Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Blaðsíða 3
í Ijós, að þessi getgáta væri ekki ósennileg, en málið þyrfti að athugast ítarlega frá sem flest- um hliðum. Hvernig nokkrir merkir menn og þar á meðal læknar, er ég hafði rætt við um málið, litu á það, skulu hér tilfærð um nokkur dæmi: f innganginum fyrir hinu stóra riti „Dansk Fiskeristat“, sem gefið var út 1935, skrifar landþingmaður, formaður fyrir Dansk Fiskeri Forening", M. C. Jensen, meðal annars á þessa leið: „Fyrir tveim öldum síðan var fiskimeti aðalfæða alþýðu manna hér í Danmörku og hafði verið frá ómunatíð. Það hefur máske verið or- sök til þess, eftir því sem nokkrir menn fullyrða, að forfeður okkar voru harðgjörir menn, sterkir og hraustir“. Læknir, dr. med Johanne Christensen, skrif- ar á þessa leið: „Einstöku menn eru þeirrar skoðunar, að gjörfileiki, þrek og dugnaður, sem einkennir hinn norræna kynþátt, sé öðru frem- ur að þakka neyzlu fiskmetis. Að mótmæla þessu er ærið örðugt, þegar maður hyggur að því, að við strendur Atlantshafsins, Norðursjávarins, á Norðurlöndum og íslandi stóð vagga víkinga og hraustra og þróttmikilla sægarpa, er ekki aðeins námu óbyggð lönd, heldur lögðu undir sig marg- falt fjölmennari lönd og þjóðflokka. í því sam- bandi má einnig minnast þess, að Japanar, vík- ingarnir í austri, í „landi sólaruppkomunnar", sem mikið til lifa á fiski og sjávarafurðum, hafa sýnt mikla yfirburði yfir nágranna sína á meg- inlandi Asíu. — „Matur er mannsins mégin“, segir íslenzkt máltæki, og það er ekki aðeins söguleg reynsla, heldur og rannsóknir vísinda- manna, sem færa okkur fullar sannanir fyrir því, að fiskmeti er meðal hinna heilsusamlegustu fæðutegunda“. í íslenzku vikublaði (,,Vikan“, maí 1939) er tekið svo til orða: „1 Mývatnssveit má óhikað segja að þar er yfirleitt stálhraust og bráðgáfað fólk. Maður hefur fulla ástæðu til að ætla, að það sé ekki sízt fiskurinn í vatninu, sem í alda- raðir, í blíðu sem stríðu, í góðu og misjöfnu ár- ferði og mikið til hefur verið fæða almennings, hafi haft bætandi áhrif, hvað þetta snertir. Mest- ur hluti héraðsbúa hefur dvalið hér mann fram af manni —“. Þessi og svipuð ummæli, sem á síðari árum hafa verið látin í ljós, sýna berlega, að menn eru að komast í skilning um það, hvílíkt vei'ð- mæti fiskmeti er í raun og veru og hve mikla þýðingu neyzla þess hefur fyrir heilbrigði manna og vellíðan. Enginn taki orð mín svo, að alþýða manna hafi ekki um langan aldur haft fullan skilning á því, hvað fiskurinn væri mikils virði, holl og V í K I N □ U R góð fæða. 1 harðæri, þegar örðugt var með alla aðdrætti til lands og sjávar og lítill var afli, var fiskur oft í daglegu tali kallaður „Guðs blessun“, sem fólkið sízt mátti án vera“. Jafn- vel þjóðsagnir herma, að Sighvatur Þórðarson, einn meðal hinna merkustu hirðskálda söguald- arinnar, hafi öðlast skáldgáfu sína af því að hann í æsku í föðurgarði hafi borðað fisk. Þar sem hér að framan er skýrt frá því, að athuganir höfundar þessarar bókar á fólki í Suður-Evrópu hafi gefið tilefni til þess, að hann ræðst í að gera tilraunir til þess að ganga úr skugga um það, að fiskmeti sé ekki aðeins heilsu- samleg fæða, heldur og fæða, sem ekki má án vera, þá er það nauðsynlegt að taka fram flest þau atriði, sem manni virðist að skýri málið. Það er ekki ófróðlegt að heyra ummæli tveggja merkra rithöfunda, sem skrifa um lifnaðarhætti manna og lífskjör á fjarlægum stöðum, og engin ástæða er til að dragar í efa, að rétt sé frá skýrt. Annar þessara manna er Olav Bang, rithöfund- ur, og skrifar hann ritgerð undir yfirskriftinni „Havboerne", um fiskimenn á vesturströnd Jót- lands í Historisk Aarbog 1919, en hinn, ritstjóri Berl. Tid., Einar Black, skrifar um ferð í Suður- Evrópu — Rúmeníu — í blað sitt 18. des. 1939. „— Um fiskimenn hér á vesturströnd Jótlands“, skrifar Olav Bang, „hefur fyrir löngu verið sagt, að þeir séu fátækir, en þrekvaxnir, sterkir og stórir eru þeir, ötulir og úthaldsgóðir". Hann heldur svo áfram og segir: „Þegar maður athug- ar hér ástæður manna yfirleitt, lítur yfir þorpin, sem teygja sig með ströndinni og sumstaðar góð- an spöl inn í landið finnst manni hér yndislegt um að litast. Leggi maður svo leið sína um aðal- götuna og gefi gætur að litlu laglegu húsunum, beggja megin, með snotrum blómgöi’ðum að fi'aman og matjurta- og ávaxtareitum á stórum svæðum að húsabaki, þykir manni hér vinalegt og vel um gengið. Það ber heldur ekki neinn skugga á myndina að sjá laglegt skólahús og kirkju á fögruni stað og leikfimisvöll skammt frá þoi’pinu, svo og hi'einlega, vel málaða mótoi'- vélbáta við bryggjurnar eða við festar skammt fi'á landi, alla af nýjustu gerð, því að þá er enginn lengur í vafa um það, að hér líður fólki vel og unir hag sínurn hið bezta. En taki maður svo tali einn hinna þægilegu, djörfu og bi'áðhyggnu manna eða hraustlegu og velklæddu konur, sem vei’ða á vegi manns, þá kemst maður ekki hjá því að vei'ða snortinn af hinum mikla lífskrafti, sem þessir niðjar hinna foi'nu víkinga eru gæddir, því fi'amfarii'nar á öllum sviðum leyna sér ekki, og manni finnst það ótrúlegt, en jafnframt ánægjulegt, hvernig fólk hér fylgist með í öllu nytsamlegu og upp- 97

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.