Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 9
ÁRMANN SIGURÐSSON; Fá orð um stórt mál 1 febrúar-marz blaði „Víkings" birtist grein eftir Júlíus Ólafsson vélstjóra, sem hann nefnir „Sjómannadagurinn". Þó greinin sé að nokkru leyti svargi’ein við grein Henriks Thorlaciusar, Lokadagurinn — Slysavarnadagurinn, kemur vélstjórinn víða við í grein sinni, og þar sem ég er í höfuðdráttum ósammála greinarhöfundi, langar mig til að gera smáathugasemdir við greinina, með fullri vinsemd og virðingu fyrir vélstjóranum. Þau ummæli, sem Júlíus Ólafsson telur bæði ósönn og ómakleg í grein H. Th., um sjómanna- daginn og þá menn, sem nú orðið setja svip sinn á hann, tel ég ekki einungis rétt og sönn, heldur álít ég að þetta fyrirkomulag á deginum hafi orðið til þess, að hinir starfandi sjómenn eru nú að mestu hættir að fást til að taka þátt í hátíðahöldum dagsins. Og eins vegna þess, að sjómönnum finnst dagurinn vei’a búinn að missa það gildi, sem hann í upphafi vegar hafði. I stað þess að vera frí- og kynningardagur sjó- mannastéttarinnar, er þetta að verða, og er orð- inn, einn viðbótarskemmtidagur þeirra, sem í landi vinna. Og fannst nú mörgum nóg fyrir. 1 mörgum stöðum úti á landi eru það íþrótta-, verkalýðs- og jafnvel verzlunarmannafélög, sem halda upp á daginn. Sjómennirnir eru í mörgum tilfellum úti á sjó, og á ég þar einkum við tog- arasjómennina, eða þá að sjómennirnir eru ekki fáanlegir til að taka þátt í þeim sýndarathöfn- um, sem í frammi eru hafðar þennan svokallaða „sjómannadag". Nei, herra vélstjóri, þó þér þyki grein Hen- riks Thorlaciusar bæði ósönn og óréttlát, þá er hún engu að síður rétt og sönn mynd af sjó- mannadeginum, eins og hann er farinn að tíðk- ast nú. Og bak við ummæli H. Th. stendur meiri- hluti hinna starfandi sjómanna, og þessvegna sýna sjómenn deginum slíkt áhugaleysi, sem raun ber vitni um. Enda viðurkennir J. 0., að því miður hafi sjómenn ekki sett svip sinn á síðasta sjómannadag. Þannig hefur það líka verið undanfarið. En það er ekki vegna þess, að sjómennirnir séu ekki sömu mennirnir og þeir voru fyrir nokkrum árum, þegar þeir fjöl- menntu á hátíðahöld dagsins, heldur vegna þess að þeim finnst, að við það tækifæri beri helzt til um of á mönnum, t. d. hinum ýmsu mönnum úr stjórnmálaflokkunum, sem æ ofan í æ hafa kolfellt á alþingi jillar þær réttlætiskröfur, sem bornar hafa verið fram, bæði af sjómönnunum sjálfum og eins samþykktum frá þingum F.F. S.í. Á ég þar við t. d. vökulög togarasjómanna og skatta- og útsvarsívilnanir til handa fiski- mönnunum, svo eitthvað sé nefnt. Hefðu þessir sömu menn borið slíka virðingu fyrir sjó- mannastéttinni, sem þeir vilja vera láta á sjó- mannadaginn, þá hefðu þeir beitt áhrifum sín- um á alþingi til að fá samþykktar þessar kröfur, en ekki öfugt. Og það skyldi þó aldrei vera, að þeir útgerðarmenn, sem hæst hafa hrópað á sjómannadaginn, hafi sent skip sín á veiðar dagana fyrir sjómannadaginn? Ef útgerðarmönnum væri eins ant um þennan dag og þeir vilja vera láta, myndu þeir haga því þannig til, að skip þeirra lægju sem oftast í ís- lenzkri höfn þennan eina dag, en það er langt frá að svo sé, þó að til séu heiðarlegar undan- tekningar. En þær eru því miður alltof fáar. Ég sé þessvegna enga ástæðu til að sjómenn taki undir þann lofsöng og þá þakkargjörð, sem vélstjórinn vill syngja útgerðarmönnum og ráðamönnum þjóðarinnar fyrir afskipti þeirra af hagsmunamálum sjómannastéttarinnar. I grein sinni segir J. 0. á einum stað: „Ég hygg, að fiskimannastéttin megi sæmilega við una í venjulegu árferði, að kjör fiskimanna séu ekki lakari en stéttarbi’æðra þeirra í nágranna- löndum . . . “. Ég vildi nú aðeins spyrja: Hvað er maðui’inn að fara, er engin önnur stétt á landinu, sem vél- stjórinn getur miðað kaup fiskimanna við? Þarf endilega að hlaupa í samjöfnuð við sjómenn annan’a þjóða? Þar koma allt aðrir hlutir til greina, annað verðlag á öllum hlutum og annað slíkt. Nei, góði vélstjóri, við skulum í þessu til- felli halda okkur innan takmarka okkar eigin lands. Hinsvegar má það rétt vera, að ef við eigum að finna eitthvað í samlíkingu við kjör V I K I N □ U R 1D3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.