Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 2
Matthías Þórbarson, fyrrv. ritstjóri: Aukfi hafsins og hagnýting þeirra Árið 1927 kom út í Kaupmannahöfn bók eftir Matthías Þórðarson ritstjóra, er nefndist „Havets Rigdomme og deres Udnyttelse“. Bók þessari var ágætlega tekið, bæði af ritdómurum og almennum lesendum, enda var hún stórfróðleg og prýðilega rituð. Árið 1940 kom hún út í endurbættri og aukinni útgáfu, Hafði höfundur m. a. aukið við bókina löngum kafla, er hann nefndi „Havets Rigdomme og deres Betydning". Nú hefur það orðið að samkomulagi milli Matthíasar og ritstjóra Vikings, að þessi hluti bókarinnar birtist í Víkingi i íslenzkri þýðingu. Kemur ritgerð þessi smám saman í nokkrum næstu blöðum. Þykir blaðinu það verulegur fengur, að geta flutt lesendum sínum þessa ágxtu ritgerð. — Kitstj. Spakmæli. Fyrir heilbrigða er fiskur holl og góð fæða, en sjúklingar mega ekki án hans vera. Frank Braham. Óefað mundu fæðast færri veikluð og ófullburða börn, ef mæðurnar vissu, hvað fiskur er heilsusamleg fæða. Frú Sinclair. Nokkur inngangsorð. Árið 1929 skrifaði höfundur þessarar bókar — Havets rigdomme — skýrslu um ferð til Mið- og Suður-Evrópu, Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. Til ferðarinnar var stofnað að tilhlutun „Síldareinkasölunnar" í þeim tilgangi að athuga möguleika með sölu á síld og öðrum fiskitegund- um í þessum löndum. Árangur af ferðinni varð meðal annars sá, að ég hneigðist að þeirri skoð- un, að þrátt fyrir gott veðurfar, frjósöm héruð og fagurt landslag, væri fólk á þessum slóðum smávaxið, veiklulegt og illa útlítandi og yfirleitt að því er virtist, á lágu menningarstigi og lifði við mun laltari skilyrði en fólk í hinum norðlæg- ari löndum. Við að brjóta heilann um, hvernig á þessu stæði, komst ég að þeirri niðurstöðu, að orsökin gæti tæplega verið önnur en sú, að almenningur hlyti að lifa við lakara viðurværi en menn, er ættu heima í norðurhluta álfunnar, og þá mundi það helzt vera veruleg vöntun á fiskmeti eða sjávarafurðum, er fólk við strendur Norður- sjávarins og Atlantshafsins ætti auðvelt með að afla sér og neytti daglega meira eða minna. Að ferðinni lokinni hafði ég orð á þessu við nokkra þá menn, er ég bjóst við að gætu ráðið gátuna, en varð litlu fróðari, sem í raun og veru getur talizt eðlilegt. Ég skrifaði nokkrar grein- ar um málið, þar á meðal í ensk og svensk blöð og tímarit, og lét þá skoðun óhikað í ljós, að neyzla fiskjar væri heilsusamleg og ýms efni í sjávarafurðum væru jafnvel ómissandi fyrir vöxt og þroska manna og sterkar líkur væru til þess, að fiskurinn í hafinu við stendur Norður- Evrópu, væri orsök til þeirra yfirburða, er nor- ræni kynstofninn hefði yfir fóllc í fjarliggjandi löndum, sem ætti örðugt og jafnvel ómögulegt með að afla sér hans, og þar af leiðandi lifði oft við skort og harðrétti. Margir létu þá skoðun VÍKINEUR 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.