Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Síða 10
Mitwingarorð:
Einar Þorsteinsson, skipstjóri
Með Einari Þorsteinssyni, skipstjóra, er hnig-
inn í valinn einn af merkustu útvegsbændum
og formönnum við Isafjarðardjúp frá síðustu
aldamótum. Hann var fæddur að Hrafnabjörg-
um í ögurhreppi 15. ágúst 1875 og var nær átt-
ræðu, er hann lézt 27. febrúar síðastliðinn.
Einar missti foreldra sína þegar hann var á
barnsaldri, en það var honum mikið lán, að
hann var tekinn í fóstur af afa sínum og ömmu,
merkishjónunum Einari Magnússyni og Karitas
Ólafsdóttur að Garðsstöðum. Síðar naut hann
handleiðslu annarra merkishjóna, föðurbróður
síns, Jóns Einarssonar og Sigríðar Jónsdóttur.
Veganesti það, sem Einar Þorsteinsson hlaut í
æsku hjá þessu ágæta skyldfólki sínu, reyndist
honum harla drjúgt, og því betur sem efnivið-
urinn í honum sjálfum var góður, enda bráð-
þroska andlega og líkamlega. Einar Þorsteins-
son vann sér snemma almenna viðurkenningu
vestra fyrir stjórnsemi og aflasæld. Hann hóf
róðra þar innan við fermingu og tók við for-
mennsku eftir stuttan tíma. Var Einar formað-
ur og skipstjóri við Djúp í marga áratugi og
bjó rausnarbúi að Eyri með hinni ágætu konu
sinni, Sigrúnu Baldvinsdóttur, systur Jóns heit-
ins Baldvinssonar, alþingismanns. Eignuðust
önnur öryggistæki. Það er auðvelt að meta einn
gúmmí- eða korkfleka til fjár, en ekki manns-
lífið, jafnvel ekki eitt.
Að lokum skal skipsstjórnarmönnum bent á,
að þessir öryggisflekar eru til lítils gagns nema
þeir séu í fullkomnu standi og undir góðu og
reglulegu eftirliti. Þeir fúna og skemmast í
kössum, eins og bjargbeltin í kistunum, ef þeir
eru ekki teknir upp öðru hvoru til þerris og
eftirlits, og slæmt væri að hugsa sér björgun
á fleka, sem reyndist fúinn og ónothæfur, þeg-
ar lífið liggur við. En ef einhvers staðar skyldi
vera um slíka óhirðu að ræða, sem ég dreg í
efa að finnist, þá breytir það ekki nauðsyn þess,
að þessi tæki séu um borð í smærri og stærri
skipum, það sýna dæmin frá Vestmannaeyjum
og annars staðar, og sjómannanna sjálfra er að
sjá um, að þau séu í góðu ásigkomulagi og
Skipaeftirlitsins að eftirlíta að svo sé.
Kristján Júlíusson.
Einar Þorsteinsson, skipstjóri.
þau 10 mannvænleg börn, er öll náðu fullorð-
insaldri, og ólu jafnframt því upp fjögur fóst-
urbörn.
Einar Þorsteinsson var einn af þeim mönn-
um, sem settu svip á samtíð sína. Hann var
glæsimenni í sjón, dugnaðargarpur til allra
verka, en jafnframt því gætinn og athugull,
enda hentu hann aldrei slys öll þau ár, sem
hann hafði mannaforráð á sjó og í landi, og
öllum þótti gott með honum að vera.
1 sjómannasamtökunum var Einar heitinn
Þorsteinsson traust stoð sinnar stéttar og vann
hann að heill og velgengni hennar af sömu ósér-
hlífni og alúð og honum var lagið. Hann var
einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins „Kára“ í Hafnarfirði, átti lengi sæti
í stjórn þess og gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir félag sitt, þ. á. m. átti hann sæti í
Fulltrúaráði sjómannadagsins frá því það var
4B
VÍKIN □ U R