Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 18
inu af stað, því mörg mannslíf voru í veði. Veð- urhæðin var 10 vindstig og svarta bylur. Þannig voru aðstæður allar mjög dökkar. Utan á Ægi lá Heiðrún frá fsafirði. Var hún með björgunarsveitina frá ísafirði innan- borðs og 11 menn frá togaranum Austfirðingi, sem ætluðu að taka þátt í björgunarleiðangrin- um á strandstaðinn. Fengu allir þessir menn mat og hressingu um borð í Ægi áður en lagt var af stað, og kaffi og brauð með sér. Þegar hér var komið, var skotið á ráðstefnu í stjórnklefa Ægis, hvernig haga skyldi land- göngu og ferðalaginu. Kom þá í Ijós, að ráða- menn björgunarsveitarinnar frá ísafirði voru mjög letjandi þess, að fara út í þessu tvísýnu, töldu að ekki væru miklar líkur til þess að komast alla leið. Björgunarsveitin var búin góðum tækjum, en ekki að sama skapi þrautreyndum og vel út- búnum mönnum. Var þess vegna vorkunn, að leggja í mikla áhættu og vos, eins og bersýni- lega var fram undan, þá löngu leið frá Hest- eyri og út fyrir Sléttu, í slæmri færð og vonsku veðri. Þegar þannig var komið, komu til skjal- anna mennirnir 11 frá togaranum Austfirðingi. Hafði orð fyrir þeim 1. stýrimaður þeirra, og sagði hann, að þeir færu hvað sem aðrir gerðu. Þessi ótvíræða og einbeitta afstaða réði úrslit- um, að farið var. Höfðu togaramennirnir for- ustuna úr því og þar til björgun var lokið, og komið var heilu og höldnu með alla í hús að Sléttu. Var nú vélbátur Ægis settur á flot, því ákveðið var að freista lendingar í lítilli vík ut- arlega í kauptúninu. Eftir atvikum gekk vel að koma mönnum og farangri í land. Það fóru 11 menn frá Austfirðingi, 6 menn úr björgunar- sveitinni frá Isafirði, og var einn af þeim lækn- ir, var þar viturlega á haldið, að hafa hann með í förinni, því alltaf þarf læknis með, þegar svona stendur á. Frá Ægi fór Helgi Hallvarðs- son stýrimaður. Var hann með Walkie-Talkie tæki í fórum sínum, með þeim ásetningi, að hafa talsamband við Ægir. Kom þetta tæki sér vel í ferðinni. Klukkan langt gengin 5 um morguninn var leiðangurinn fullbúinn, var þá lagt af stað. Höfðu þeir meðferðis línubyssu, björgunarstól og annað, sem með þarf við svona bjarganir. Að ráði ungs manns, Gísla Jónssonar, úr björg- unarsveit Isfirðinga, því hann var kunnugur á þessum slóðum, var gengið með sjónum. Fjaran var víða stórgrýtt og ill yfirferðar. Sums staðar var fjaran ófær, og urðu þeir þá að fara upp í fjallshlíð. Þetta urðu þeir að klungrast í myrkri, roki og svarta byl, með þungar byrðar, klæddir trollstökkum og klofháum gúmmístígvélum. Að eyðibýlinu Sléttu komust þeir eftir 5—6 stunda erfiða göngu. Var þá einn torfarnasti kaflinn eftir út að strandstaðnum, því háflæði var, og þess vegna ekki hægt að fara fjöruna. Urðu þeir að klifra upp bratt klettabelti og láta sig renna niður hinsvegar við hamrana, því ekki voru tök á að fóta sig segna hálku. Gekk þetta ferðalag vonum framar og voru þeir komnir laust eftir hádegi að flakinu, eða um 8 stunda göngu frá Hesteyri. Var fljótlega hafizt handa og línu skotið á stjórnpallinn, því þar voru skip- brotsmennirnir. Var bilið á milli skips og lands um 50—60 metrar. Eftir um eina klukkustund var öllum, er eftir voru á flakinu, bjargað á land, eða 16 mönnum. Skipsbrotsmennirnir voru illa til reika af vosbúð, kulda og klæðleysi, og björgunarsveitin aðfram komin að þreytu. Hefði mörgum orðið ofraun að sömu leið að Sléttu og björgunarsveitin kom, hvað þá lengra. Það er nú svo, þótt það sé talin heppni eða hend- ing af sumu fólki, þegar vel tekst til. En þetta á sér dýpri og varanlegri rætur. Forsjón guðs er alls staðar að verki, hún opnar hlið eða leið til lausnar vandanum. Eins fór hér. Fjaran, sem var ófær á strandstaðinn, var nú fær þessum þreyttu og þjökuðu mönnum, sem komnir voru að niðurbrotum. Komu þeir að Sléttubýlinu um kl. 16,30. Voru þar fyrir menn, og höfðu þeir hitað húsin, svo aðkoman var að því leyti góð. Nægilegt var af heitu vatni, og von um saðn- ingu og fatnað síðar. Walkie-Talkie talstöðin, sem stýrimaður Æg- is var með, kom sér vel. Vegna hennar var hægt að fylgjast með björguninni í landi. Var það ómetanlegt eins og á stóð, bæði að vita um gang björgunarinnar og ástand skipbrotsmannanna. Hefði þetta tæki ekki verið með, hefði enginn vitað hvað gerst hafði, frá því að björgunar- leiðangurinn var settur í land á Hesteyri kl. milli 4 og 5, fimmtudag, til kl. 9 til 9,30 föstu- dagsmorgun, að Ægismenn höfðu samband við þá, er gistu Sléttu, eða rúman sólarhring. Hefði allur landslýður verið í kveljandi óvissu, og að- standendur í sálarneyð, að heyra örugglega um afdrif skipbrotsmanna. Vegna framsýni og ör- yggiskenndar forstjóra Landhelgisgæzlunnar, var þetta tæki öllu heilli komið um borð. Að lokum var björgunarsveitinni og skipbrotsmönn- um sagt, að matur og fatnaður yrði sendur til þeirra um kvöldið. Um sama leyti og björgunarleiðangurinn í landi lagði af stað að Sléttu, létti Ægir akkeri og öll þau björgunarskip, er lágu á Hesteyri, og sigldu á strandstaðinn, og var lagst fyrir akkeri kl. rúmlega 8,00. Voru þar þá fyrir togararnir Goðanes og Jörundur, ásamt vélbátnum And- 56 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.