Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 22
1/4. Forsetahjónin lögðu upp í Norðurlandaför sína í gær. — Varð- skip tók brezkan togara, Lincoln City, að veiðum innan landhelgi, með aðstoð flugvélar — Islendingar eru meðal þátttakenda í vörusýningu í Briissel. — Um 220 Færeyingar starfa hér, og eru þar af 80 á tog- urum. • 3/4. Rifsósi var lokað í gær og farvegi árinnar var breytt. Von er um að Rifshöfn verði orðin verstöð á næstu vetrarvertíð. • 6/4. Nýr Laxfoss verður smíðað- ur í Danmörku og kemur hingað sumarið 1955. • 7/4. íslenzkur togari tekinn að landhelgisveiðum. — Vöruskipta- jöfnuður varð hagstæður um 7,4 millj. kr. — Vélbáturinn Skrúður frá Sandgerði varð fyrir áfalli, með þeim afleiðingum, að stýrishúsið brotnaði af honum. Mannbjörg varð. — 600 síldar merktar við ísland veiddust nýlega við Noreg. • 8/4. Innsiglingin til Isafjarðar hefur nú verið dýpkuð allmikið. — Forseti Islands sæmdur Fílsorðunni dönsku. Er hinni opinberu heimsókn til Danmerkur nú lokið. — Brim- brjóturinn í Súgandafirði er þver- sprunginn og tekinn að síga. Er bráðra úrbóta þörf. 12/4. Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var góð og varð rekstrarafgang- ur 84 millj. kr. • 13/4. Átta skipbrotsmenn hrökt- ust í 22 klst. í gúmmíbát, furðu lítið þrekaðir. Sökk vélbáturinn Glaður frá Vestmannaeyjum rétt austan við Eyjar, en enskur togari bjargaði skipverjum af Hjörleifshöfða. — Samþykkt hefur verið að segja upp togarasamningum um allt land í vor. Ætlunin er að einn síldveiði- samningur verði gerður í vor fyrir landið allt. — Þrjú stór skemmti- ferðaskip eru væntanleg í sumar. Eru það Batory, Caronia og Brand 6. • 14/4. Belgískur togari sást að veiðum innan ísl. landhelgi, og er átti að taka hann, reyndi hann að komast undan ísl. varðskipi. Var skipið elt 65 sjómílur á haf út og stanzaði fyrst er kúluskot hafði hæft yfirbygginguna. • 20/4. Þrír íslenzkir togaraskip- stjórar dæmdir fyrir landhelgisbrot.' — Metafli var í Vestmannaeyjum um páskana og var stanzlaus vinna nótt og dag. • 22/4. Mokafli hjá netjabátum ; Faxaflóa. Skógarfoss fékk svo mikið í netin, að hann gat ekki innbyrt allan aflann. • 23/4. Forsetahjónin hlutu virðu- legar viðtökur í Stokkhólmi. — Uin 340 jarðskjálftahræringar mældust í Reykjavík árið 1953. Stærsti jarð- skjálftinn átti sér stað á hafsbotni fyrir Norðurlandi. • 24/4. Opinber heimsókn forseta- hjónanna til Finnlands í dag. — Vinna er hafin við radarversbygg- ingu í Aðalvík. Hafa verkamenn og varningur verið flutt þangað. — Fjallfoss strandaði á Sundunum í Skutulsfirði. Var skipið fast í 7 klst., en losnaði og reyndist ekkert skemmt. • 25/4. Dýpkunarskipið Grettir verð ur við að dýpka Raufarhöfn, unz síldveiði hefst. — Líklegt er talið, að netjaveiði sé að útrýma stóra laxinum í helzu veiðiánum.. • 26/4. Nýlega var brezkur togari tekinn í landhelgi, og hefur skip- stjórinn verið dæmdur. — Yfir 20.000 lax- og silungsseiðum var sleppt í Bessastaðatjörn. Athyglis- verð tilraun, sem er einstæð hér á Iandi. • 27/4. Opinberum heimsóknum for- seta Islands er nú lokið. Var hann sæmdur æðsta heiðursmerki Finn- lands, Hvítu rósinni með keðju. — 1 athugun er að hefja saltvinnslu í Krýsuvík. • 28/4. Nær 70 manns veikjast á Seltjarnarnesi af taugaveikisbróður. Nokkur tilfelli eru í Reykjavík. — Góður árangur við nýja borun eftir heitu vatni í Mosfellsdal. Fundizt hafa um 15 sekúndulítrar af heitu vatni við þessa borun. — Ágætur afli i flestum verstöðvum. • 29/4. Togarasjómenn segja upp samningum. — 100 tonn af kjöti flutt inn frá Danmörku. — Skip- verjar á Tungufossi bjarga áhöfn flugvélar, sem hrapaði í höfninni í Rio de Janeiro. — Keflavík er bær- inn, sem örast vex á Islandi. Ibúun- um fjölgaði um þriðjung á s. I. 7 árum. • 30/4. Fiskvinnslustöðvar hafa ekki undan í Reykjavík, svo mikið hefur borizt af fiski undanfarið. — For- setahjónin sigla heim 1. maí. — Taugaveikisbróðir breiðist ekki út. • 1/5. 1 morgun kviknaði í stórri mjölskemmu á Hjalteyri. Slökkvilið Akureyrar slökkti eldinn. Mjöl var ekki í skemmunni, en herpinætur og margvíslegt annað verðmæti brann þar inni. • 5/5. Ákveðið hefur verið að skák- meistarinn FriðrikÓlafsson taki þátt i alþjóðaskákmóti, sem hefst í Tékkó- slóvakíu 29 þ. m. Er það undirbún- ingur að skákmóti, sem síðar verð- ur haldið um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm. • 7/5. Forseti Islands og frú hans komu heim úr Norðurlandaförinni í gær. Var þeim fagnað af miklum mannfjölda við komuna til Reykja- víkur. 116 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.