Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 2
Matthías Þórðarson, fyrrv. ritstj.: AUÐÆFI HAFSINS XV. Fiskur hefur alltaf verið eftirsótt fæða. Menningarþjóðir fornaldarinnar lifðu vana- lega einföldu og óbrotnu lífi. Menn lifðu aðal- lega á arði framleiðslu sinnar. Babýloníumenn eru fyrsta þjóðin, sem maður hefur sögur af. Fiskur var aðalfæða þeirra. Svipað er sagt um Assyríumenn og Massagata við Kaspiska hafið. Þessir harðfengu og dug- legu menn lifðu næstum eingöngu á fiski. Þeir borðuðu fiskinn hertan í sólinni, saltaðan, soð- inn og steiktan. Herodot segir, að Egyptar væru duglegri en allar aðrar þjóðir, sem hann hefði þekkt, og hann bætir við, „að þeir hefðu þá trú, að allir mannlegir sjúkdómar ættu rót sína að rekja til viðurværisins, — því næst eftir Lyby- ana eru Egyptar heilsubeztir allra þjóða“. Um Grikki er svipað að segja. Þeir neyttu mjög lítils kjöts hversdagslega, en lifðu mest- megnis á sjávarafurðum og plöntufæðu. Það er kunnugt, að Rómverjar stunduðu mik- ið fiskveiðar, bæði með ströndum fram og langt úti á hafinu. Margir af keisurum Rómverja hvöttu strandbyggjanna til að gefa sig að fisk- veiðum og að tína skelfisk. Ágústus keisari stakk upp á því við öldungaráðið, að gefa út fyrir- skipun um betri meðferð og verkun á fiski, og Nero keisari lét á eigin kostnað gera út fisk- leiðangur, þar sem netin voru úr gullvír og silki- tvinna. Rómverjar byggðu ófrjótt land, en þeim mun meiri áherzlu varð að leggja á fiskveiðar og skelfisköflun við strendurnar, fyrir utan hina miklu aðflutninga af fiskmeti frá öðrum stöð- um. Einkum þótti æðri stéttunum gott að fá skelfisk og ýmsar fisktegundir til matar. Sagan segir, að hver einasti rómverskur her- maður hafi haft hníf til að opna með skelfisk. Þess vegna hljóðar það ekki eins undarlega, eins og manni finnst, að Tacitus segir, „að leiðang- ur Caligula keisara Rómverja til Bretlands komst ekki lengra en til Frakklands, þar sem herinn var látinn fara í skeljafjöru.1) Fyrir söguöldina var Ítalía öll skógi vaxin. — 1) Corn. Tac. 20. Kvikfjárræktin var mikilvægur þáttur í bús- kapnum. En skógarnir eyddust smám saman. Fyrst 150 árum f. Kr. er getið um möndlutré og kirsuberjatré, og á tímum Cæsars um ferkju- tréð. Sítrónu- og appelsínutréð er innflutt á mið- öldunum. Rómverjar notuðu fisk mikið, einkum í veizl- ur. Auðugir Rómverjar áttu tilbúnar fisktjarn- ir, og í þær létu þeir fjölmargar fisktegundir, sem þeir notuðu, þegar á þurfti að halda. Moltu- fiskur og humar voru í fornöld hjá öllum uppá- halds fæða. Frá því er sagt, að Júlíus Cæsar hafi þurft 6000 humra í eina máltíð í veizlu, er hann hélt eftir komu sína til Róm, eftir her- ferð í Galliu. Hin upphaflega nægjusemi Rómverja í lifn- aðarháttum breyttist alveg við vaxandi veldi og útbreiðslu ríkisins og þar af leiðandi viðgangi og leiddi af sér óhóf í mat og drykk. — Til er enn matseðill frá veizlu, sem haldin var 24. ágúst árið 63 f. Kr. í tilefni af, að mjög ríkur maður, Lentulus að nafni, var settur inn í prests- embætti. 1 veizlunni var margt tígiðborið fólk, menn og konur. Á matseðlinum stóð meðal ann- ars það, sem hér segir: Fyrstu réttir íglar, nýjar ostrur eins og hver vildi, risaskelfiskur, hornskelfiskur, fuglar með spergli, feit hænsni, posteikur með ostrum og risaskelfiski, Svartur skelfiskur, hvítur skel- fiskur, enn einu sinni hornskelfiskur. Þar að auki rádýrakótelettur, villisvínakótelettur, steiktur fugl, purpurskelfiskur, tvær tegund- ir, o. s. frv. Aðalrétturinn var ýmis konar kjöt- og fisk- meti. Af matseðli þessum sést, að sjávarafurðir hefur ekki vantað. Miðjarðarhafið var ekki ótæmandi af sjávar- afurðum. Þegar fram liðu stundir minnkaði fisk- urinn, og ostru- og skelfiskmiðin tæmdust vegna fólksfjölgunar og aukinnar rányrkju. Með ein- földum áhöldum varð að fara lengra og lengra til að ná í fiskmetið, frá Svartahafinu til Atl- antshafsins, þangað til að hætta varð við þessa erfiðu leiðangra af ýmsum ástæðum. Fólkið fékk of lítið að borða og fátæktin ,jókst. Borgirnar 4D vÍki y BUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.