Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 29
þann tíma til Grænlands, og komu ekki út þangað fyrr en löngu eftir, að Garðaþing var úti. Þetta allt sýnir, að Grænland var nýlenda í tíð Grá- gásar. Hefði Grænland verið sjálfstætt þjóðveldi í tíð Grá- gásar, mundi það sjálft hafa innlimað sig í íslenzka þjóðfélagið með lögtöku Jónsbókar, líkt og t. d. Fjónn og Schleswig innlimuðu sig í Jótland með því að recipera (ganga í) Jótsku lög. Það eru til svo margar og miklar réttarminjar frá Grænlandi úr Jónsbók (eftir 1281), og engar aðrar réttarminjar eftir þann tíma og ekkert, er mæli þeim í gegn, að gildi Jónsbókar á Grænlandi eftir 1281 er hátt hafið yfir allan efa. Á 104. bls. Grænlandsnefndarálits síns segir Gizur Bergsteinsson: „Þótt Jónsbók í þeirri mynd, sem hún var lögtekin á íslandi, tæki ekki til Grænlands, getur hún vitaskuld hafa verið, að breyttu breytanda, lög á Grænlandi samkvæmt sérstakri lagasetningu fyrir það land“. Hér rengir Gizur það ekki, að Jónsbók hafi verið lög á Grænlandi, enda væri honum og öllum það ófært. En hvar eru sannanir hans fyrir því, að hún hafi ekki tekið til Grænlands í þeirri mynd, sem hún var lög- tekin á Islandi? Það er hans bæði að gera grein fyrir þessu, og sanna það, því önnur lögtaka á Jónsbók en sú, sem fór fram á Alþingi 1281 með miklum hita og þungum þinggný, þekkist ekki. Hvar er hin „sérstaka lagasetninng" fyrir Grænland um gildistöku Jónsbókar þar, hvar og hvenær fór hún fram, og hver var lög- gjafinn? Konungur var það ekki, því ekkert löggjafar- vald hafði hann. Garðaþing var það ekki, því Gizuri hefur ekki tekizt að gera líklegt, hvað þá að sanna, að til hafi verið nokkur grænlenzk þjóð, nokkurt græn- lenzkt þjóðfélag, nokkur grænlenzk lög, eða nokkur græn- lenzkur löggjafi. Þar á móti er sannað mál, bæði áf Grágás, lögbókunum og öðrum órengjanlegum rituðum heimildum, að Garðaþing var aðeins dómþing, og þetta er fyllilega staðfest af fornleifum þingstaðarins. Væri það ekki viðeigandi, áður en farið er að tala um sér- staka lagasetning fyrir Grænland, að sanna, að einhver sérstakur löggjafi hafi verið til á Grænlandi eða fyrir Grænland, og einnig, að einhver sérstök grænlenzk lög- gjöf hafi verið til. Hvað á Gizur við með orðunum: „að breyttu breytanda?" Ég vil ekki ætla honum, að hann hugsi sér, að Jónsbók hafi með einhverjum hætti orðið lög á Grænlandi með sérstöku lögþingi á Grænlandi fyrir Grænland. þetta er óhugsanlegur möguleiki eins og þjóðfélaginu var háttað þá, því það, að vera í lög- unum, var að vera í þjóðfélaginu, og tvö lögþing í einu þjóðfélagi er ómögulegt, enda hefur aldrei átt sér stað í forngerm. tíð. Er eitt þjóðfélag gekk í (reciper- aði) lög annars þjóðfélags, var það undantekningar- laust gert til þess, að sameinast því þjóðfélagi, sem átti þau lög, er gengið var í. En að nokkurt forngerm. þjóðfélag hafi skipt sér sundur í tvö eða fleiri full- valda þjóðfélög, þess þekkist ekkert dæmi. Svona lítur Gizur á þetta á bls. 104—105. En á bls. 102—103 telur hann fram ýmisleg tormerki á því, að Jónsbók hafi getað verið lög á Grænlandi, en í því felst, að Grænland hafi verið í várum lögum, þ. e. hluti hins íslenzka þjóðfélags. Fyrsta tormerkið, sem Gizur telur (bls. 102), er, að kristindómsbálkur Járnsíðu og Jónsbókar hefjist með orðunum: „Þat er upphaf laga várra íslendinga, sem upphaf er allra góðra hluta, at vér skulum hafa ok halda kristiliga trú“. Gizur staðhæfir svo: „Rök hníga ekki að því, að Grænlendingar teljast hér Islendingar". Eins og því miður oftast eða ætíð annars, lætur Gizur sönnun máls síns vanta. Hví ekki íslendingar? í laga- máli íslands er hvergi annað heiti til á þeim, og held- ur ekki í réttarheimildum Noregs, sem Grænland hafði mesta verzlun við, og heldur ekki í réttarheimildum nokkurrar annarrar þjóðar í víðri veröld. Það er ein- ungis í sögubókum, að talað er um Grænlendinga. En í réttarheimildum eru þeir lögunautar, og allir lögu- nautarnir hafa sama heiti. — Yoru Grænlendingar máske ekki skyldir að hafa og halda kristilega trú? Ekki veit ég betur en að svo væri, þótt miklir misbrgstir hafi ætíð verið á kristnihaldinu í Norðursetu og séu enn. Þjóðrekur munkur segir í Noregssögunni, að Grænland hafi verið fundið numið og kristnað af íslandi. Og þessu hlýtur að vera þannig varið, að kristnitakan á íslandi hafi tekið yfir Grænland, svo Leifur hafi ekki þurft annað en krefja menn um að láta skírast samkvæmt þeim lögum. Með því einu móti gat hann „kristnað 30 hreppa" á einum vetri. Þess er getið um ísleif biskup, að hann var 1056 vígður til íslands eyja, en þeirra ein var Grænland, og erkibiskup fól í hans umsjá „þjóð Islendinga og Grænlendinga". Síðar höfðu Skálholts- biskupar umboðsmenn á Grænlandi. Síðastur þeirra og sá eini þeirra, sem nú þekkist, var Eiríkur biskup I. Gnúpsson. Erindi þeirra Einars Sokkasonar og Arn- aldar biskups til Alþingis 1126 er álitið verið hafa það, að fá Garðabiskupsdæmi lögtekið. Eftir 1126 varð und- irbiskup Skálholtsbiskups á Grænlandi undirbiskup Garðabiskups. Sátu þeir undirbiskupar í Sandnesi í Vestribyggð, unz byggðarmenn allir tóku sig upp og fluttu til Vesturheims 1342. Frægastur þessara undir- biskupa í Sandnesi var Eiríkur II., er vann mikið og merkilegt trúboðsstarf. Af þessu má sjá, að íslenzku krisíniréttirnir hafa gilt á Grænlandi. Þetta sýna og segja þeir og sjálfir með því, að vera ekki aðeins sniðnir fyrir Island, heldur og fyrir allt hið vestræna svæði, og útilokað er, að Al- þingi hefði samþykkt þá þannig án þess að ætla þeim gildi á Grænlandi. Enginn kristinnréttur hefur nokkru sinni verið samþykktur á Grænlandi. Talar það einnig sínu máli um gildi íslenzku kristinnréttanna þar. Og víst er, að íslenzku tíundarlögin, er giltu á Grænlandi, hafa þar aldrei samþykkt verið. Þá virðist Gizuri þetta ávarp í Bb. Hákonar kon- ungs, 14. júní 1314, andstætt því, að Grænland hafi verið nýlenda Islands: „Hákon með guðs miskunn Noregs konungr, son Magnús konungs, sendir öllum mönnum á íslandi, þeim er þetta bréf sjá eða heyra, kveðju guðs og sína“. Hið eiginlega og opinbera nafn þjóðfélags vors var ísland, eins og t. d. Sjáland í þjóðfélagi Sjálands eða Jótlands í Jótsku lögunum. Ef nú t. d. einhver Dana- konungur ávarpaði Sjálendinga eða Jóta svona í bréfi, og landsþingið á Hringsstöðum eða í Vébjörgum sam- þykkti það, mundi þá Gizur dæma svo, að Sjálendinga- VIKlN □ U 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.