Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 23
1/4. Rússar segjast vilja iiingöngu í Atlanshafsbandalagið. — Frakkland er mesta ferðamannaland heims Tekjur af ferðamönnum í fyrra námu 122 milljörðum franka. • 2/4. Eden vísar orðsendingu Rússa um aðild að Atlantshafsbandalaginu á bug. • 3/4. 100 þús. ára mammútakjöt snætt í veizlu landkönnuða í New York Einnig fágætur matur frá heimskautslöndum, maurar frá Kon- gó og nöðrukjöt. — Japan gerist aðili að Alþjóðadómstólnum. • 5/4. Marte krónprinsessa Noregs lézt í morgun. Yerður forseti íslands við útför hennar. • 7/4. Brezk nefnd, sem rannsakar vandamál togaraútgerðarinnar þar í landi, er þeirrar skoðunar, að leggja verði einum af hverjum fjórum tog- urum Breta í sumar, og verður úr- eltum togurum lagt. — Samkvæmt danskri frétt er í ráði að koma á fót sjónvarpi yfir Atlantshafið með endurvarpsstöðvum á Islandi, Græn- landi og Færeyjum. — ítalska þingið ræðir aðild að Evrópuher. 8/4. Meirihluti alls síldarafla Breta fer í bræðslu. • 9/4. Japanskir fiskimenn sækja mjög á fiskimið við Iíóreustrendur, en nýlega víkkaði stjórn Suður- Kóreu landhelgi sína, og beitir hún nú fangelsisrefsingum gegn þeim, sem brotlegir gerast. • 11/4. Japanskir fiskimenn flýja af miðum Kyrrahafsins vegna á- hrifa vetnissprenginga. Geislavirk- ur fiskur veiddist 2200 sjómílur frá hættusvæðinu í Kyrrahafi. 14/4. Heyrst heíur að Churchill muni biðjast lausnar í júnilok. — Oppenheimer hefur verið látinn hætta störfum fyrir kjarnorkuráð USA. Hann er einn af kunnustu sérfræðingum um kjarnorkumál. • 21/4. Japönsku fiskimönnunum, er urðu fyrir áhrifum vetnissprenging- arinnar 1. marz, er ekki hugað líf. Veslast þeir upp vegna þess að vetnissprengjan eyðilagði merginn í beinum þeirra. 22/4. Verkfall færeyskra sjómanna var úrskurðað ógilt í gerðardómi í Kaupmannahöfn. — Hollendingar endurnýja fiskiflota sinn. Verja þeir til þess 190 millj. kr. — Færeyingar selja Sovétríkjunum 160 þús. tunnur síldar. Mesti viðskiptasamningur í sögu eyjanna. — Gróður eyðist í Japan af völdum geislavirks regns. — Vertíðin við Lófót brást hrapa- lega að þessu sinni. • 23/4. Svíar heiðra S.V.F.I. í til- efni af björgun áhafnarinnar á Hanön, sem strandaði við Engey annan jóladag. • 24/4. Sovétstjórnin slítur stjórn- málasambandi við Ástralíu. Sendi- ráðsskrifstofum Sovétríkjanna í Can- berra og Ástralíu í Moskva lokað. — Sjómennirnir færeysku telja danska gerðardóminn ekki dómbæran. — Hafnarverkamenn í Svíþjóð eru nú í verkfalli og breiðist það ört út. 25/4. Sovétríkin hætta að kaupa ull í Ástralíu. 27/4. Ákveðið hefur verið, að rússnesk flotadeild komi í heim- sókn til Svíþjóðar í sumar. Hefur slík heimsókn ekki átt sér stað síðan árið 1914. 30/4. Mjög skæð lömunarveiki hef ur geisað í Svíþjóð í vetur. Er hún nú nokkuð í rénun. — Miklar orust- ur hafa að undanförnu geisað við virkisbæinn Dien-bien-phu í Indó- Kína. Eru Frakkar þar til varnar, her sjálfstæðishreyfingar Viet Minh sækir hart að setuliði þeirra. • 5/5. Geysiharðir bardagar geysa um virkið Dien Bien Phu í Indó- Kina. Uppreisnarmenn halda uppi harðri hríð að virkinu og hafa Frakkar orðið að hörfa úr útvirkj- um sínum. — Bendir allt til þess, að til stjórnarkreppu komi í Frakk- landi vegna ósigra franska hersins í Indó-Kína. • 8/5. Fjallvirki Frakka, Dien Bien Phu í Indó-Kina, er fallið í hendur uppreisnarmanna eftir 20 klst. lát- lausa bardaga í návígi. Hafði orust- an um virkið þá staðið í 57 daga. 12 þúsund franskir hermenn vörðust í virkinu, og er ekki vitað um ör- lög þeirra. — Tilkynnt var í Moskva í dag, að fjórir rithöfundar hefðu verið reknir úr rússneska rithöf- undafélaginu fyrir ósiðsamleg og þjóðhættuleg afbrot. Meðal þessara höfunda voru A. Surov og N. Vyeta, tveir af kunnustu leikritahöfundum Rússa. 14/5. Eden, utanríkismálaráðherra Breta, hefur Iagt fram tillögur í fimm liðum um lausn Kóreu-vanda- málsins. Leggur hann til að fram fari kosningar samtímis bæði í Suð- ur- og Norður-Iíóreu, og verði þær undir alþjóðalegu eftirliti. Eftir að slíkar kosningar hafi farið fram og lögleg stjórn kjörin fyrir allt landið, skuli flytja allt erlent herlið brott úr landinu. — Mihail Bot- vinnik varði heimsmeistaratitil sinn í skák gegn Smyslov. Lauk einvígi þeirra í. gær með jafntefli, hlaut hvor skákmannanna 12 vinninga. — Englandsbanki lækkaði í gær for- vexti sína um '/2% niður í 3%. Er það gert til að létta vaxtabyrðum af útflutningsatvinnuvegunum. — Atkvæðagreiðsla fór fram í gær í franska þjóðþinginu um vantraust á stjórn Laniels, vegna styrjaldar- inar í Indó-Kína. Var vantraustið fellt með aðeins 2 atkvæða mun, 289 atkv. gegn 287. VIKINGUR 117

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.