Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 24
Við viljum fá skilnað Smásaga eftir O, Henry Benaja Widdup fógeti sat fyrir utan dyrnar á skrif- stofunni sinni og reykti pípu. Hæna vaggaði niður stig- inn og gargaði kjánalega. Það heyrðist vagnskrölt uppi á veginum og í vagn- inum sátu Ransie Bilbro og kona hans. Vagninn stanz- aði fyrir framan dyrnar hjá fógetanum, og hjónin stigu út úr honum. Ransie var tæp sex fet á hæð, hörunds- dökkur og ljóshærður. Hann hafði til að bera rósemi fjallabúans. Konan var í baðmullarkjól, vel snurfunsuð, áhyggjufull á svip. Fógetinn smeygði sér í skóna, svona til þess að vera dálítið virðulegur. „Jæja“, sagði konan, og röddin var eins og skógar- þytur, „við viljum fá skilnað". Hún gaut augunum til Ransie. „Já, skilnað“, sagði Ransie og kinkaði kollinum há- tíðlega. „Okkur kemur ekki saman lengur. Það er nógu einmanalegt að búa uppi í fjöllunum, þó að manni komi vel saman við konuna sína. En þegar hún er farin að hvæsa eins og villiköttur eða æða um í húsinu, þá er ekki við því að búast, að maður geti búið með henni“. Hjónin sögðu síðan hvort öðru til syndanna svo um munaði. Fógetinn sneri sér nú að störfum sínum. Hann bauð hjónunum sæti og fletti síðan upp í einum doðrantin- um og leit yfir efnisskrána. Svo fægði hann gleraugun sín. „Landslögin", sagði hann, „segja ekkert um heimild þessa réttar til þess að aðhafast í skilnaðarmálum. En ef byggt er á sanngirni stjórnarskrárinnar, þá er þetta augljóst: Ef fógeti hefur rétt til þess að vígja hjón, hefur hann einnig rétt til þess að veita þeim skilnað. Rétturinn mun því gefa út skilnaðarúrskurð, sem áfrýj- ast, ef til kemur, til æðri réttar“. Ransie Bilbro dró upp úr vasa sínum tóbakspung og hristi úr honum fimm dollara seðil. „Ég seldi eitt bjórskinn og tvö refaskinn fyrir þetta verð“, sagði hann. „Ég á ekki meira". „Venjulegt gjald fyrir skilnaðarúrskurð í þessum rétti er fimm dollarar", sagði fógetinn. Hann stakk með kæruleysissvip seðlinum í vasann á heimaunna prjóna- vestinu sínu. Með miklu líkamlegu og andlegu erfiði skrifaði hann skilnaðarúrskurð upp á hálfa skjalaörk og tók síðan eitt afrit. Bilbro-hjónin hlustuðu á hann lesa upp skilnaðarúrskurðinn: „Það kunngerist hér með, að R. Bilbro og kona hans, Ariela Bilbro, hafa bæði mætt hér fyrir rétti í dag og lofað, að hér eftir skuli þau hvorki elskast, heiðra hvort annað né hlýða hvort öðru, hvorki til góðs né ills, sé þeim sjálfrátt um gjörðir sínar, og koma þau sér saman um skilnað svo sem gert er ráð fyrir í lögum. Styrki ykkur guð til þess að hlíta þessum úrskurði. Benaja Widdup, fógeti í Piedmonthéraði í Tennessee-ríki“. Fógetinn ætlaði að fara að rétta Ransie annað skjalið, en þá sagði konan allt í einu: „Fógeti, fáið honum ekki þetta skjal strax. Málið er ekki útkljáð enn. Ég verð að njóta réttar míns. Ég vil fá framfærslufé. Maður getur ekki skilið við konu sína staurblanka. Ég ætla að fara til Ed bróður míns uppi í Hogbeckfjöll. Ég verð að fá nýja skó og sitthvað fleira smávegis. Ef Ransie hefur efni á að fá skilnað, þá verður hann að borga mér framfærslufé". Það kom heldur en ekki á Ransie. „Alltaf finnur kven- fólk upp á einhverju“. Benaja Widdup fógeti sá, að hér varð að koma til hans kasta. Konan var berfætt og vegurinn til Hogback- fjalls var grýttur og brattur. „Ariela Bilbro“, sagði hann í embættisrórm, „hvað heldurðu, að þér nægi í framfærslueyri?“ „Ætli fimm dollarar nægi ekki fyrir skónum“, sagði hún. „Það er ekki mikill framfærslueyrir, en ég býst við, að það dugi“. „Upphæðin", sagði fógeti, „er ekki ósanngjörn. Ransie Bilbro, rétturinn gerir þér að greiða fimm dollara í framfærslueyri, áður en skilnaðarúrskurðurinn er út gefinn". „Ég á enga peninga", sagði Ransie, og andvarpaði. „Ég er búinn að borga þér allt, sem ég átti“. „Það, sem ég hef sagt, það hef ég sagt“, sagði fóget- inn og hvessti á hann augun. „Ef þú gefur mér frest til morguns“, sagði Ransie biðjandi, „þá býst ég við, að ég geti nælt einhvers stað- ar í fimm dollara. Ég gerði ekki ráð fyrir því að þurfa að greiða neinn framfærslueyri". „Málinu er frestað", sagði Benja Widdup, „til morg- uns, en þá mætirðu og framkvæmir skipanir réttarins. Síðan vei'ður skilnaðarúrskurðurinn út gefinn“. Hann settist á þröskuldinn og fór að reima frá sér skóna. „Það er bezt fyrir okkur að fara til Ziah frænda“, sagði Ransie, „og vera þar í nótt“. Hann klifraðist öðru megin upp í vagninn, en Ariela hinum megin. Litli rauði tarfurinn sniglaðist áfram, þegar Ransie gaf hon- um drag í rassinn með kaðalspotta, og vagnhjólin þyrl- uðu upp rykinu. Benaja Widdup fógeti reykti pípu sína. Þegar langt var liðið á daginn, tók hann vikublað sitt og las það, þangað til hann hætti að sjá til. Þá kveikti hann á tólgarkerti og las þangað til tunglið kom upp, en þá no V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.