Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Síða 22
„Bremen“ að koma úr einni af ferðum sínum.
braust út mikill eldur í skipinu hinn 26. marz
1929, og geysaði hann í marga daga áður en við
hann var ráðið. Það varð því „Bremen“, sem
fyrst lagði upp í jómfrúferðina til New York.
Það var hinn 16. júlí 1929, nákvæmlega einu
ári eftir að skipið hljóp af stokkunum.
Þjóðverjar eru — og hafa verið — þjóð, sem
er mikið efyrir nákvæmni, og kom það einnig í
Ijós við viðgerðina á „Evrópu“ eftir brunann.
Hið stóra skip, er var komið að því að hvolfa
í brunanum, fékk mjög hraða viðgerð og fór í
reynsluförina hinn 25. marz 1930, og vantaði
þá aðeins einn dag upp á árið frá óhappadeg-
inum.
En nú skulum við snúa okkur aftur að jóm-
frúferð „Bremen“. Auðvitað höfðu Þjóðverjar
hugsað sér að ná „Bláa bandinu“, sem enginn
hefur séð síðan „Mauritania“, Gunard White
Star-línunnar, vann það og hafði verið methafi
í 22 ár. Þjóðverjar höfðu einnig góða ástæðu
til að vænta hins bezta, því að í reynsluferð-
inni hafði „Bremen“ náð 28,5 mílna hraða á
klukkustund. Hinn 22. júlí 1929 kom skipið til
ákvörðunarstaðar, eftir að hafa siglt vegalengd-
ina með 27,83 mílum að meðaltali á klukkustund,
afrek, sem aflaði því bronsplötu, er fest var um
borð í skipinu. Einnig á heimleið til Þýzkalands
aftur frá New York, sigldi það mikinn og náði
meðalhraða 27,9 mílum á klukkustund.
Er „Evrópa“, árið 1930, hóf áætlunarferðir
sínar til Ameríku, náði hún nýju meti. Ferðin
frá Cherbourg til New York tók hana 4 daga
17 klukkustundir og 6 mínútur. Meðalhraðinn
varð 28,51 míla. Árið 1932 setti „Bremen“ aft-
ur nýtt met á leiðinni vestur um haf, með meðal-
hraðanum 28,51 mílu, og árið 1933—’34 bætti
hún met sitt á leiðinni frá Ameríku til Evrópu
með 28,55 mílna meðalhraða og síðar með 28,6
mílum. Árið 1933 náði ítalska skipið „Rex“ samt
28,92 mílna meðalhraða á leiðinni frá Evrópu
til Ameríku. Síðan sló franska skipið „Norman-
die“ þetta met, miðað við ferðina fram og aft-
ur, og árið 1936 setti „Queen Mary“ bæði þessi
skip út úr samkeppninni með 30,63 mílna meðal-
hraða.
Jafnvel þótt „Bremen“ og „Evrópa“ gætu
ekki lengur tekið þátt í þessu kapphlaupi, var
mikið tillit tekið til þessara skipa, viðvíkjandi
farþegaflutningum milli heimsálfanna. Skipin
voru fræg fyrir hin miklu þægindi, er farþeg-
arnir nutu 1 sjóferðinni. — Árið 1933 vakti
„Evrópa“ á sér athygli um víða veröld fyrir,
að komið var fyrir um borð „Katapulti“, þannig
að skipið, með aðstoð flugvélar, gat komið pósti
milli heimsálfanna á aðeins fjórum dögum, en
það var heimsmet í póstflutningum.
„Bremen“ varð þó brátt vinsælla þessara
tveggja skipa, og Þjóðverjar gerðu allt það, sem
á þeirra valdi stóð, til þess að halda þessum
vinsældum. Árið 1938 og 1939 fór skipið tvær
ferðir kringum hnöttinn, er urðu þær hörðustu,
sem farþegaskip hafði farið. Slíkar ferðir voru
að sjálfsögðu dýrt spaug, en ágæt auglýsing
fyrir „Þriðja ríkið“.
En svo kom stríðið. — Hinn 24. marz 1939,
er „Evrópa“ var á heimleið frá New York, kall-
aði hinn þýzki skipstjóri alla farþegana saman
og tilkynnti þeim, að hann myndi hvorki koma
við í Southampton eða Cherbourgh, heldur sigla
beint til þýzkrar hafnar. Strax á eftir var hið
uppljómaða skip myrkvað. Málað var yfir nafn-
ið á stafni þess, breytt um lit á reykháfum og
útlit skipsins gert tormerkilegt, eins og hægt
var. Tveimur dögum eftir að viðsjárnar byrj-
uðu, tók „Evrópa“ höfn í Bremerhaven. Þar
gerðu Þjóðverjar allt til að fela skipið fyrir
flugvélum, með stórkostlegum og villandi útbún-
aði, sem þó ekki kom að neinu gagni, því brezk-
ar sprengjuflugvélar fengu hitt það um síðir.
En enn var það „Bremen“, sem athygli heims-
ins beindist að, er stríðið brauzt út. Hið þýzka
risaskip kom um þetta leyti til New York með
1600 farþega innanborðs, undir stjórn Adolfs
Ahrens, skipstjóra, sem nú fékk skipun um að
sigla heim, eins fljótt og unnt væri. En Banda-
ríkin, sem í þann tíma voru hlutlaus, komu í
veg fyrir áætlanir Þjóðverja, með því að Roose-
velt forseti bannaði skipinu að sigla úr höfn
fyrr en rannsakað hefði verið, hvort vopn
væru í skipinu. Bandaríkjamenn seinkuðu þann-
ig skipinu um 36 klukkustundir. En Þjóðverj-
arnir tóku öllu með ró og yfirlæti, og er skipið
sigldi fram hjá Frelsisgyðjunnií New York,
heilsaði það með nazistakveðju.
6D
VÍKI N □ UR