Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 12
Skýrslan, sem fyrir liggur um upptök eldsins, bendir til þess, að vegna tóbaksreykinga í einhverju rúminu, hafi kviknað í rúmdýnu, en þær voru gerðar úr „froðu- gúmmí“. Sökum hinna hörmulegu afleiðinga, sem urðu af þess- um bruna, áminnir Verzlunarmálaráðuneytið skipshafn- ir að setja á sig eftirfarandi reglur ef íkviknun á sér stað: 1) Þegar reykjarlykt finnst, skal strax setja bruna- boðann í gang og vekja alla, sem sofandi eru. 2) Reynið strax að slökkva, ef tök virðast á því, eða: 3) lokið öllum dyrum, ljórum og öðrum opum að her- bergjum, sem kviknað er í, þangað til slökkvitækin eru komin í lag. 4) Fjarlægið öll eldfim efni. Ekki eru aðrar hættur á sjó voðalegri en skipsbruni. Gera sjómenn sér yfirleitt ekki Ijóst, hve hættan sú er jafnan nærri. Þeir gefa því heldur ekki gaum sem skyldi, þó talað sé fyrir þeim um eldvarnir og öryggis- tæki. Til þess að sem fullkomnast öryggi náist á þessu sviði, verða sjómennirnir að taka málið í sínar hendur, meira en þeir áður hafa gert. Þeir verða að koma því til leiðar, fyrst og fremst, að varlega sé farið með eld á skipunum. Aðrir hafa í rauninni ekki aðstöðu til þess. Þeir verða að ganga eftir því, að slökkvibúnaður sé í fullkomnu lagi á hverjum tíma. Og til viðbótar þeim fjórum reglum, sem áður getur, viljum vér leggja sjó- mönnum á hjarta aðrar fjórar til viðbótar, ef verða mætti að þær gætu einhverju sinni afstýrt þeirri ægi- legustu af öllum hættum — eldsvoða: 1) Sjáið um að öll slökkvitæki séu ávalt á sínum stað, tilbúin til notkunar, eða gerið kröfu til að þau séu lagfærð áður en skip lætur úr höfn. 2) Séu reglubundnar slökkviæfngar ekki framkvymd- ar, þá gerið kröfu til að svo verði gert. Fákænska og öngþveiti geta á hættustund valdið stórtjóni. 3) Sýnið sjálfir umhyggjusemi og varúð í meðferð á eldi — bæði í vélarúmi og annarstaðar í skipinu. 4) Verði laus eldur í skipinu, þá komið fram með myndugleik og festu og fylgið þeim reglum, sem bent hefir verið á. (Ættu þær að vera auglýstar sem víðast á skipinu). Nefnd vátryggingamanna frá Liverpool hefir komist að raun um, að síðastliðið ár (1953), hafi 391 bruni átt sér stað í skipum, 500 smál. og þar yfir. Þrettán skipanna eyðilögðust algerlega. Nefndarálitið ber einnig með sér, að 100 áttu sér stað í rúmsjó og 57 í skipum, sem voru í smíðum eða í viðgerð. Þó margar íkviknanir væru uppgötvaðar fljót- lega, varð skaðinn stundum talsverður. Margir áttu upptök af neistum frá suðutækjum, sem kveiktu í tvisti eða öðru eldfimu efni. Það er mjög áríðandi, segir nefndin, að fjarlægja allt slíkt áður en vinna hefst. Nýtt skordýraeitur til notkunar í skipum Flestir sjómenn vita, hve mikil plága kakalakar og önnur skordýr geta verið í skipum, einkum í hitabeltinu. Sjómennirnir eru svo að segja í daglegu stríði við þessi viðbjóðslegu skordýr, og bíða þó yfirleitt lægri hlut. Sjaldnast tekst að útrýma þeim með öllu. Ávalt er og hætta á að önnur komi með nýjum farmi. Eftir því sem blaðið „Shipbuilding and Shipping Record" skrifar, er nú fundið nýtt og kröftugt varnar- lyf í baráttunni við kakalakana og önnur skordýr, sem ásækja skipin, t. d. veggjalýs, bjöllur, mýflugur, hús- flugur, maura o. fl. Enskir skordýrafræðingar unnu með aðstoð brezka nýlendumálaráðuneytisins, rannsóknardeild landbúnað- arráðuneytisins og heilbrigðismáladeild Lundúnahafnar að fullkomnun hins sterka varnarlyfs „Dieldrin", sem þeir blönduðu síðan sérstöku, tilbúnu bindiefni. Vökva þessum er sprautað á veggi og verður þá að glerhörðu lakki, sem hefir þann eiginleika, að það „döggvast", og er það þessi „dögg“, sem er bráðdrepandi fyrir skor- dýrin, nálega hve lítið, sem þau snerta hana. Vökvinn er nefndur „Ripolac". Dieldrin kristallast í miklu fín- gerðari og smærri kristalla en aðrir úðunarvökvar, en er þó 200 sinnum sterkari en t. d. D.D.T. Það er mikill kostur við þetta nýja „lakk“, að hægt er að þvo það. I meira en 100 enskum skipum hefir það nú verið notað í 214 ár. Það hefir verið þvegið viku- lega með öllum venjulegum þvottaefnum, jafnvel vítis- sóda, en það heldur þó áhrifum sínum eftir sem áður. Döggin hverfur að vísu stutta stund eftir þvottinn, en kemur fljótlega aftur. Virðast lítil takmörk fyrir end- ingu hennar. Ekki er þörf á að sprauta Ripolakki á allar þiljur. Eigi til dæmis að útrýma kakalökum, nægrir að sprauta lakkinu þar, sem þeir halda sig mest og verpa eggjum sínum. Nauðsynlegt er þó, að sérfróðir menn annist það verk. Gjörð hafa verið ný tæki til þess að tryggja rétta úðun. Sá, sem framkvæmir verkið, verður að búa sig gasgrímu. Til þess að vökvinn myndi hið harða, gagn- sæja lakk, verður að blanda hann leysiefni, sýru, en gufan af henni er banvæn. Leysiefnum er blandað í vökvann í ákveðnum hlutföllum, rétt áður en sprautað er. Lakkið þornar á %—1 klst. og heldur árum saman. Eru nú líkur til að hægt verði að ganga á milli bols og höfuðs á kakalökunum, og að dagar þeirra í skip- unum séu taldir. Því miður verða menn þó að vera við því búnir að náttúran komi þeim til hjálpar, og gjöri þá smám saman ónæma, en þá verða vísindin að byrja á nýjan leik. Þýtt úr „Tidskrift for Maslánvæserí'. H.J. 50 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.