Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Síða 15
Júlíus Kr. Ólafsson:
Sjóslysin 26. janúar
Eins og landslýð er kunnugt, strandaði tog-
arinn Egill rauði við Grænuhlíð, eða innan við
Sléttunes, þann 26. janúar síðastliðinn. Björguð-
ust 25 menn úr flakinu, við hinar erfiðustu að-
stæður. Fimm menn drukknuðu. Þennan sama
dag heyrðist neyðarskeyti frá tveimur brezk-
um togurum, að þeir væru að farast N.A. af
Horni. Fyrra neyðarskeytið kom frá Lorella
frá Hull (byggður 1947). Hitt neyðarskeytið
var frá Roderigo frá Hull (byggður 1950), var
þetta einn traustasti og stærsti togari Englend-
inga. Með þessum tveim skipum fórust 42 menn.
Síðustu dagana fyrir þessa válegu viðburði hafði
geysað aftakaveður og hafrót út af Vestfjörð-
um og Hornströndum. Á þessum eina degi hafa
47 menn drukknað við strendur landsins og í
brimgarðinum við klettótta ströndina. Flestir
þessara manna voru útlendir. Það er átakan-
legt fyrir því. Alla tekur sárt, þegar slys henda.
Þeim fylgir ætíð sár sorg, söknuður og átakan-
leg vonbrigði. Þannig er lífið æði oft, undan
sínu skapardægri vei'ður ekki flúið. „Ég í dag,
þú á morgun“. Ég bið góðan og miskunnsaman
guð, að láta sitt skærasta ljós lýsa sálum þeirra
hærra, hærra og líkna þeim, er lifa og sakna.
Varðskipið Ægir kom á strandstaðinn kl.
23,00« Voru þar þá fyrir togarinn Neptúnus,
Austfirðingur, Elliði og brezki togarinn Anda-
nes, skipstjóri íslenzkur, Páll Aðalsteinsson.
Beindu þessi skip kastljósum á flakið, þar sem
það lá í fjörunni. Um svipað leyti og Ægir
kom vélskipið Heiðrún frá Isafirði með björg-
unarsveit Slysavarnafélagsins þar á staðnum.
Einig kom togarinn Goðanes á strandstaðinn
um svipað leyti. Togararnir höfðu sett út báta
til að kanna aðstæður til björgunar. Töldu þeir,
sem í þá ferð fóru, litlar eða engar líkur um
björgun frá sjó, eins og þá var ástatt, svarta
myrkur, stórsjór, sortalegur og rok. Það væri
sjálfsagt, að kanna allar aðstæður og gera til-
raun að morgni. Þeir, sem fóru upp undir flak-
ið, töldu sig hafa heyrt hljóð frá því, að menn
væru á lífi. Enda varð sú raunin á. Báru nú
ráðamenn björgunarskipanna saman ráð sín,
hvar bezt væri að koma björgunarliði í land,
sem næst strandstaðnum. Því eins og þá horfði,
varð að leggja aðaláherzlu á björgun frá landi.
Allra mál var, að Slétta væri næst og bezt, en
talið var ólendandi við hana eins og veðri var
þá háttað og svarta myrkur á. Tekin var sú
ákvörðun, að fara inn á Hesteyrarfjörð og
freista þess að koma björgunarliðinu þar í land.
Frá Hesteyri er vegalengdin út á strandstað-
inn miklu lengri, en hér var ekki í önnur hús
að venda, þótt leiðin væri löng og erfið yfir-
ferðar. Varð því fljótt að koma björgunarlið-
fært það magn af óhreinindum, sem tekin voru
úr 1 smálest þungolíu. Viskositet 1225 secs. R1
við 100 stig F. Olían var frá Venezuela.
Óhreinindi í skilvindukúlu. Grófhr. Finhr.
532 g 182 g
Vatn .................... 35% 47,80%
Kolefni ................. 16,16% 15,47%
Aska .................... 48,84% 36,73%
Aðalverkefni hreinsitækjanna er að fjarlægja
sem mest af óuppleystri ösku, sem vera kann í
olíunni. Það eru þessi óhreinindi, sem valda
mestu sliti í vélunum. Almennt er talið, að há-
mark óuppleistrar ösku í olíunni, sem brennt
er, megi ekki fara fram úr 0,04%.
Með því að erfitt er fyrir vélstjórana að
hafa fullkomið eftirlit með þessu, er naumast
hægt að koma því fyrir á annan veg en líta svo
á, að á meðan báðar skilvindur ganga á réttan
hátt, sé hægt að treysta því, að sú olía, sem frá
þeim kemur, sé vel hreinsuð og hæf til brennslu.
Þungolíur eru mjög þykkar, en aðalskilyrði
fyrir því, að olía skiljist vel, er að hún sé nægi-
lega þunn, eða eins og sagt er sleppi vel óhrein-
indunum, verður því að sjá henni fyrir nægi-
legri upphitun.
Lauslega þýtt eftir Norsk Maskintidende,
Nokkuð stytt.
H.J.
VÍKINGUR
53