Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Side 6
 Ising á togara. Kl. 16,53 biður ameríska björgunarflugvélin 5301 um upplýsingar viðvíkjandi stað skipsins, sem væri í hættu og fyrirætlanir þess. Þessu svaraði Lancella, að staðurinn væri kringum 90 sjómílur norðaustur af Horni. Veð- ur norðaustan, vindmagn 11—12. Skyggni ekk- ert til 50 faðmar. Kl. 17,02 biður björgunarflugvélin 5301 Rod- erigo að senda merki á 500 kiloriðum, er skipið svaraði: „Get ekki notaö 500 kiloriöin, skipiÖ hallast nú mjög til stjórboröa". Þá spyr björgunarflugvélin Roderigo: „Hvaö ætlizt þiö fyrir?“ Kl. 17,04 svarar Rodergio: „Engar fyrirætl- anir. Höllumst enn meir. Ekkert skyggni. Höll- umst enn meir til stjórhoröa“. Kl. 17,05 endurtekur Roderigo: „Hallast enn áfram til stjórnborða, get ekki rétt hana viö“. Kl. 17,08 segir Roderigo og notar ávallt tal- stöðina: „Leggst enn á hliöina, leggst á hliÖina“. Síðan kom á morsi: „S.O.S., skipinu hvolfir". Og kl. 17,09, síðasta orðsendingin: „Roderigo ’ í hvolfir", endurtekið stöðugt þar til kl. 17,12, er sendingar hættu. „Einnig þessi loftskeytamaður", segir Rivett ^ skipstjóri, „verðskuldar hina mestu viðurkenn- ingu. Hann stóð á verðinum til síðustu stundar". Kiinglulöguð heiskip Árið 1875 teiknaði hinn rússneski aðmíráll Popoff kringlulagað herskip, er síðar var byggt í skipasmíðastöðinni Nikiloiew. Skip þetta var, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, harla ein- kennilegt og fékk nafnið „Novgorod". Var það að ummáli 33,5 metrar, búið þrem skrúfum. Á miðju skipinu var komið fyrir skotturni, sem brynvarinn var með 13 þumlunga þykkum stálplötum. Þar voru tvær fallbyssur, mjög stórar. Aðalkostir þessa herskips voru taldir þeir, að skjóta mátti í hvaða átt sem var, því skipinu var hægt að snúa á blettinum. Sama ár var einnig lokið smíði á öðru hring- herskipi og hlaut það nafnið „Popoff aðmíráll“, til heiðurs uppfinningamanninum, en það var nokkuð stærra en hið fyrr talda, eða ca. 40 metr- ar að ummáli, og stálvarnir þess voru mun þykkri. Þessi einkennilega gerð herskipa, er aðallega voru ætluð til varnar árósum og hafnarmynn- um, náði þó ekki vinsældum hjá sjóhernum, því fleiri slík skip voru ekki byggð. Prestur einn í Ameríku fékk svipaða hug- mynd og teiknaði hringskip, er hann sendi sjó- herráði Bandaríkjanna, sem lét gera líkan af skipinu og hefur þar við setið. Amerískum sér- fræðingum hefur víst ekki þótt svara kostnaði að smíða slík herskip. J 44 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.