Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 13
Síðan þegi ég litla stund, en bæti því næst við: — Það er bezt að allt sé gleymt. Klukkan tvö á annan í hvítasunnu, 4. júní, vorum við komnir á móts við Sauðanesboða. Var þá komið stillilogn, svo að skipið hreyfðist ekki. Þaðan er aðeins stuttur spölur til Þórshafnar. Settum við nú út skipsbátinn, til að róa skipið inn, þótt liðfáir værum. Höfðum við skamma hríð róið, þegar bátur kom á móti okkur með sex mönnum. Hafði Björn kaupmaður Guð- mundsson sent hann okkur til aðstoðar, þegar sást til skipsins. Innan skamms vorum við komnir inn á höfn- ina, og létum akkerið falla. Þar með var þessari eftirminnilegu ferð lokið. Voru þá 55 dagar liðn- ir frá því er við lögðum af stað úr Reykjavík. Björn kaupmaður tók okkur opnum örmum. Vorum við fyrir löngu taldir af, því ekkert hafði spurzt til ferða okkar, nema óljóst að við mynd- um hafa komið til Patreksfjarðar. Ég dvaldi í landi til kl. að ganga tólf um kvöldið, þá fór ég einn um borð í Engey. Varð Björn kaupmaður mér samferða niður á bryggj- una og fór að spyrja mig um ferðina. Vildi hann fá sem nánastar fréttir af því, hvað einkum hefði tafið okkur. Sagði ég honum að það hefði verið margt, fyrst ís, þá mótvindur og loks þoka. Bauð hann mér síðan að koma og borða hjá sér morgunverð daginn eftir. Þegar ég hitti Björn næsta dag, kvað hann sig vanta mann við ýmsa verkstjórn sumarlangt. Spurði hann mig, hvort ég vildi fara í land og taka við þessu starfi. Það lá við að ég hoppaði upp af fögnuði, því ég var fyrir löngu búinn að fá nóg af verunni á Engey. Sagði ég Birni að ég væri fús til að taka þessu boði. Fór ég því næst um borð, sótti pjönkur mínar og kvaddi Engey. Ég var hjá Birni þar til seint í októbermán- uði um haustið. Leið mér þar í alla staði mjög vel. Hef ég aldrei átt betri né skemmtilegri hús- bónda en Björn Guðmundsson. Læt ég svo þessum ferðasöguþætti lokið. Smœlki Erlendur ferðamaður, er staddur var í London, var að skoða „Yictory", skip Nelsons. Fylgdarmaður hans gekk með honum að koparplötu, sem fest var á þilfarið, tók þar ofan og sagði lotningarfullur: — Á þessum stað féll Nelson. — Það var engin furða. Ég var næstum dottinn um plötuna sjálfur. Patreksfjördur, Fískpvoitjir jHftr II | | |j VIKINEUR Frá skútutmianum. — Fiskþvottur á Patreksfirði í byrjun þessarar aldar. 1D7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.