Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 14
Þættir úr siglingasögu: Kaupskip og herskip Árið 1372 var púðrið í fyrsta skipti notað í sjóhernaði. En þegar nefnt er púður, mega les- endur fyrir alla muni ekki láta sér detta í hug 16 þumlunga sprengikúlur eins og nýtízku orr- ustuskip nota. — Steinkúlurnar, sem skotið var af þessum fyrstu fallbyssum voru næsta skað- lausar. (Nema þegar það óvenjulega skeði að byssurnar sprungu og drápu þá, sem við þær voru að fást). 1 rauninni voru þær ekki mikið hættulegri en smásteinar, sem drengir varpa úr slöngu. Skipasmiðir 14. aldar reyndu vissulega að koma í veg fyrir, að skaði hlytist af þessum steinskeytum með því að setja upp brött þök yfir skipssíðunum, sem skeytin áttu að hrynja af í sjóinn — eins og steinvölur, sem óþekkur strákur hefði kastað. En byssurnar, eins og raunar öll morðtól, tóku stórstígum umbótum. — Fallþungi skeytanna, sem í fyrstu var eins og fallþungi nokkuð þungs steins, sem meðal- maður hefir kastað fáeina metra, fór ört vax- andi á 15. öld, en byssurnar héldu þó áfram að vera ískyggilega hættuleg leikföng fyrir þá, sem kveikja áttu í púðrinu. I mesta grandaleysi varð sá góði Skotakon- ungur Jakob II. fyrir því að sundrast í spreng- ingu, sem varð í einni af hans eigin fallbyssum. En slík slys virðast óaðskiljanlegir förunautar framfaranna — og er þess skemmst að minnast, þegar ein hinna fyrstu flugvéla (fyrir h. u. b. 40 árum) slasaði hryllilega og drap franska her- málaráðherrann, sem ætlað hafði að skoða hana. Nú þegar púðrið varð almennt þekkt, urðu fallbyssurnar strax það fullkomnar á fyrri hluta 15. aldar, að hægt var að skjóta úr þeim sex til sjö hundruð punda kúlum allt að þrjú hundruð feta vegalengd. Það var þá, að öryggi hinna gömlu og ósigr- andi borga- og kastalaveggja varð að engu. Það er áreiðanlega ekki tilviljun að Konstan- tinopel, sem svo lengi hafði varið hlið Evrópu fyrir ásókn hinna óguðlegu Múhameðstrúar- manna, féll, þegar Tyrkir höfðu tekið í notkun nýtt skotvopn, sem hægt var að skjóta úr stein- um allt að 500 kg. á þyngd. Og þar sem við nú einu sinni erum komnir út í þetta efni verðum við að ræða það nánar í einstökum atriðum, því að þessi svokallaða „uppgötvun" Bertholds Schwartz gjörbreytti skipunum. Frá upphafi hafa skipin þjónað tveimur sjón- armiðum, sjónarmiðum stríðs og friðar. — En bæði þessi sjónarmið fóru stöðugt saman í þeim heimi, þar sem hver einstakur átti hvern ein- stakan að hugsanlegum óvini. Við finnum ekki, að við erum rándýr jafn greinilega og forfeður okkar fyrir nokkrum öld- um síðan. Þeir gengu vopnaðir að daglegum störfum sínum, í varnarskyni gegn óvæntum árásum; báru ýmist sverð eða rýtinga. Við höfum lagt þennan sið niður, vegna þess að lögreglunni er ætlað að vernda okkur gegn bölverkum þjóðfélagsins. — Á höfnunum höf- um við flota okkar til að gæta okkar fyrir sjó- ræningjum — og strandgæzluskip til að halda uppi lögum og reglu meðal fiskimanna — og koma í veg fyrir smygl. En fyrir þrem til fjórum þúsundum ára — eða jafnvel einungis fyrir tveim öldum síðan — varð sérhvert skip, enda þótt það færi hinna friðsamlegustu erinda, að vera stöðugt á verði, því að allt gat komið fyrir. Og í fullar þrjátíu aldir eftir að skip voru tekin í þjónustu utan- ríkisverzlunar, var ógjörningur að greina á milli meinlausra kaupskipa — og fullbúinna orrustuskipa. Allt breyttist þetta við uppfyndingu púðurs- ins. Það var ómögulegt fyrir kaupskip að hafa jafnmargar fallbyssur og herskipin, því að hefði það átt að vera, myndu þessar ómeðfærilegu fallbyssur hafa tekið upp allt það rúm, sem ætl- að var til vöruflutninga. Og svo — smám saman en þó greinilega — fóru að koma fram tvær ólíkar tegundir skipa. Önnur tegundin varð ein- ungis til vöruflutninga, en hin varð að vígvél, sem átti að vernda þá fyrrnefndu og halda opn- um siglingaleiðum til fjarlægra landa og ný- lendna. Þarna komum við að merkilegu atriði. Hver er hin sanna skilgreining á hugtakinu herskip? 1DB V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.