Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Blaðsíða 26
4/1. Efri bærinn að Innri-Lamba- dal í Dýrafirði brann til kaldra kola. Lítið sem ekkert bjargaðist úr hús- inu. — Vélbátaflotinn hefur nú stöðvast vqgna ágreinings um báta- gjaldeyririnn. — Sænska ríkisstjórn- in hefur sagt upp loftferðasamningi Islands og Sviþjóðar, er gerður var 3. júní 1952. • 5/1. Ráðning Færeyinga á íslenzk fiskiskip hefst um næstu helgi. • 6/1. Dráttarbraut Akraness lýk- ur við smíði á nýjum 61 smálesta vélbáti. Er þetta áttundi báturinn, sem dráttarbrautin smíðar. • 7/1. Það slys varð i Silfurtúni við Hafnarfjörð, að sjö ára gömul telpa varð fyrir bíl og beið bana. • 8/1. Yfir hundrað stórir vélbátar róa frá Faxaflóahöfnum í vetur. Nær helmingur þeirra hóf róðra sömu nótt og róðrabanni var aflétt. 9/1. Brezkur togari sigldi á vél- bátinn „Gullfaxa“ þar sem hann lá við bryggju á Þingeyri. Miklar skemmdir urðu á bátnum, en engin slys á mönnum. — Slippfélagið í Reykjavík hefur komið upp 70 m langri dráttarbraut. Er það stærsta dráttarbraut landsins. • 11/1. Meiri útgerð hefur verið í Keflavík en dæmi eru til um. • 13/1. Það sjóslys varð út af Súg- andafirði, að brezkur togari sigldi niður vélbátinn Súgfirðing frá Suð- ureyri og fórust með honum tveir ungir menn. • 14/1. Árið 1954 flutti Flugfélag Islands 54 þúsund farþega, eða nær þriðja hvern Islending. • 15/1. Stálsmiðjan ætlar að smíða 50—60 lesta stálbáta. Byggðir eftir hollenzkum teikningum. — Ungur maður stórslasast er hann ók jeppa aftan á vörubifreið með þeim afleið- inguin, að húsið tók af jeppanum. • 17/1. Stórbruni varð í Keflavík er fiinm aðgerðarhús ásamt beitupláss- um brunnu til kaldra kola. 18/1. Fiskimjölsverksmiðja hrað- frystihússins á Suðureyri við Súg- andafjörð brann að mestu leyti. Eyði- lögðpjst vélar verksmiðjunnar og 66 tonn af mjöli. — Hornafjörð lagði í fyrsta sinn síðan frostaveturinn mikla 1918. — Tveir ungir menn af skozku veðurathugunarskipi, sem kom hingað til Reykjavíkur, komust í kast við lögregluna, er þeir brut- ust inn í skartgripaverzlun hér. 19/1. Vélar nýju Laxárvirkjunar- innar óstarfhæfar sökum froststíflu í Laxá. — Togarinn Ólafur Jóhann- esson kom til Patreksfjarðar af Grænlandsmiðum. Fyrsta veiðiför á þessi mið í svartasta skemmdegi. veiddi þar í íslausum sjó og fékk mikinn afla. • 20/1. Stöðvun vélbátaflotans í Eyjum. Flotinn í höfn vegna upp- sagnar sjómannafélaganna á kaup- og fiskverðssamningum. — Nýtt frystihús tekur til starfa í Sand- gerði. Afköst þess 12—15 tonn af flökum á sólarhring. • 21/1. Þjóðskáldið Davíð Stefáns- son sextugur. — Skip stöðvast vegna verkfalls matreiðslu- og framreiðslu- manna á kaupskipum. • 23/1. Varðskipið Þór búið tveim radartækjum og vél til ljósmyndunar á radsjármyndum. • 23/1. Áætlunarbílar með 90 far- þega voru 11 klst. milli Keflavíkur og Reykjavíkur vegna ófærðar. — Davíð Stefánsson kjörinn heiðurs- borgari Akureyrar. • 26/1. Mikið tjón varð á vélum og áhöldum, er stórt geymsluhús brann í Grenivík. • 27/1. Togarinn Egill rauði strand- aði við Grænuhlíð í foráttubrimi. 29 varð bjargað af 34 skipverjum. Fjór- ir fslendingar og einn Færeyingur fórust. — Tveir brezkir togarar fór- ust með allri áhöfn norðaustur af Horni. • 29/1. Fjögur þúsund lestir af ís- lenzkum áburði seldar til Frakk- lands. Ráðgert er að flytja út sex þúsund lestir á þessu ári. • 1/2. Það sviplega slys vildi til á togaranum Júní frá Hafnarfirði, að einn skipverja féll fyrir borð og drukknaði. Var það bátsmaðurinn, Jóhannes Eiðsson. 3/2. Tuttugu og fjórir íslenzkir listamenn senda verk sín til Rómar. • 4/2. Meiri reki á Ströndum en verið hefur um margra ára skeið. • 5/2. Eldur kom upp í vélbátnum Víkingi frá Bolungavíl, þar sem hann var að veiðum út af Vestfjörð- um. Skipverjar urðu að yfirgefa bát- inn, sem dreginn var til ísafjarðar. — Stórblaðið Daily Mail kennir Is- lendingum um dauða brezkra sjó- manna. • 6/2. Það slys varð hér í bænum, að ungur maður beið bana við að falla ofan af dyraskyggni yfir úti- dyrum. — Heildarfiskaflinn 1954 var 25 þús. lestum meiri en 1953. • 9/2. Flateyjarbátar tapa veiðar- færum og hætt komnir yfir lóðum sínum vegna ágengni erlendra'*tog- ara. • 10/2. Lögreglumenn úr Reykjavík fengnir til að handsama vitskertan mann á bæ austur í Biskupstungum, sem ógnað hafði heimilisfólki með skotvopni, svo það varð að flýja bæinn. 64 VIKINEUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.