Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 8
því fyrirsjáanlegt var, að þess yrði mikil þörf eftir styrjöldina. Einn liður í þeirri viðleitni var að friða viss veiðisvæði næst ströndum landsins, og alla firði og flóa. Þó var það ekki framkvæmt fyrr en komið hafði í ljós, að margt benti til algjörrar fiskiþurrðar á ýmsum beztu veiðisvæðum lands- ins, svo að til landauðnar horfði í þeim byggð- arlögum, er að mestu átti tilveru sína undir sjávarafla. Og enn var beðið með framkvæmdir þar til dómur var fallinn í hliðstæðu máli á milli Eng- lendinga og Norðmanna fyrir sams konar að- gerðir og Norðmenn höfðu unnið það við Alþjóða- dómstólinn í Haag. Friðunaraðgerðir íslenzku ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag á takmörk- un veiðisvæðanna, voru algjörlega miðaðar við þær niðurstöður, þannig að hvergi mun hafa verið lengra gengið, en fremur á hinn veginn, og þar sem þeir deiluaðilar, er þar áttust við, það eru Bretar og Norðmenn, höfðu fyllilega viðurkennt þær dómsniðurstöður og óskað hver öðrum til hamingju með úrslitin, enda í anda þeirra fögru fyrirheita um viðurkenndan rétt allra þjóða um, að hver þjóð ætti að geta búið að sínu, án ótta um að nágrannarnir ágirndust eignarétt hennar, þá mátti vonast til, og enda teljast víst, að þessar lífsnauðsynlegu aðgerðir íslenzku ríkisstjórnarinnar yrðu virtar, enda einnig algjörlega í anda stofnskrár Sameinuðu þjóðanna um rétt allra þjóða til að ráða sér sjálfar, og vera öruggar um það, að sá réttur væri í heiðri hafður. Hér er ég þá kominn að þeim hluta máls míns, er fyrirsögn þess greinir frá, um frið- unarlögin, skoðuð í ljósi hinna fögru fyrirheita um framtíðaröryggi þjóðanna, frá ótta um á- sælni nágrannanna á lífsafkomu þeirra. Staðreyndirnar eru þessar: Þegar stórveldin riðuðu á heljarþröm fyrir hinum ógurlegu árás- aröflum og hrópuðu á hjálp allra frelsisunn- andi þjóða, og við íslendingar sættum okkur við hernám og lögðum fram lið okkar á mörg- um sviðum til hjálpar, eins og ég hef getið um hér á undan, og okkur var heitið margs konar fríðindum til að tryggja lífsafkomuna í fram- tíðinni, og við svo gerum lífsnauðsynlegar ráð- stafanir til að fyrirbyggja eyðingu veiðisvæða, aðeins innan fjarða og flóa og einnar sjómílu útfærslu frá því, sem áður var út frá strönd- um landsins, þá hefði mátt ætla, að þessi litla prófraun, skoðuð í áðurgreindum fyrirheitum, hefði staðizt og sú þjóð, sem hér kom mest við sögu og mestu hafði heitið og mestrar aðstoð- ar notið frá okkur, þegar verst stóð á fyrir henni, það eru Englendingar, mundu sætta sig við þessar aðgerðir, en því miður féllu þeir al- gjörlega á prófinu. Nú voru öll gefin loforð um beztu kjör í sambandi við fisksölu til Bretlands gleymd. Það var sett á löndunarbann á öllum ísvörðum fiski frá Islandi til Bretlands, og ef einhver ætlaði sér að virða það bann að vettugi, þá var sett viðskiptabann á hann, og þar með voru allar okkar siglingar með ísvarinn fisk til Bretlands stöðvaðar. Og það var gert meira. Alls konar svívirðilegar greinar voru birtar í b^ezkum blöðum um þessa óstýrilátu náunga hér norður í höfum, sem ætl- uðu að voga sér að bjóða hinu volduga „Brezka ljóni“ byrginn. Og komu jafnvel fram raddir um það og það harmað, að nú skyldi ekki vera til neinn „Sir Francis Drake“ til að rétta hlut „Brezka ljónsins“ og refsa þessum skepnum hér á hjara veraldar. Það væri nú ekki fráleitt að staldra hér við og huga að, hvers konar maður það var, sem harmað var að ekki væri til taks til að rétta hlut Englands. Það vill svo vel til, að miklar sögur fóru af honum á þeim tímum, sem hinn nýi heimur, „Ameríka", var að byggj- ast. Hann var þá einn frægasti sjóræningi, er þá var uppi, og varð frægur af því að brenna heilar borgir og kirkjur, og slátra bæði konum og börnum. Um þetta segir hinn kunni ferða- langur Kjartan Ólafsson í hinni nýútkomnu bók sinni, „Sól í fullu suðri“. Drake vann mörg skrælingjaleg spellvirki á elzta musteri drott- ins í hinum nýja heimi. Af slíkum dáðum varð hann ástsæll af enskum guðsmönnum og öðru stórmenni, og þá aðalstign af Elízabetu drottn- ingu. Musteri þetta er dómkirkjan í Santo Domingo, þar sem jarðneskar leifar mesta sæ- fara veraldar, Kristofers Kolumbusar, hvíla, en um hana segir hr. Kjartan í sömu bók: „Hún er allfornleg að sjá og ber enn menjar eftir heimsókn Drakes. En þá bar hann eld að henni og allri borginni. Nú verðum vér, til að vera sanngjarnir, að meta þessar aðgerðir Drakes í Ijósi þeirra tíma, er þá voru, það voru tímar styrjalda og grimmdar og þá háðar undirokun- arstyrjaldir án allrar miskunnar. En nú eru aft- ur á móti allt aðrir tímar, og engin frjálst hugs- andi þjóð ætti kinnroðalaust að leyfa slíkri hugs- un að festa rætur, að æskilegt væri að slíkir morðvargar væru til staðar til að rétta hlut þeirra. Allra sízt ætti sú þjóð, sem hefur í tveimur heimsstyrjöldum hátíðlega lýst því yfir, að hún teldi það sitt æðsta hlutverk, að vernda rétt smáþjóðanna og verið annar aðal-aðili að því, að gefa út hina hátíðlegu yfirlýsingu um hið göfugasta takmark, sem nokkurn tíma hef- ur verið gefið út, í sambandi við hinn helga rétt 46 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.