Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Blaðsíða 23
Adolf Ahrens, skipstjóri, hefur skrifað bók
um þessa ævintýralegu ferð, sem þannig hófst.
Honum hefur víst verið ljóst, að fyrr eða síðar
myndi koma til fjandskapar milli Bandaríkj-
anna og Þýzkalands og gerði því allt til þess að
flýta ferð skipsins. Honum var ljóst, að fyrst
um sinn var honum engin hætta búin frá brezk-
um herskipum, en hann vissi og einnig, að enga
vernd var að fá hjá þýzkum herskipum. Ann-
ars myndu Bretar gera allt, sem á þeirra valdi
stæði, til þess að koma í veg fyrir, að þetta uppá-
hald Þýzkalands kæmist til síns heima.
Bi'átt tóku hinar farstæðukenndustu sögur að
ganga um þessa Atlantshafsferð „Bremen“, er
varð hin síðasta. Feluleikur skipsins varð for-
síðuefni blaða um allan heim. En álit manna
um örlög skipsins var mjög misjafnt. Ahren
setti stefnuna á norðurströnd Rússlands og
t sigldi fulla ferð milli Islands og Grænlands.
Með stuttu millibili gaf hann hættumerki, svo
að skipverjar yrðu vanir snörum handtökum, ef
á skipið yrði ráðizt. Hann var fast ákveðinn að
sökkva því, heldur en að láta það falla í hend-
ur óvinanna. Á meðan skipið sigldi þannig, voru
bátar þess hangandi niður með síðum þess, þar
sem skipverjar unnu með kústum og grárri
málningu. Vegna tormerkja varð erfitt að koma
auga á „Bremen“ í þoku og dimmviðri, sem kom
skipinu til hjálpar.
Hið gráa draugaskip slapp fram hjá öllum
brezkum herskipum og komst heilu og höldnu
til hafnarinnar Murmansk. Menn muni, að á
þeim tímum var Rússland hlutlaust og að opin-
berlega voru Þjóðverjar vinir þessa stórveldis
í austri. Siglingin milli Bandaríkjanna og Rúss-
lands stóð í átta daga og var á takmörkum, að
stálrisinn hefði næga brennsluolíu hina löngu
ferð. Að sjálfsögðu og að verðleikum var sigl-
ingu Ahrens mjög á loft haldið af nazistum, sem
notuðu þetta afrek til hins ítrasta í áróðurs-
skyni.
En draugaferð „Bremen“ var enn ekki að
fullu lokið. Stórskipið lá lengi um kyrrt og beið
eftir samherja sínum — myrkrinu. Hinn 24.
nóvember hurfu sólargeislarnir í Murmansk og
þar myndu þeir ekki sjást í marga mánuði.
Hinn 6. desember kom því skipunin um að
hverja til Þýzkalands. Vissulega vissi brezka
leyniþjónustan um, hvað ske myndi og sjóher-
ráðið gaf skipun um að sökkva skipinu. Þýzki
herinn hafði, til vonar og vara, látið „Bremen“
í té flugvélavarnir. Síðan var læðzt suður með
ströndum Noregs. Dag nokkurn hrópaði þýzki
vörðurinn um borð: „Brezkur kafbátur 4 míl-
ur afturút". Skipstjórinn gaf strax skipun um
breytta stefnu. Sjálfur sagði hann síðar, að það
„Evrópa“ á leið yfir Atlantshafið.
hefði verið krákustigasiglingin og vernd flug-
vélanna, er komið hefði í veg fyrir að kafbát-
urinn gæti skotið tundurskeyti sínu, — en kaf-
báturinn var brezkur og hét „Salmon“. En kaf-
bátsstjórinn hélt því fram, að hann hefði ekki
viljað sökkva skipinu, án þess fyrst að gefa að-
vörun.
„Bremen“ komst heilu og höldnu inn fyrir
þýzka tundurduflabeltið og náði höfn í Bremer-
haven hinn 12. desember 1939, þar sem fjöldi
fólks fagnaði skipi og skipshöfn með blómum.
En seinnihluti sögu „Bremen“ var enn eftir
— og hann er sorglegur. Orðrómurinn um stór-
skipið hélt áfram og varð að alls konar furðu-
sögum. Sumir sögðu, að skipið hefði verið tekið
til herflutninga og verið sökkt við Norgesstrend-
ur. Aðrir, að það hefði mætt örlögum sínum við
strendur Danmerkur. Enn aðrir þóttust vita, að
skipinu, ásamt „Evrópu“, hefði verið lagt á
Elbefljóti, nálægt Hamborg.
En engar voru þessar sögu réttar. Bæði skip-
in lágu í Bremerhaven og voru notuð í stað her-
mannaskála, auk þess hafði þeim verið breytt
til herflutninga. Þjóðverjar höfðu nefnilega á-
kveðið að nota bæbði skipin við innrásina í Eng-
land. Eftir stríð kom í ljós, að úr síðunum á
„Evrópu“ höfðu verið skornir stórir fletir til
landsetningar á skriðdrekum og stórum fall-
byssum.
Sunnudaginn hinn 17. marz var tilkynnt, að
„Bremen“ hefði skemmzt af eldi. Út um heim
reyndu menn að gera sér í hugarlund, hvað í
raun og veru hefði skeð. Margir álitu, að eld-
urinn hefði orsakazt af sprengjukasti frá flug-
vélum Bandamanna. Þjóðverjar sjálfir kenndu
hermdarverki um. Einmitt þennan dag hafði
engin sprepgjuflugvél kastað sprengjum á
Bremerhaven. Heðal nazista féll grunur á 15
ára gamlan dreng, sem hafði átt að fleygja frá
sér sígarettu í stafla af dýnum, er voru um borð.
En sennilega upplýsist aldrei, hvað orsakað
hafði slysið. Systurskipið „Evrópa", er lá þarna
skammt frá, var dregið burtu, en í átta daga
VIKINQUR
61