Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Qupperneq 17
Ktinni Með fæturna uppá borðinu. Ef þú kemur um borð í brezkt herskip og sérð ein- hverja af yfirmönnum skipsins sitja með fæturna upp á borðröndinni, máttu ekki álíta mennina dónalega. í brezkum annálum segir, að yfirmaður á skipi sem farið hefur fyrir Góðravonarhöfða, sé leyfilegt að leggja annan fótinn uppá borðröndina. Hafi hann einnig farið fyrir Cape Horn, má hann leggja báðar fætur uppá borðið. Grunnt vatn. Aðeins á einum stað er Eystrasalt 459 metra djúpt, og er það fyrir norðan Gotland. Á tveimur stöðum öðr- um er dýpið yfir 200 metrar. Amir-al-bar. Flotaforingjar eru, eins og kunnugt er, kallaðir „admirals". Orðið er komið af arabiska heitinu „Amir- al-bar“, sem þýðir „Sigurvegari hafsins". Er hann alls gáður? Ef þú efast um að einhver kunningi þinn sé alls gáð- ur, þá láttu hann bera fram nafnið á indverska bark- skipinu „Nethyakalyani", eða annað indverskt skips- nafn, „Mtoreislithapoli". Takizt honum það við fyrstu tilraun, verður hann að teljast „edru“. Sjóvátrygging í gamla daga. Sjóvátryggingin er vafalaust hin elzta tryggingar- starfsemi, sem þekkist. f fornöld lögðu auðkýfingar á eyjunum Krít og Rhodos fram fjárfúlgu, er greiðast skyldi þeim aftur með háum vöxtum, ef viðkomandi skip komst heilu og höldnu til ákvörðunarstaðar. Fær- ist skipið á leiðinni, voru peningarnir ekki endurgreiddir. í þessu sambandi má geta þess, að ameríska risaskipið „United States“ er vátryggt fyrir hæstu upphæð, sem nokkurt skip hefur verið tryggt fyrir, eða um 500 milljónir íslenzkra króna. Gamlir málshættir. „Látið þá róa, sem það hafa lært“. „Aftast í bátnum situr skipstjórinn“. „Er skipverjar eru ósáttir, ferst skipið". „Stýrið bíður ekki eftir neinum". „Hægur vindur færir skipið í höfn“. „Hérinn fordæmir sjóinn, því hann kann ekki að synda“. sökkt fleiri þýzkum kafbátum, heldur en kaupskipum Bandamanna, en þrátt fyrir þessi umskipti voru þýzku kafbátarnir ætíð eitt af erfiðustu viðfangsefnunum. Aðeins einum degi fyrir stríðslok var tveimur kaupskip- um Bandamanna sökkt af Þjóðverjum. Paradís sjómanna. Þegar langferðasjómenn komu að landi í einhverri höfn, þar sem nóg var af kvenfólki, drykkjarvörum og dansi, kölluðu þeir þann stað „Fiddlers Green“ — Para- dís sjómanna. Hans hátign Fjandinn. Brezkir sjómenn nefndu oft Myrkrahöfðingjann „Hans hátign Fjandann". Þeir gáfu honum og stund- um annað gælunafn, eða „Jimmy Aquerfoot". „Ratsjá“. Locophonninn er löngu gleymdur, en sú uppfinning kom á markaðinn árið 1914. Þetta verkfæri var ætlað til þess að ákveða í hvaða átt annað skip var, er gaf frá sér hljóðmerki, annað hvort með eimblæstri eða bjölluhringinu. Þá var hægt með þessu verkfæri að ákveða með nokkurri vissu í hvaða átt hljóðvitar voru og jafnvel brimhljóð. Locophonninn var messing horn, sem komið var fyrir eins hátt á skipinu og hægt var. Horninu var síðan snúið í hvaða átt sem var, með þar til gerðum tilfæringum í stýrishúsi. Hljóðið, sem hornið nam, heyrðist sterkast er horninu var beint í rétta átt til þess. Asnar um borð. „Donkey-pumpa“ þýðir, eins og vitað er, ekkert ann- að en „Asnadæla". Á þýzku er dæla þessi kölluð „Kleines pherd“ og á frönsku „Petit cheval". Þetta er löngu komið inn í sjómannamál, að kalla allar hjálparvélar „Donkey" — „Donkey“-ketill o. s. frv. Skjótið aðmírálinn. „Það er gott að drepa aðmírál, svona öðru hvoru“, skrifaði Voltaire, en þá átti hann við þann atburð, er John Byng aðmíráll var skotinn til bana, þar sem hann stóð í lyftingu á skipi sínu, H.M.S. Monarch, hinn 14. marz 1757. Ástæðan var sú, að honum hafði ekki tek- izt að ná eyjunni Minorca við austurströnd Spánar á sitt vald. Faðir hans, George Byng aðmíráll, var næst æðsti maður flotadeildarinnar, sem tók Gibraltar árið 1703 og lagði undir brezku krúnuna. Sparisjóður sjómanna. í New York er banki, sem aðallega er ætlaður til að ávaxta sparifé sjómanna. Bankinn heitir „The Seamen’s Bank for Savings". Vextir bankans eru þeir hæstu, er þekkjast vestan hafs. Met. Frá síðustu heimsstyrjöld. Árið 1830 setti seglskipið „Columbia" nýtt met á Á stríðsárunum var 2775 skipum sökkt fyrir Vestur- leiðinni frá New York til London. Ferðin tók 17 daga. veldunum. Samtals voru skip þessi 14,5 millj. brúttó Gamla metið var 30 dagar. Þetta met stóð óhaggað í rúmlestir. 64% af skipatjóninu varð í „Orustunni um 16 ár, eða þangað til „Yorkshire“ fór sömu leið á 16 Atlantshafið“. f ágústmánuði 1943 var í fyrsta sinn dögum. j j -jgjj VÍKINQUR 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.