Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 19
Hálfpottur af tjðrn Eftir R. K. Andersen, fyrrv. lögreglustjóra í Excise í Burma Þetta er í rauninni saga af Jack Boyes, en ég var húsbóndi hans, er þetta skeði og vissi um allt, sem fram fór, og hjálpaði til. í uppljóstrarstarfi daglega lifsins er það samstarfið, sem er vænlegast til árang- urs. En í þessu máli, sem gerði enda á vel skipulögðu ópíumsmygli í höfn einni í Burma, var það Boyes, sem lék aðalhlutverkið. Sérstök vitneskja, sem hann hafði komizt á snoðir um í æsku, stuðlaði að því að koma upp um ólöglega verzlun, sem til þessa hafði gert alla okkar viðleitni árangurslausa. Jack Boyes var fæddur í Hull. Faðir hans var sjó- maður, sem siglt hafði um öll heimsins höf, en ákvað að lokum að setjast að í Burma með konu sína og Jack. Áður en þau fóru til Austurlanda höfðu þau búið riiðri við höfnina, og drengurinn hafði meiri áhuga á skip- um og sjómönnum en skólanáminu, og hann eyddi mest- um tímanum í að hjálpa sjómönnunum að líta eftir bátum sínum og veiðarfærum. Á þennan hátt kynntist Jack tjöru og eiginleikum hennar. Og þessi kunnugleiki kom honum síðar í góðar þarfir, svo sem brátt mun sagt verða. Þegar ég tók við Akyab-Excise héraðinu, var Jack Boyes umsjónarmaður á lögreglustöðinni, og við urðum brátt góðir vinir. Hann fræddi mig fljótlega á því, hvað fram færi í lögsagnarumdæmi okkar, og veitti mér upp- lýsingar um okkar litla myrkraheim þarna á staðnum. Eitt af því, sem ég komst á snoðir um og olli mér ekki litlum áhyggjum, var það, að þó nokkrir vel þekktir smyglarar komu ópíumbirgðum sínum í gegn öðru hvoru, án þess við gætum klófest þær. Var það eitt „fyrirtæki", sem umsjónarmaður minn játaði, að hann vissi engin deili á, er kom stöðugt varningi sínum í gegn, án þess nokkuð kæmist upp. Hvernig þetta mátti verða, höfðu hinir smyglararnir ekki hugmynd um. Þegar ég ræddi málið við Boyes, sagðist hann þegar hafa heyrt getið um þennan dularfulla flokk, en gat ekkert frætt mig um starfsaðferðir þeirra né hverjir þeir væru. En ópíum var flutt inn, annað hvort sjó- eða landveg frá Indlandi, en honum hafði ekki tekizt að finna út, hvor leiðin var notuð með svo góðum ár- angri. Mér var mikið í mun að taka fyrir þennan alvarlega „leka“, sem við tókum sem eins konar ögrun, og ég brýndi fyrir umsjónarmanninum, að við yrðum að leysa málið án tafar. Hann fór, þungt hugsandi. Dag einn gerði Boyes boð fyrir mig, auðsjáanlega sprengfullur af fréttum. Það kom í ljós, að hann hafði við húsleit komizt yfir tvær kúlur af hráópíum, alveg óskertar. Vildi ég koma með honum á stöðina og líta á þær? Ég fór með honum og athugaði vandlega hinar svo- nefndu „kúlur“, sem voru í rauninni aflangir bútar. Að öðru leyti en því, að báðar voru með skrýtnum, svörtum klessum, gat ég ekki séð neinn mun á þeim og þúsund öðrum ópíumkúlum, sem ég hafði séð áður. „Þú sérð þessar klessur?" sagði Jack. „Það eru tjöru- klessur". Ég sagði honum, að ég hefði þegar getið mér þess til. Hvaða þýðingu gat það haft, spurði ég hann. Þá sagði hann mér af kynnum sínum af fiskimönn- unum í Hull. „Þess vegna get ég fullyrt, að þetta er koltjara, en ekki Stokkhólms-tegundin“, útskýrði hann. „Geturðu sagt mér, hvort tjara er notuð í ópíumverk- smiðjum?" Þessir tveir ópíumbútar voru bersýnilega komnir úr verksmiðjum indversku stjórnarinnar, og ég gat fullvissað umsjónarmanninn um, að tjara væri ekki notuð í þeim stofnunum. „Það þýðir, að við getum útilokað sveitabáta (strand- báta hinna innfæddu) í þetta sinn“, sagði Boyes. „Það er sennilegra, og næstum víst, að þessar kúlur hafi verið fluttar með gufuskipi og verið faldar um borð einhvers staðar þar, sem tjara er. Sveitabátarnir nota Stokk- hólmstjöru". Ég gat ekki annað séð, en þetta væri öldungis rétt ályktað af Jack, og það virtist lofa góðu. Gat verið, að við værum í þann veginn að komast á snoðir um eitt- hvað mikilvægt? Hið endalausa stríð milli tollyfirvaldanna og smygl- aranna var háð eftir viðurkenndum reglum. Sumir við- urkenndu hreinlega, að þeir fengjust við þess háttar starfsemi, og hæddust innilega að vörðum laganna, þeg- ar þeim mistókst að klófesta dýrmæta sendingu af ólög- legum varningi. Þess háttar kattar- og músaleikur var einungis mögulegur vegna þeirra lagareglna, sem við urðum að halda okkur við. Ópíum eða önnur eiturlyf varð beinlínis að finna i vörslum hins grunaða, eða það varð að standa hann að því að selja það, til þess hægt væri að handtaka hann og ákæra. Á sama hátt gat maður verið greinilega undir áhrifum eiturlyfsins, en fyndist enginn vottur þess í fórum hans, var ekki hægt að hreyfa við honum. Þeir „stóru“, sem skipuleggja og kosta þessa starfsemi, þekkja vel þessar lagasmugur, þeir snerta aldrei sjálfir á neinu né láta góssið koma inn í sín hús og eru því öldungis öruggir. Auk þess hafa þeir lögleg störf að skálkaskjóli, svo ekki er hægt að ákæra þá fyrir að lifa af ólöglegri atvinnu. Og svo V I K I N □ U R 113

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.