Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 19
vara frá Isafirði og Páli Pálssyni frá Hnífsdal.
Ætluðu skipstjórar þessara báta að freista þess,
að bjarga frá sjó. Hafði Andvari línubyssu og
björgunarstól, en skipverjar voru fjórir. Vegna
mannfæðar á Andvara, komu um borð í hann
skipstjóri Goðaness (hann er bróðir skipstjór-
ans á Agli rauða) og nokkrir hásetar hans,
ásamt 1. stýrimanni og nokkrum skipverjum af
togaranum Jörundi. Snemma um morguninn fór
Andvari upp undir brimgarðinn í námunda við
flakið og skaut nokkrum skotum úr línubyssu,
en hæfði ekki, einkum vegna myrkurs, hríðar
og roks. Varð nú frá að hverfa, og farið var út
að togaranum Jörundi. Var þar fenginn stærri
og kraftmeiri línubyssa og björgunarstóll til
vara. Var síðan farið á Andvara upp undir
flakið og skotið úr línubyssunni nokkrum skot-
um áður en tókst að hæfa stjórnpall, því þar
héldust skipbrotsmenn við. Vegalengdin frá
Andvara í flakið var um 200 metrar. Varp-
aði Andvari ekki akkeri, en hafrót var, og braut
aftan og framan við bátinn. Sýndu skipstjóri
og starfsmenn hans áræði og karlmennskuk, því
aðstæður voru ógnþrungnar. Beita varð vél
bátsins, en ef hún hefði bilað, voru leikslok tví-
sýn. Fyrst í stað gekk greiðlega að draga björg-
unarstólinn á milli, eða 6—10 mínútur, þar til
línuspilið bilaði og varð að draga á handafli.
Eftir það gekk björgunin seint. Hjálpaði það
einnig til, að línan var löðrandi í olíu. Kom það
sér vel og réði raunar úrslitum, að mennirnir
frá Goðanesi og Jörundi voru um borð í And-
vara, og tóku við að draga stólinn á milli, þeg-
ar vindan bilaði.
Nokkru eftir að Ægir hafði varpað akkeri,
var vélbáturinn settur á flot og mannaður 1.
stýrimanni, Árna Valdemarssyni, einum véla-
manni og þrem hásetum. Var verkefni vélbáts
Ægis að taka við skipbrotsmönnum úr vélbátn-
um Andvara og flytja þá ýmist um borð í Jör-
und og síðar í Pál Pálsson, er flutti þá í Jör-
und. Var verkefni vélbátsmanna Ægis áhættu-
samt. Ef eitthvað hefði borið út af við stýri
og vél', gat illa farið. Sem betur fór kom ekki
til neinna óhappa hjá þessum bátum, er voru
í fremstu línu. Með þessum hætti tókst að
bjarga 13 mönnum. Voru flestir þessara manna
mjög þjakaðir og illa haldnir. Kaldir og svang-
ir, og löðrandi í olíu voru þeir flestir. Um borð
í bátnum og Jörundi fengu mennirnir þurr föt
og aðhlynningu eftir beztu föngum.
Frá þaki stjórnklefans var öllum skipbrots-
mönnunum komið í björgunarstól og bundnir.
Gerði það skipstjórinn, Ingólfur Gíslason, og fór
hann síðastur úr flakinu. Má mikið róma þrek
hans og karlmennsku. Var nú Ijóst orðið, að
VÍKINQUR
alls 29 mönnum hafði verið bjargað, 13 frá sjó
og 16 frá landi. Lá nú næst fyrir að koma mat
og fatnaði til þeirra 34 manna, er héldust við
í eyðibýlinu Sléttu. Um kl. 17 var varpað akk-
eri undan Hesteyri, sökum þess, að ekki var
hægt að lenda annars staðar. Vélbáturinn Sæ-
björn frá ísafirði kom með 16 skíðamenn, alla
vel útbúna, og ætluðu þeir með mat og föt að
Sléttubýli. Með þessum mönnum slóust í för-
ina 17 menn frá Neptúnusi, og voru þeir einnig
vel búnir vistum og fatnaði. Sæbjörn setti þessa
menn í land, og voru þeir komnir að Sléttu kl.
22. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda aftur
þetta stórum báti. Fór þess vegna Andvari með
léttbát Ægis í eftirdragi og skipverja af tog-
urunum Jörundi, Goðanesi og ísólfi, um 20 að
tölu. Fóru þessir menn allir með mat og fatn-
að. Komu þeir að Sléttu kl. 23. Gátu nú allir
mettað sig og klæðst þurrum fatnaði. Senni-
lega hefur aldrei jafn fjölmennur hópur manna
gist Sléttubýli eins og þessa nótt, eða 85 menn.
Það er víst, að til svefns lögðust þetta kvöld
þreyttir, fórnfúsir og viljasterkir drengir, er
gefið hafa öllum mönnum gott fordæmi.
Þegar leið að miðnætti, fór veðrinu að slota,
en bylur hélst fram eftir nóttu. Um morguninn
var komið bezta veður. í birtingu var akkeri
létt og siglt að Sléttueyri og lagzt þar kl. rúm-
lega 9,00. Var vélbátur og léttbátur settir á flot
og sendir í land, til að ná í skipbrots- og leið-
angursmenn. Voru þeir fluttir í Andvara, er
fór með skipbrotsmennina 16 og ísfirðingana
um borð í Ægir og hina mennina til sinna skipa.
Var þessum flutningum lokið um kl. 10,00.
Kl. 14,30 kom Ægir til ísafjarðar. Var þar
fyrir togarinn Jörundur með 13 skipbrotsmenn.
Farið var með þá á sjúkrahús, er þurftu læknis,
og gert að meinum þeirra. Á Isafirði fengu skip-
brotsmenn hressingu, föt og skó. Það var ákveð-
ið, að Ægir færi með skipbrotsmennina til
Reykjavíkur. Var farið frá Isafirði kl. 21,30,
og komið til Reykjavíkur kl. 14,35 þann 29.
janúar. — Skipstjóri í ferðinni var Magnús
Björnsson.
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandl:
FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS.
Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Maanús Jensson.
Ritnefnd:
Július Kr. Ólafsson, Henry Hálfdanarson, Halldór Jónsson, Sveinn
Þcrsteinsson, Birgir Thoroddsen, Theódór Gislason. — Blaöið kem-
ur út elnu sinni i mánuði, og kostar árgangurinn 60 krónur.
Ritstjóm og afgrelðsla er i Fiskhöllinnl, Reykjavík.
Utanáskrift: „ViMngur", pósthólf 425, —
Reykjavik. Sitni 5653.
Ritstjórlnn er til viðtals á skrlfstofu blaðslns, 1 Fiskhöllinni,
þriðjudaga og íimmtudaga kl. 9—10 f.h. Laugardaga kl. 1—1 e.h.
Auk þess venjulega I heimasima hans 9177, eftir kl. 8 á kvöldin.
Að öðru leyti eftir samkomulagi.
Prentað I ísafoldarprentsmiöju h.f.
57