Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 18
sautjándu öld fundu upp nýja gerð á siglutré og þverrám (þessar þverrár ollu því, að hægt var að hafa siglutréð í tveim til þrem hlutum, og þær urðu alveg til að útrýma gamla segla- búnaðinum, sem venjulega var aðeins eitt stórt segl, en í staðinn komu svo fleiri smá segl), þá fóru siglutré í tveim til þrem hlutum og nýr seglaútbúnaður óðar að tíðkast á spönskum og portúgölskum skipum. 1 þessum dúr mætti skrifa margar blaðsíður í viðbót. Portúgalarn- ir voru ekki fyrr búnir að flytja fallbyssurnar úr vígjunum á aftur- og framþiljum skipsins (þar var þeim komið fyrir, svo að hægt væri að skjóta af þeim á miðþiljurnar, ef óvinunum tækist að koma liði um borð), en Hollendingar og Englendingar gerðu það sama. Og strax og ein þjóð fór að nota kopar í staðinn fyrir blý, til að verja með þann hluta skipsskrokksins, er í sjó var, varð snögg verðhækkun á kopar í allri Evrópu, vegna þess að allar flotastjórnir keppt- ust um að kaupa sem mest af þessum nytsemdar málmi til að klæða með herskip sín. Skal hér tilfært enn eitt dæmi til að sýna, hve skringileg ævintýri gat hent sumar skipa- tegundirnar. Galeiðan varð aldrei vinsæl við Eystrasalt. Vitanlega var víkingaskipunum ró- ið, og þau voru að því leyti nokkurskonar gal- eiður, en með nægilega mörgum árum og mönn- um er líka hægt að róa skipum á stærð við 112 „Bremen", yfir heimshöfin, sér í lagi ef ekkert liggur á og tíminn er nógur. Þeir, sem á hinn bóginn þekkja eitthvað til mynda af fyrsta rúss- neska flotanum, kunna að muna eftir nokkrum ósviknum Miðjarðarhafsgaleiðum undir hinu nýja, bláa, rauða og hvíta merki Péturs mikla. Og ef þú hugsar eitthvað nánar út í þetta (sem ég efast um að þú gerir), segirðu kannski við sjálfan þig: „Þegar Pétur var í Hollandi, hlýtur hann að hafa fyrirhitt skipasmið frá Feneyjum eða Genúa, og svo hefir hann mútað honum til að fara með sér til Rússlands og smíða þar nokkrar galeiður fyrir nýja flotann, sem hann ætlaði að sigra Svía með og nota til að verja hina nýreistu höfuðborg á ströndum Kirjála- botns gegn óvinaárásum". Fram með Finnlandsströndum er ótölulegur grúi eyja, þar sem auðugir Rússar áttu sér fyrr- um sumarbústaði. Það var ógjörlegt að sigla um þessi þröngu og hættulegu sund á milli eyjanna á venjulegum seglskipum, hins vegar voru grunnskreiðar gal- eiður ágætar til slíks. En að því er vér bezt vitum, hitti Pétur aldrei ítalskan skipasmið. Hann spurði aðeins vini sína í Ámsterdam og Zaandam, hvort þeir gætu smíðað fyrir sig nokkrar af þessum galeiðum, sem hann hafði heyrt svo mikið um, þótt hann hefði aldrei séð þær, af þeirri einföldu ástæðu, að þær voru ekki til í löndum þeim, þar sem hann lærði skipa- smíðar. En það varð þó ekki til þess að hinir hollenzku skipasmiðir tækju ekki boði hans. Við- skipti voru viðskipti, og svo höfðu þeir með leynd aflað sér nokkurra ítalskra ritgerða um „Fabrica di Galera“ eða galeiðusmíði, og svo seldu þeir Hans Siðlausu Hátign (§r var þekkt- ur að því að borga vel fyrir allt, sem honum lék hugur á) nokkrar galeiður, sem hann svo gæti af hjartans lyst notað í stríðinu við Svía. En það varð svo til þess, að Svíar fóru einnig að nota árar á sínum herskipum — og sjá! Þannig heyja tvær ólíkar gerðir af Miðjarðarhafsgal- eiðunni höfuðorrustur — undir kuldalegum heimskautahimni Norður-Eystrasaltsins. ')tá hafi til ka^war Sunnudaginn 7. febrúar síðastliðinn renndi brezki tog- arinn „Laforey" frá Grimsby upp á sker nálægt Kvan- höfða, sem er skammt fyrir norðan Tromsö í Noregi. Neyðarskeyti barst frá togaranum, en svo heyrðist ekkert frekar frá honum, og björgunarbátar og önnur skip, sem komu á vettvang skömmu síðar, komust að raun um að skipinu hafði hvolft út af skerinu og allir um borð, 20 að tölu, drukknuðu. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.