki, og hefur haft undir höndum merkilegt heimilda- safn, sem nú er glatað, þar á meðal sögu Magnúsar konungs lagabætis, er Sturla Þórðarson reit að honum lifandi. Eftir þeirri sögu ritar Lyschander í Græn- landskronikuna, er fyrst var prentuð 1608, langt mál um komu Ólafs biskups og hluta af Járnsíðu til Græn- lands 1271. Þar segir fyrst: „Der hand omsider kom hiem til Land, Der börjes Uvilde blandt menige Mand Som diærffvelig sig opsatte, Enten de var icke Bispen god, Eller hand stack i dennem Sind og Mod, De vild’ ey til Norrige skatte. De skibe kom hiem var ledig og tom, Kong Magnus han vardet der lidet om, Paa Grönland -vild’ han icke stride, Vandann leysti Magnús á þann hátt, að láta Eirík klipping Danakonung, mág sinn, fá Grænland að Ijeni að nafninu til. Hann sendi þangað skip og herlið, er virðist hafa skotið Grænlendingum skelk í bringu með púðursprengingum („herbrestum"), en þannig var púðr- ið fyrst notað í stríði. Jafnframt þessu beitti Ólafur biskup áhrifum sínum, til að kúga Grænlendinga til skattgreiðslu: „Den Bisp han giorde oc sit derved, At Landet gick dennem tilhande". Og svo tók Magnús konungur við landi sínu aftur. I þessari frásögn eru atriði, sem sýna það, að Járn- síða var ekki lögtekin á Grænlandi, heldur aðeins birt þar. Hefði Grænlendingum verið ætlað að lögtaka Járn- síðu, mundi hún öll hafa verið send til Grænlands í einu lagi, en samkvæmt Oddverja-annál er það aðeins hið lögtekna af henni, sem er til Grænlands sent. Hefðu Grænlendingar átt að lögtaka Járnsíðu, mundu þeir ekki við komu hluta úr henni, eða henni allri, hafa neitað skattgreiðslu, heldur búið sig undir næsta fjórðungs- þing og neitað að lögtaka bókina. En ef hinn sendi hluti Járnsíðu var orðinn að lögum fyrir Grænland við lög- tökuna á Alþingi, þá lá það beinast við fyrir Græn- lendinga, að neita skattgreiðslu, því í Gamla sáttmála var eitt heitorða konungs gegn skattinum það, að ís- lenzkir menn skyldu ná íslenzkum lögum. Járnsíða gilti svo skamma stund, að þess er ekki að vænta, að til séu réttarminjar úr henni frá Grænlandi. Heimildir um sjálfa sending Jónsbókar til Grænlands eru að minnsta kosti tvær. Önnur er afskrift Finns Magnússonar af nafnlausum annmálum gerðum eftir miklu eldra frumriti, svohljóðandi: „1280 deyði Magnús konúngr; á sama ári sendi hann Jón lögmann, er kall- aðr var gjaldkyli, með lögbók híngað til íslands; svo segja menn at sú sama bók hafi til Grænlands komit; hún var köllun Jónsbók". Hin er þessi vísa í Grænlandskroniku Lyschanders, án efa eftir sögu Magnúsar lagabætis: „Da skreff Jon Gelker den Islands Lov Mellem Præster og Grander, oc anden slig tov I Böger oc klare Breve; Man vil oc sige den Lov blef sendt Henoffver til Grönland, der kyndet oc kjendt Hvor de skulle redelig leffve“. í röndinni stendur ártalið 1280 fyrir ritun bókarinn- ar og sendingu hennar til íslands, en 1281 fyrir send- ing hennar til Grænlands og birtingu hennar þar. Birting Jónsbókar á Grænlandi 1281 útilokar, að hún hafi getað verið samþykkt þar. í fyrsta lagi hefur hún ekki verið send til Grænlands fyrr en Alþingi 1281 var úti, þar að auki gengu skip ekki fyrr en löngu eftir 12Z V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.