Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 4
byggilegu, sem nýir tímar færa með sér og sterk velvakandi kynslóð grípur báðum höndum og hagnýtir sér —Þetta er skrifað skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Tuttugu árum síðar (1939) skrifar ritstjóri Einar Black, um ferð sína í Rúmeníu á þessa leið: ,,— Þið megið ekki halda það, að bænd- urnir í Rúmeníu hafi fénað, alifugla eða þess háttar á búum sínum. Alls ekki. Eða hafi mat- jurtagarða, eða með öðrum orðum reki land- búnað eins og danskir bændur gera. Nei, það er öðru nær. Með afar frumstæðum verkfærum yrkja þeir jörðina og rækta tvær korntegundir, hveiti ogmais. Maisinn myljabændurnirogsjóða í pokalérefti eða baka úr honum brauð. Þetta er aðalfæða 80% af íbúum landsins. Afleiðingin af þessu viðurværi — sem er bæði slæmt og óhollt —, hefur eðlilega það í för með sér, að þjóðin — að bændunum ekki undanskildum — lifir við sult og seyru. Húskofunum hjá öllum almenningi er hróflað upp af leir, sem sólin herðir, og flestir kofarnir eru aðeins með einu herbergi, en nokkrir með tveimur, gjörsneyddir öllum þægindum og skrauti. f þessari eins her- bergis íbúð, sem í hæsta lagi er sem svarar i/3 að stærð í hlutfalli við venjuleg herbergi, sefur að jafnaði öll fjölskyldan, oft 8 manneskjur. Elzti meðlimur fjölskyldunnar — venjulega bús- bóndinn — lætur fara sem bezt um sig og sefur á ofninum. Gluggarúðurnar eru útþandar dýra- blöðrur og teygðar sundurskornar garnir. Meira en helmingur íbúanna kann hvorki að lesa eða skrifa —“. Það er þessi ótrúlegi mismunur á menning- unni fyrir norðan og sunnan, milli heimkynna hinna herskáu víkinga fornaldarinnar og niðja þeirra og hinna snauðu vesalinga, niðja þeirra manna, er lifðu undir handarjaðrinum á mestu menntamönnum heimsins, Grikkjum öðru megin og Rómverjum hinum megin —, sem gaf mér tilefni til þess að athuga, hvernig í ósköpunum þessi mismunur á lífskjörum manna gæti átt sér stað. Að viðurværi og lífskjör almennings í einu hinna frjósömustu landa Evrópu séu eins og lýst er hér að framan, getur ekki annað en vakið undrun þeirra manna, er ókunnugir eru. En hér er ekki um einstakt land að ræða. Raddir úr annarri átt, sem ætla má, að hafi við góð og gild rök að styðjast, hafa nýlega látið heyra til sín í merkum víðlesnum biöðum og skal hér fljótt farið yfir sögu. Páll Ellehoj, yfirlæknir á Sumatra, vekur at- hygli manna á því, að í miðríkjum Norður- Ameríku sé fólkið „að „visna upp“ og fá á sig einkenni og blæ þeirra manna, er langdvölum lifa inni á meginlandinu, jafnframt sem- hið gagnstæða á sér stað við strendur Atlantshafs- ins og Kyrrahafsins. Svipaðar fregnir berast annars staðar að. „Hægt og hægt fækkar fólkinu, það „veslast upp“, skrifar hinn þjóðkunni rithöfundur Geof- frey Growther í útvarpserindi frá London til Ameríku: „Ibúum Englands fækkar hraðfara“, segir hann, „og haldi það áfram á sama hátt og það hefur gert í síðustu áratugi þá nemur fækk- unin svo miklu, að í stað 50 milljóna, sem íbúa- fjöldinn er nú, verður hann ekki meiri en 10 milljónir að 100 árum liðnum; og þess er ekki langt að bíða, að svipað eigi sér stað hvað snert- ir Ameríku. 1 Frakklandi er útlitið ennþá lakara. — I Normandí og öðrum norðlægum sjóhéruðum (fiskibæjum), sem bæði hvað viðvíkur fólks- fjölda og manngildi, hefur miðlað ríkinu tals- verðu af ungu og ötulu fólki árlega, er nú orðið ekki nægilegt afgangs til þess að fylla skarðið annars staðar. Það hefur komið til tals að fá fólk frá öðrum löndum, helzt frá Hollandi, sem hefur fleira fólk en þörf er fyrir, því þar fjölgar fólki jafnt og stöðugt. Á síðustu 50 ár- um hefur því fjölgað meir en um helming, frá 4 milljónum í 8 milljónir nú. — Og Holland getur hæglega hjálpað Frakklandi um 100.000 manns árlega. Að fá fólk frá Hollandi fremur en annars staðar að, er meðal annars rökstutt með því, að það sé ávinningur fyrir þjóðina að fá úrvalsfólk af norrænum ættstofni. Frá írlandi — hinni „grænu grösugu eyju“ — er svipað að segja og ekki betra. Irskur rithöf- undur, Sván Ó. Faóláin, skrifar síðastliðið ár meðal annars á þessa leið: „Við írlendingar höfum verið á hraðfara flótta frá fósturjörð- inni síðan hungursneyðin mikla flæddi yfir land- ið á miðri síðustu öld. Á síðustu hundrað árum hefur fólkinu fækkað um meir en helming, frá 6—7 milljónum niður í 3 milljónir íbúa. Áður fyrr gátum við kennt Englendingum um allar hrakfarirnar, að þeir hefðu eyðilagt landið og sogið úr okkur blóðið, en nú er það ekki hægt lengur. Árið 1946 höfðum við haft sjálfstjórn í 25 ár, og þá sýndi fólkstalan. að fólkinu fór sífækkandi. En hvernig getum við skýrt það, að fólkinu fækkar ár frá ári. Náttúrlega hefur flutningur fólks af landi burt mikið að segja, en það eitt út af fyrir sig er ekki ráðning gát - unnar“. „Það getur vel verið“, segir þessi írski rit- höfundur, „að landsmenn mínir sýni hugrekki og karlmennsku á vígvellinum, en t. d. í ásta- málum eru þeir hroðalegar lyddur og ragmenni. Þeir eiga tæplega svo mikla sjálfsbjargarvið- VÍKIN □ U R 9B

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.