Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 26
Stærð og álag nýtízku dieselvéla í skipum Við athugun á stærð og álagi dieselvéla í skipum nútímans, er einkar lærdómsríkt að kynnast því, hvernig þróunin hefur orðið í aðal- atriðum á þessu sviði, og gera samanburð. Eru dæmi nærtæk og hér stuðst við grein í Tiðskr. for Miskiv. no. 2 1954. Þann 22. febrúar 1912 lét danska skipið Selandia úr höfn í fyrstu för sína til Austur- landa. Hún var fyrsta stóra hafskipið búið dieselvélum og venjulega við hana miðað. Er hún og löngu fræg orðin í sögu skipanna sem fyrirrennari þeirrar gerbreytingar, sem á eftir fór. Selandia var búin tveimur aðalvélum af B. & W.-gerð. Átta strokka einvirkum f jórgengisvél- um. Strokkþvermál var 530 mm, slag 730 mm. Snúningshraði á mínútu 140 og meðalþrýsting- ur í strokk 6,2 kg á fercentimeter. Samanlögð mæld hö. 2500, eða 165 hö. í strokk að meðaltali. Tuttugu og fimm árum síðar, eða 1937, var smíðuð önnur Selandia af sömu verksmiðju og sömu eigendum. Breytingar á stórum vélum eru þá orðnar miklar miðað við hö. 1. vélarúmi af sömu lengd og breidd, er nú rúm fyrir eina aðalvél, sem er 7300 hö. En þessi vél er fimm strokka tvígengisvél, tvívirk. Strokkþvermál er 620 mm, slag 1400 mm og snúningshraði 117 á mínútu, meðalþrýstingur í strokk 6,5 kg á fer- centimetra. Hö. í strokk er 1460 eða 730 í hvor- um enda. Hér er alls staðar átt við mæld (indic.) hö. Þungi véla, miðað við hö., hafði létzt úr 109 kg í 54,5 kg. Á þessum 25 árum hefur meðal- þrýstingur verið aukinn aðeins um 0,3 kg á fer- centimetra. Þetta ber að skilja þannig, að fram- farir í smíði og umbætur á efni fer til þess að létta vélina um helming miðað við hö., og ork- an í hverjum strokk verður 9,36 sinnum meiri með aukningu bulluflatarins um 36,8%. Slag- lengd er nálega tvöfölduð, sem eykur bulluhrað- ann úr 1,7 í 2,73 m/sek. f aðalatriðuum hafa allar hinar stóru véla- verksmiðjur álfunnar fylgt svipuðum reglum allt til ársins 1952. Til dæmis má nefna „Oslo- fjord“, smíðað 1949. Það er búið tveimur Gebr. Stork, sjö strokka tvívirkum tvígengisvélum. Meðalþrýstingur er 5,8 kg, snúningshraði 120 á mínútu, hö. í strokk 1360. „Giulio Cesare“, smíðað 1951. Það er búið tveimur Fiat tólf strokka tvívirkum tvígengisvélum. Meðalþrýst- ingur er 6 kg, snúningshraði og hö. í strokk 1337. „Aslaug Torm“, smíðað 1953. Það er búið einni M. A. N. sjö strokka einvirkri tvígengis- vél. Meðalþrýstingur er 6,3 kg, snúningshraði 115 og hö. í strokk eru 1100. „Kungsholm" smíð- að 1953. Hann er búinn tveimur B. & W. átta strokka einvirkum tvígengisvélum. Meðalþrýst- ingur er 6,5 kg, snúningshraði 115 og hö. í strokk 1094. Um 40 ára skeið hefur meðalþrýstingi í stóru dieselvélunum verið haldið að mestu ó- breyttum. Öðru máli gegnir um minni skipa- vélar, þar hefur þróunin orðið mjög á þá leið, að auka bæði snúningshraðann og meðalþrýst- inginn í strokkunum. Þessi dæmi má nefna: Werkspoor fjórgengnis vél frá 1948, átta strokka, hefur 7,9 kg meðalþrýsting og 325 snúningshraða. Tuxham fjórgengis vél, meðal- þrýstingur 6,8, 750 snúningshraða. Völund fjór- gengis vél, 7,65 kg, 375 snúningshraða. B. & W. fjórgengis vél, 7,2 kg, 500 snúningshraða, og með þrýstihleðslu 9,8 kg. Þá smíða Frihs verk- smiðjurnar skipavélar með 10,5 kg meðalþrýst- ing. Til ársins 1952 voru litlar skips-dieselvélar yfirleitt með hærri meðalþrýsting en þær stóru. En þá verður breyting á, er tekið var að nota þrýstihleðslu í stórum tvígengis vélum. Allmerkilegt er það, að B. & W. verksmiðj- urnar eru hér aftur í fararbroddi. Sjálf að- ferðin með þrýstihleðslu á þessari tegund véla var að vísu ekki ný, og hefur verið notuð meðal annars af M. A. N. verksmiðjunum, með svo- kallaðri ,,eftirhleðslu“. Er þá notuð skytta til þess að loka fyrir útstreymisopin í sama mund og bullan lokar skolloftsopunum, til þess að ekk- ert af skolloftinu sleppi út. Fæst með þessu auk- inn þrýstingur á skolloftið, eða 1,35—1,40 at, 120 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.