Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 5
leitni í fari sínu, að þeir hafi mannrænu í sér til að viðhalda hinum dauðvona ættstofni". „Áður en bíóin komu til sögunnar“, skrifar höfundur ennfremur, „var lítið um skemmtanir á vetrum og hafðist unga fólkið í smáþorpun- um þá helzt við á veitingahúsum eða hímdi und- ir húsveggjum og horfði út í bláinn. En þrátt fyrir allt hef ég mætur á þjóð minni. — Það er útlit fyrir, að Irar deyi smátt og smátt út, en ef svo verður, mundi heimurinn missa mikið“. „Fiskur er í orðsins fyllsta skilningi nú orð- inn mikið til aðeins hátíða- og herramannsmat- ur“, skrifar enskur rithöfundur. „Meiri hluti þess fiskjar, sem aflast og fluttur er inn í land- ið frá öðrum þjóðum og seldur er á torginu, fer til hins betur megandi hluta þjóðarinn- ar, en hinar dýrari fiskitegundir eru undan- tekningarlaust notaðar til að bera á borð fyrir gesti á gistihúsum og opinberum matsölustöð- um. Hversu örlítið brot er það ekki af ungu kynslóðinni, sem hefur borðað rækjur, humar, ostrur, og aðrar þess háttar fiskitegundir, sem á löngu liðnum tímum, meðal annarra fiskteg- unda, var algengur alþýðumatur. Ýms þau efni, sem eru ómissandi til viðhalds mannlegum lík- ama eru ekki notuð lengur, en aðrar fánýtar og jafnvel skaðlegar fæðutegundir eru komnar í staðinn". * * * Menningin hefur náð meiri þroska norðan til í álfunni en víðast hvar annars staðar. Saga Norðurlanda er annað og meira en saga vík- inga og yfirgangsmanna. Það er saga þrótt- mikilla þolinna manna, karla og kvenna, í bar- áttunni fyrir tilverunni, að tryggja sér og sín- um viðunanleg lífskjör. Norður-Evrópumenn hafa fremur öðrum rutt brautina, ræktað landið og byggt það. Þeir hafa sótt verðmæti úr djúpi. hafsins og iðrum jarðarinnar, dreift framleiðsl- unni og flutt hana til fjarlægra landa. 1 alda- raðir hefur athafnasvæði þeirra verið heima og erlendis og það hefur náð frá hafi til hafs og heimskautanna á milli. Norrænt þrek, dugnaður og framtakssemi, hefur verið dáð frá ómuna tíð. Meðal þúsunda og aftur þúsunda manna, sem hafa rutt braut- ina og skapað verðmæti og rekið atvinnu bæði á sjó og landi, vil ég taka tvö dæmi, sem á hvaða tíma sem er, bæði í nútíð og framtíð, munu álitin til fyrirmyndar. Fyrra dæmið er tekið frá Söguöld íslands, þar sem greint er frá ung- um norðlenzkum bóndasyni og tekið orðrétt eins og það, skrumlaust, blátt áfram, hefur geymst greypt á skinnið frá hendi sagnaritarans, og er á þessa leið: VÍKI N QUR „Ófeigur hét maður og var Skíðason. Hann bjó á Reykjum í Miðfirði. Móðir hans hét Gunn- laug dóttir Ófeigs úr Skörðum. Kona Ófeigs hét Þorgerður, hún var ættstór kona og skörungur mikill. Ófeigur var spekingur mikill og ráða- gerðamaður. Ekki var honum fjárhagurinn hæg- ur, átti lendur miklar, en minna lausafé. Ófeigur átti son við konu sinni, er Oddur hét. Hann var vænn sýnum og vel mannaður og lagð- ist sá orðrómur á, að enginn maður þar í sveit- um væri betur menntur en Oddur. Svo fer fram um hríð, þar til Oddur er 12 vetra. Það var einn dag, að Oddur kemur að máli við föður sinn og biður hann leggja fram fé með sér og hann vilji fara að heiman. En föður hans fannst engin ástæða til þess að hjálpa honum um farareyri. Daginn eftir tekur Odáur vað af þili og veið- arfæri og þar til fékk hann 12 álnir vaðmáls hjá móður sinni, er bað honum velfarnaðar og gengur Oddur svo brott. Hann fer út á Vatns- nes og ræðst í sveit með vermönnum, þiggur af þeim hagræði þau, sem hann þarf nauðsynlegast, að láni og leigu. Og er þeir vissu ætt hans góða, en hann var vinsæll sjálfur, þá hættu þeir til þess að eiga að honum. Oddur kaupir nú allt í skuld og er með þeim þau misseri í fiskiveri og er svo sagt, að þeirra hlutur væri í bezta lagi, er Oddur var í sveit með. Þar var hann þrjá vetur og þrjú sumur og var þá svo komið, að hann hafði goldið hverj- um það, er átti, en þó hafði hann aflað sér góðs kaupeyris. Að liðnum þessum þremur árum kaupir hann sér hlut í ferju og ræðst norður til Stranda og flytur farma norðan, viðu, hval og fiska og afl- ar svo fjár. Nú græðir hann brátt fé, þar til hann á einn ferjuna og heldur nú svo milli Mið- fjarðar og Stranda nokkur sumur og er nú vell- auðugur maður. Nú kaupir hann hlut í kaupfari og ræðst til utanferða og er nú í ferðum um hríð og tekst enn vel og karlmannlega, og verður vel til fjár og mannheilla. Ekki líður lengi þar til hann á einn skipið og mestan hluta farmsins og er nú enn í kaupferðum og gerist stórauðugur maður og ágætur. Hann er oft með höfðingjum og tignum mönnum utan lands og er vel virður sem hann var. Nú kaupir hann annað skip og hafði bæði í kaupferðum og svo var sagt, að enginn væri þann tíma í kaupferðum, sá er jafn auð- ugur væri sem Oddur. Hann var og farsælli (gleggri skipstjóri) en aðrir menn. Aldrei kom hann norðar skipi sínu en á Eyjafjörð og eigi vestar en í Hrútafjörð. Vinir Odds báðu hann nú að hætta kaupferð- 99

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.