Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Blaðsíða 16
Skriftagangur gamall.
Prestur með pokarass,
áttu ekki dropa vasst)
að selja mér til sunnudags?
Syndir mínar segi ’þér,
segðu þxr ekki eftir mér.
Ég hef stolið mör úr ám,
bxði svörtum og gráum.
Ég hef stolið mör úr mókollóttum hrúti.
Svo er þessi minn skrifagangur úti.
Aflausn gömul.
Fyrst þú syndugur sagður ert mér,
svo vil ég aflausn gjöra þér,
með svo miklum málavexti,
minn svo hljóðar orðtexti:
Sértu þar með syndalaus,
set ég þér stðrt högg l haus.
Farðu 8vo frá mér fri og frjáls,
sem folaldið skauzt úr meri Páls.
Rauður rjúpkeri ropi ’yfir þér,
og skiti ’l skegg þitt hvíta.
Hrs. Sv. Grv. 67. Arch. E.
Kvöldversið.
Einu sinni bjuggu hjón í koti fyrir ekki mjög löngu,
og sungu þau ætíð eftir lestur á kvöldin versið að tarna:
Guð gefi oss góðar nætur, eða eitthvað þvílíkt. Þegar
svo hafði gengið æði lengi, kom þeim saman um, að það
væri leiðinlegt að hafa ávallt um hönd sama versið, og
kvaðst kerling geta gert miklu betra vers. Það varð
svona:
Nú fer ég til náða.
Helgi góður minn.
Ég fel þér á hendur
hold mitt hæði ’og skinn,
i sérhvert sinn.
Sæll er sá, þar við heldur,
ódáða langur kunninginn.
Þegar karl hafði heyrt versið, sagði hann: „Já, það
er satt, það er miklu betra“, og sungu þau versið á
hverju kvöldi eftir þetta.
Séra J. Norðmann, 1851.
„Ö, nú lýgur minn himneski faðir".
Einu sinni voru prestur og meðhjálpari að þrefa um
það, hvort kerling ein þar í sókninni væri hrein mey
eða ekki. Presturinn stóð á því fastara en fótunum, en
meðhjálparinn efaði það og sagði, að þeir væru fáir,
sem lifðu hreinlega í orði og verki á þessum síðustu og
verstu dögum. Þeir voru nú að kýta um þetta nokkra
stund, unz þeim kom saman um að láta þrætuna bíða
úrslita, til þess er kerling skriftaði næst fyrir presti, þá
skyldi hann spyrja hana að þessu, en meðhjálparinn
skyldi fela sig í altarinu og hlýða á það, er kerling segði.
Nú kom að því, að kerling skriftaði fyrir presti, og
spurði hann, hvort hún hefði aldrei verið við karlmann
kennd. Kerling neitaði því. Þá sagði meðhjálparinn í
altarinu: „Jú, einu sinni“.
1) Vatns.
A FRÍV
Kerling hugði, að þetta væri guð almáttugur og að
ekki mundi tjá annað en að segja hreinskilnislega frá
syndum sínum. Tók hún sig því aftur á og sagði: „Jú,
einu sinni“.
Prestur spurði þá, hvort það væri nú víst, að hún
hefði ekki komið .nærri karlmanni oftar en einu sinni.
„Nei, alls ekki“, svaraði kerling.
Þá gall við í altarinu: „Jú, tvisvar".
Kerling sá, að ekki tjáði af að draga og sagði: „Já,
það er satt. Tvisvar var það“.
Prestur spurði enn, hvort það væri alveg víst, að hún
hefði ekki brotið oftar en tvisvar, og fullyrti kerling
það.
Þá sagði meðhjálparinn í altarinu: „Þrisvar var það“.
En kerling fór að gráta og mælti: „Ó, nú lýgur minn
himneski faðir".
Eftir handr. Guðm. Davíðssonar.
Bæn fyrir bónda sínum.
Einu sinni voru hjón á bæ, og hét maðurinn Guð-
varður. Þeim kom ekki sem bezt saman, svo að kerling
vildi hann gjarnan feigan, enda heyrðu menn einu sinni,
er Guðvarður var á sjó, að kerling var að raula bæn
þessa fyrir munni sér:
Drottinn minn,
dreptu hann Guðvarð á sjónum.
Láttu hann aldrei landi ná,
þar liggur mér á.
Ef þú þekkir hann elcki hinum frá,
þá situr hann aftur á,
með kollhettuna grá
og skinnið ofan á.
Ekki er þess getið, hvort kerlingu varð að bæn sinni.
Sínum manni mætti frú.
Vildi ég það, gráskalli,
hjá guði værir þú.
Guðm. Jónsson, Safn af orðskviðum.
Nova Scottia pumps.
Austurtrog, eða „pusur", eru eins og kunnugt er
hin nanðsynlegustu tæki í smábátum, sem ekki hafa
lensidælu. Bretar kalla þessi verkfæri oft „Nova Scotia
pumps“. Ástæðan er ókunn.
Gamall siður.
Það er mjög gamall siður að leggja pening undir
siglutré í skipi undir byggingu. T. d. fannst peningur
undir siglutré spænsks skipsflaks, er fannst nálægt
Orkneyjum og náðist upp. Ártalið á myntinni var 1680.
Þegar slíkur peningur var þannig lagður, varð kon-
ungsmyndin á honum að snúa upp.
24
VÍKINQUR