Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Page 6
um og gerir hann það að beiðni þeirra. Hann kaupir land í Miðfirði, það er á Mel heitir, eflir þar mikinn búnað og gerist rausnarmaður í bú- inu og nú var enginn maður jafn ágætur, sem Oddur var fyrir norðan land. Það er sagt, að enginn maður væri jafn auðugur hér á íslandi, sem Oddur, heldur segja menn hitt, að hann hafi eigi átt minna fé en þrír þeir er auðug- astir voru. Oddur setur nú skip sitt upp í Hrúta- firði. í öllu var fé hans mikið, gull, silfur, jarð- ir og gangandi fé. Oddur bjó að Mel til elli og naut mikillar virðingar af mönnum öllum, er kynntust honum“. Oddur var uppi um miðja elleftu öld. Annað dæmi, sem vísað er til að framan, er um danskan dreng, er réðist sem vikadrengur um borð í seglskip og að lokum varð mikilsmet- inn forstjóri fyrir stórum kaupskipaflota. Hér ræðir um hinn nafnkunna forstjóra Austur- Asíufélagsins danska, II. N. Andersen. Það var H. N. Andersen, er framleiddi sjálf- ur afurðirnar, sáði akrana og uppskar ávextina, plantaði trén og felldi, gróf málminn í námun- um og flutti svo sjálfur afurðirnar frá einni heimsálfu til annarrar, vann þær og dreifði þeim út á heimsmarkaðinn. Hann segir sjálfur svo frá, að allt sem hann á æskuárunum heyrði um starf um borð í skip- um, hugrekki sjómanna, hættur, strit og ævin- týri, þegar í land var komið á ókunnum höfn- um, hafi hrifið huga hans og heillað. Hann fyllt- ist löngun til að fara utan og kanna ókunna stigu. Hann þráði að komast á skip og sigla, sjá öldurnar reisa kambinn og brjóta við borð- stokkinn og freyðandi velta inn á þilfarið. Að sjá skipið stíga á ölduhryggjunum, veltast á hliðunum og líða niður í öldudalinn, allt þetta var hans óskadraumur. En jafnframt óskaði hann að kynnast framandi þjóðum og siðum þeirra og gera verzlun við þær og hafa eitthvað upp úr því. Að spara skildinginn og geyma þar til tækifæri var hentugt, var hans mark og mið. Að eignast sjálfur skip og timburstafla, ávexti og annað verðmæti, er jörðin gaf af sér og helzt svo mikið, að talizt gæti að verðmæti í „tunn- um gulls“. Og þegar hann við ævilokin leit yfir reikninginn, tekjur og gjöld, sá hann, að á lífs- leiðinni hafði hann fært heim til föðurlands síns, Danmerkur, 5000 tunnur gulls, hafði 32 útibú í ýmsum löndum, sem 30.000 manns höfðu árlegt uppeldi af og verzlunarveltu, er nam um 500 milljónum króna. Þetta er í fáum orðum sagan um fátæka vika- drenginn frá litlu þorpi í Danmörku, sem „réði sig til sjós“, sem vann sitt ævistarf í sjóferð- um og við dvöl í fjarlægum löndum fyrir föður- land sitt, Danmörku, við lok nítjándu- og á fyrri þriðjungi tuttugustu aldarinnar, eða tæp- um níu hundruð árum síðar en fátæki drengur- inn íslenzki hafði rutt sér braut á svipaðan hátt til frægðar og frama. I. Sjórinn. Rannsóknir jarðarinnar hafa verið fram- kvæmdar smátt og smátt og könnun „hins myrka méginlands“ er nú lokið að mestu. Næsta skref- ið er að kynna sér til hlítar hið ómælanlega, stóra, óþekkta veraldarhaf — sjóinn —, sem hingað til hefur að mestu verið ráðgáta, sem menn hafa veigrað sér við að gjöra tilraun til að ráða. Það er fyrst nú fyrir skömmu, að byrjað var á að rannsaka sjóinn. Á meðan menn höfðu mjög svo takmarkaða þekkingu á meirihluta yfirborðs jarðarinnar, sjónum, hefur mönnum verið ókleift að ráða fram úr ýmsum atriðum, sem hafa vakið efasemdir, og jafnframt verið ómögulegt að leysa. Hinar geologisku og biolo- gisku rannsóknir á sjónum, sem gerðar hafa verið hina síðustu áratugi, hafa gefið mikils- verðan árangur. Eftir því sem mönnum tekst að skyggnast dýpra og dýpra inn í þá leyndar- dóma, sem sjórinn geymir í skauti sínu, opnast nýr heimur, sem vekur vonir um, að fundinn sé lykillinn að mörgum vandamálum, sem hing- að til hefur ekki verið unnt að ráða fram úr og að vér séum nú á takmörkum, sem benda á nýjar leiðir að þekkingu og fræðslu, sem brýt- ur í bága við og jafnvel kollvarpar skoðunum þeim, sem hingað til hafa verið ríkjandi í mörg- um atriðum. Uppgötvanir þær, sem allar líkur eru til að verði gerðar í náinni framtíð, munu að líkind- um hafa svipaða þýðingu fyrir mannkynið eins og fundur Vesturheims hafði fyrr á tímum. Því með aukinni þekkingu á sjónum finnast gögn til sögu jarðarinnar og mannkynsins, jafn- framt sem þekking á dýra- og jurtalífi sjávar- ins vekur aukinn áhuga á því að notfæra sér þau auðæfi, er þar finnast, eftir bezta megni. * * * „Þeir menn, sem reka fiskiveiðar eða atvinnu á sjónum, ættu að hafa áhuga fyrir því að þekkja sem bezt sjóinn og allt honum viðvíkj- andi“, skrifar dr. Harden F. Taylor. „Sjórinn er ekki eingöngu brunnur, er þeir, sem stunda fiskiveiðar, sækja allar sínar nauðsynjar í, en auk þess í ríkum mæli geymir hann lítt kunn og ónotuð auðæfi, er almenningur þarfnast, sem smátt og smátt verður augljósara, eftir því sem 1 □□ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.